Baráttudagur kvenna var í dag, það virðist sem mikil pressa hafi verið á ráðherra félagsmála að leggja fram frumvarp til nýrra jafnréttislaga á þessum degi, þó svo vitað sé að þau verða ekki tekin til meðferðar fyrr en á næsta þingi -- fólk hefur væntanlega talið það hafa mikið táknrænt gildi.
Ég gluggaði í frumvarpið, þessi texti er fullur af vondum hugmyndum. Ég held að það megi útiloka að samstaða náist um hann. Það eru fjölmörg atriði sem ganga of langt, svo mjög að það liggur við að maður verði hálf-hræddur við sum þeirra.
Frumvarpið má finna í heild sinni hér.
Ég ætla renna yfir þetta, tek stóru atriðin fyrst:
Í 4. gr. kemur þetta fyrir
Jafnréttisstofa getur krafið einstök fyrirtæki, opinberar stofnanir, félagasamtök og aðra þá sem upplýst geta um mál um allar upplýsingar og öll gögn sem nauðsynleg þykja vegna sérstakra verkefna stofunnar og athugunar hennar á einstökum málum. Skulu umbeðnar upplýsingar og gögn afhent Jafnréttisstofu innan hæfilegs frests sem stofan veitir. Jafnréttisstofu er heimilt að leggja dagsektir á þá aðila, sem ekki veita upplýsingar eða þau gögn sem krafist er, þar til úr hefur verið bætt. Dagsektir geta numið allt að 50.000 krónum fyrir hvern dag. Dagsektir renna í ríkissjóð. Ráðherra setur nánari ákvæði um sektargreiðslur í reglugerð.
Þessi heimild Jafnréttisstofu er of víðtæk, takmarka þarf heimildina, m.a. með því að binda hana við einstök mál sem hafa með viðkomandi aðila að gera en ekki vegna "sérstakra verkefna".
Nauðsynlegt væri að drög að reglugerð um sektargreiðslur liggi fyrir með lögunum þannig að andlag sektarákvæðisins sé skýrt.
6. gr. sem fjallar um málsmeðferð fyrir kærunefnd jafnréttismála finnst mér hreint ótrúleg. Hér eru nokkrar setningar úr þessari grein:
Kærunefndin getur enn fremur þegar sérstaklega stendur á tekið mál til meðferðar af eigin frumkvæði eða samkvæmt ábendingum annarra.
.
.
Úrskurðir kærunefndar eru bindandi gagnvart málsaðilum. Nú vill aðili ekki una úrskurði kærunefndar. Getur hann þá höfðað mál til ógildingar úrskurðinum fyrir dómstólum.
.
.
Kærunefnd getur ákveðið að sá, sem kæra beinist gegn, greiði kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.
Leikmaðurinn ég skil þetta þannig að kærunefndin, getur verið kærandi, rannsóknaraðili og dómari. Í ofanálag taka refsingar s.k.v. dómi nefndarinnar gildi strax, þó svo að sá sem dæmdur er vilji ekki una úrskurðinum og ætli sér að fá ógildingu hans fyrir dómstól. Í ofanálag getur sá aðili sem kærður er þurft að greiða kostnaðinn við málarekstur gegn sér.
Næst nem ég staðar við 16. gr., æi, æi, hvað á að gera með þetta? Hvernig á að vinna þessa hluti. Liggur ekki fyrir að til verða nokkrar útgáfur af stöðluðum moðreykstexta sem endurskoðendur eða lögmenn eftir atvikum klippa og líma í. Þessi texti er framúrskarandi dæmi um eitthvað sem enga þýðingu mun hafa. Hættið þessu fólk.
Svo komum við að 17. gr. en þar er tekið á launajafnrétti, þetta er sú grein sem mér heyrist að helst hafi verið í umræðunni fram að þessu.
Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Ég er ekki á móti þessum texta en ég er á móti því að ekki skuli þarna jafnframt vera tekið á öðrum þáttum sem hafa með framlegð starfsmanna að gera, afköst, gæði og aðra virðisaukandi þætti. Hlutverk starfsmanna er að búa til verðmæti, þeir sem búa til mest verðmæti eiga að njóta þess.
Atvinnurekanda er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir ráðningu starfsmanns, að honum sé bannað að veita þriðja aðila upplýsingar um laun sín eða kjör.
OK á nú að reyna að tryggja að sem flestir séu settir á taxta, allir í hólfi A fá X, í hólfi B fá Y. Atvinnurekendur væru einfaldlega þvingaðir til þess að finna nýjar leiðir til þess að umbuna sínu fólki konum eða körlum, það yrði til sérsvið hjá lögmönnum, sumir þeirra yrðu launaglufusérfræðingar.
Til er önnur ráð til þess að hjálpa fólki í sinni launabaráttu sem má flokka undir jafnrétti. Ég tel að þegar liggi fyrir nægar vísbendingar um að munur sé að launum kynjanna, það ætti að vera nægilegur hvatti fyrir atvinnurekendur og konur til þess að tala saman. Vel mætti hugsa sér að vinna úr gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi í kerfinu (skv. lögum/reglum þar um -- ath. ekki persónurekjanlegt) og þannig fá enn betri mynd á kynbundnum launamun. Nú í vestafalli gæti Jafnréttisstofa sent tonn af fóli til þess að kynna sér skattskrár þá daga sem þær liggja frami og þannig fengið sæmilega sýn á stöðuna (niður á einstaklinga).
Þetta sýnast mér vera stóru atriðin. En það er fjöldi smærri atriða sem þarf að hyggja að.
1 gr. Hvaða tölfræðiupplýsingar á að greina eftir kyni? -- Allar? Allstaðar?
2 gr. Orðskýringar: Það vantar fleiri orðskýringar, hugtök eins og "hefðbundnar kynjaímyndir" og "neikvæðar staðalímyndir" þarf að skýra og fleiri hugtök.
20 gr. um Kynbundna áreitni er auðvitað mikilvæg grein en hún er samt svona ekki lagagrein.
Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundinni áreitni, þar með talið kynferðislegri áreitni, á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum.
Hverjar eru þessar sérstöku ráðstafanir, eru þær bundnar við jafnréttisáætlunina?
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Mér sýnist sem þú hafir beitt hér snargreiningu á frumvarpið, sem ætti að gagnast flestum til þess að leggjast gegn því. Sjálfur hef ég ekki tíma til að skoða frumvarpið fyrr en um helgina, en það er augljóst að þegar jafn varfærinn og "pólitískt nettur" maður og Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, treystir sér ekki til að styðja frv. í framlagðri mynd, þá er eitthvað að. Eitt blasir þó við. Verði frv. að lögum má búast við því að Jafnréttisstofa verði svona hundrað manna batterí, sem hefur það eitt hlutverk að anda ofaní hálsmálið á þjóðfélaginu og heimta "réttar leikreglur". Þetta minnir óþægilega á pólitíska "kommissara" sovétkommúnismans, sem réðu öllu, þótt þeir kæmu hvergi nálægt rekstrinum. Allt þurfti að fara fram eftir pólitískt réttri línu.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 01:29
Það eru svo margar vitleysur í þessu frumvarpi að það er ólíklegt að það nái fram að ganga svona öfgafullt og það er. Maður skyldi þó aldrei útiloka neitt sbr. lendingu stjórnarflokkanna í auðlindamálinu.
Haukur Nikulásson, 11.3.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.