8.3.2007
Táknmynd ofskynjunar
Betri helmingurinn benti mér á blogg Guðbjargar H. Kolbeins seint í gær, hún rétti mér líka Smáralindarblaðið þannig að ég gæti barið svæsið atriðið/hryllinginn augum. Satt best að segja þá vildi ég óskað þess að ég hefði séð blaðið áður en ég las bloggið, þannig hefði ég getað borið viðbrögð mín saman við uppköst Guðbjargar. Satt best að segja held ég að mín viðbrögð hefðu verið engin.
Hérna er textinn úr blogginu hennar:
Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?
Hver ert þú Guðbjörg? Hvað gengur þér til? Eða er réttara að spyrja hvað gengur að þér?
Hvers á stúlkan á myndinni að gjalda, hverskonar virðingarleysi er þetta við unga manneskju og þá sem henni standa næstir? Heldur Guðbjörg virkilega að fagfólkið sem vann þessa mynd og fólkið sem ber ábyrgð á auglýsingablaðinu hafi haft þær hugmyndir sem hún gefur í skyn?
Ég velti því fyrir mér hvort að það fólk sem hefur helgað sig hörku-femínisma sé orðið svo mengað að það sjái táknmyndir kláms og annars þess sem þau nefna sem kynjamisrétti í allt og öllu. Að það sé haldið ofskynjunum?
Mig grunar að Guðbjörg sé þessa stundina að semja vörn sína, ég óttast hálf-partinn, hennar vegna, að hún ætli sér að fylgja þessu eftir í þeim takti sem hörku-femínistarnir myndu gera. Líkast til verður sagt eitthvað í þá veru að fólkið hafi hugsanlega ekkert ætlað sér að gera út á klámið, en að svo illa sé nú samfélagið haldið, svo djúpt hefur klámið smogið inn í heila óvarins almennings að fólk er bara hætt að sjá viðbjóðinn sem er allt umliggjandi, fólk geri því svona hluti ómeðvitað -- þar liggur meinið og það þarf að særa í burt.
Það væru mistök hjá Guðbjörgu að koma ekki fram og einfaldlega biðjast afsökunar, bera við skyndibrjálæði og lofa því að fara í klámofskynjunarmeðferð - a la Hollwood.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Þetta eru hreinlega skammarleg og "ófyrirgefanleg" skrif hjá "manneskjunni"
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 09:19
Fyrir margt löngu teiknaði erlendur skopmyndateiknari snilldarlega útfærða andlitsmynd af Sigmund Freud í líki nakinnar konu og skrifaði undir "What´s on the man´s mind?" en eins og allir vita var Freud með kynlíf á heilanum alla sína tíð. Hin ágæta Guðbjörg Kolbeins er ekki ósvipuð Freud gamla, nema að hún er með klám á heilanum og sér klám í öllu, þótt annað fólk komi ekki auga á klámið. Hún er ókrýnd drottning klámgrillufangsins. Skyldi vera hægt að fara í meðferð við kvillum af þessu tagi? Annars vona ég að hún haldi áfram myndatúlkunum sínum úr hversdagslífinu, þótt ekki væri nema öðrum til skemmtunar. Hún hefur slegið nýtt feminískt met í klám- og kynórum.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 17:37
Það er eitthvað að hjá manneskjunni, ég skoðaði bæklinginn og fannst hann bara fínn. Ekkert sem særði mína bligðun.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.3.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.