26.2.2007
Hvað varst þú að gera fyrir 14 árum?
Hey þú, já þú, hvað varst þú að gera fyrir 14 árum síðan? Ha, manstu það ekki? Við erum að tala um 1993?
Ekki það nei, skrýtið!
Ég skal hressa aðeins upp á minnið hjá þér. Þetta var árið sem við Íslendingar gengum í ESS, vaskur af matvælum var lækkaður úr 24,5% niður í 14%, Clinton tók við af Bush eldri og ákkúrat á þessum degi fyrir 14 árum var sprengja sprengd undir World Trande Center.
Síðast enn ekki síst er rétt að rifja það upp að þetta var árið sem kjúklinga og svínakjöt kostaði 40 - 50% meira það gerir nú, þá meina ég á raunvirði.
Þetta eru sko staðreyndir. Sko.
Kannski að ég sé eitthvað meira skrýtinn en ég hef talið fram að þessu, en mér finnst auglýsing frá félögum kjúklinga og svínabænda sem birt hefur verið í blöðum undanfarið (sjá hér að neðan) vera átakanlega auma. Af hverju er miðað við verðlag fyrir 14 árum - en ekki t.d. fyrir 5 árum eða 10 árum? Er það ekki tú blöntlý obbvíus að menn eru hér eitthvað að teygja og toga með því að miða við þetta ár. Og svo hitt, hvaða auglýsingamanni dettur í hug að nota rök eins og; úr því að það er verið að okra á fólki á einu sviði, þá sé nú bara í besta lagi að taka þetta sama fólk í gö... á öðru sviði? Hverslags eiginlega hugmyndavinna er þetta?
Ég er hins vegar sammála þeim að umræður um verðlagsmál eigi að snúast um fleiri þætti en innlenda búvöruframleiðslu. Reyndar er spurning hvort þessi framleiðsla sem hér um ræðir liggi ekki nær iðnaðarframleiðslu en landbúnaði.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Kjarni málsins er að afurðir þessarar iðnaðarframleiðslu eru 2-4 fallt dýrari út úr búð hérlendis en annars staðar í Evrópu. Skv. Guðmundi í Bónus er innkaupsverðið hér 3-fallt á við það sem er í Danmörku, sem dæmi. Það er kjarni þessa máls. Háir vextir eru svo annað mál.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:42
Verandi þú, myndi ég halda mér við Hjarðfullnæginguna og taka ekki inn á mig hvort framleiðsla á hvítu kjöti sé í ætt við landbúnað eða iðntækni. Þú ert greinilega ekki í stuði til að ákveða hvort sé meira dýraplagerí, múraravinna eða hirðing svína/kjúklinga.
En eins og maðurinn sagði: Que será, será, (kommurnar skipta máli)
ggg (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:17
Niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum er meiri í öðrum löndum evrópu. Bændur hér þurfa t.d. að greiða kjarnfóðurskatt svo dæmi séu nefnd. En auðvitað er ekkert vit í því yfirleitt fyrir fólk að vera að borða annað en grænmetisfæði ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 23:32
Ég vona að fólk átti sig á því að ég er í ekkert að taka efnislega á fullyrðingu kjötbændanna um að verð hafi lækkað að raunvirði, skrif mín beinast að undarlegum/óheppilegum/asnalegum texta í auglýsingunni. Rétt er að ég hef það svo í flimtingum að menn kunni að vera eitthvað að leita að hagstæðasta punktinum fyrir sig að reikna frá. Mér finnst þessi auglýsing einfaldlega vera vond, það vond að hún veldur tortryggni í garð málstaðarins.
GGG þú ert eitthvað viðkvæmur fyrir þessari skilgreiningu, þannig að ég get gefið mér að þú tengist þessum geira, já og takk fyrir þetta með á'in þarna í endann (en á ekki líka að vera "é" í endann á Qué?). En ég er að strögla með íslenskuna þannig að ég vona að fólk fyrirgefi mér að hafa ekki spænskuna á hreinu. Hverju breytir þetta annars? Gaman væri að heyra af því (nú vitum við að ggg er kjúlla- eða svínabóndi sem kann spænsku...).
Viggó H. Viggósson, 27.2.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.