Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað bogið

bent lines illusionÉg verð alltaf voðalega glaður og stoltur þegar ég sé niðurstöðu Hagstofunnar eða annarra þar sem sýnt er fram á hvað við Íslendingar erum flottir á því í allt og öllu. Einna roggnastur verð ég þegar kemur að því hvað við (hum) eigum mikið af tólum og tækjum. Þegar ég fæ staðfestingu á því að við stöndum öðrum þjóðum framar í því sem flestu öðru.

Smásálin ég.

Ég er nú ekki nema rétt búinn að renna yfir skýrsluna sem Hagstofan kallar "Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006", en við fyrstu sýn finnst mér eitthvað bogið við sumar niðurstöður hennar. Dæmi um þetta er skoðun á gagnvirkri þjónustu hins opinbera en þar skora eftirfarandi lönd best: Austurríki (83%), Eistlandi (79%), Möltu (75%), Svíþjóð (74%), Noregi (72%) og Bretlandi (71%). Við Íslendingar skorum aðeins 47%, þetta særir mig voðalega. Ég er bara ekki að kaupa þetta, ó nei.

Alls ekki.

Reyndar finnst mér að í skýrslunni gæti hér þversagnar. Með "gagnvirkni" er átt við hversu mikil samskipti einstaklingar og fyrirtæki eiga við hið opinbera í gegnum Netið (eða rafrænt yfir höfuð, býst ég við). Eða eins og það er orðað:

Með samskiptum við hið opinbera er átt við að einstaklingar og fyrirtæki leita upplýsinga á opinberum vefsíðum, ná sér í eyðublöð frá opinberum aðilum um internet og senda inn útfyllt eyðublöð til opinberra aðila um internet. Tilboð til opinberra aðila um rafræna miðla eins og Rafrænt markaðstorg teljast einnig til samskipta fyrirtækja við hið opinbera.

Svo segir í skýrslunni um samskipti fyrirtækja:

Árið 2006 hafði meirihluti fyrirtækja á evrópska efnahagssvæðinu átt í samskiptum við opinbera aðila um internet. Algengast var að fyrirtæki hér á landi og í Finnlandi hefðu átt í slíkum samskiptum eða 93–95% fyrirtækja. Að meðaltali höfðu 64% fyrirtækja í aðildarlöndum Evrópusambandsins notað internet til samskipta við opinbera aðila (sjá mynd 3 og töflu 9).

Og um einstaklinga:

Hlutfall einstaklinga á aldrinum 16–74 ára sem notuðu internet til samskipta við opinbera aðila var hæst hér á Íslandi (61%) og í Noregi (57%) árið 2006. Í Hollandi, Finnlandi, Lúxemborg og Danmörku lá hlutfallið á bilinu 43–52% þetta sama ár. Að meðaltali hafði fjórðungur íbúa Evrópusambandslandanna átt í samskiptum við opinbera aðila um internet árið 2006 (sjá mynd 4 og töflu 9).

Er skýrslan þá ekki komin í þversögn? En magn þarf víst ekki að vera sama og gæði og kannski er verið að mæla "gæði" hér?

Finna má skýrslu Hagstofunnar hér.


mbl.is 83% íslenskra heimila tengd netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband