12.3.2007
Gott mál, en fyrir hvern?
Lögreglan fer í herferð og nær slatta af dópi hér og þar, gott að heyra af því. En samt, æi, þetta er svona álíka mikil EKKI frétt og þegar sagt er frá því að Blönduóslöggan hafi tekið X tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á helginni (tuttugu sinnum á ári eða svo)! Reyndar er það nú svo að maður er farinn að kenna til með fólki sem lendir í Blönduóslöggunni.
Það má vel vera að áhlaup eins og það sem lögreglan gerði í Reykjanesbæ auki eitthvað á öryggiskennd borgaranna og er það vel, jafnlíklegt er að þetta hræði einhverja dópsmásala um stundarsakir og er það jafnvel enn betra, hugsanlega hræðir þetta nokkra krakka í bænum frá því að taka þátt í ruglinu í nokkrar vikur og er það frábært.
En þegar upp er staðið, til lengri tíma þá hefur þetta þá nokkuð að segja? Hækkar þetta ekki bara verðið á götunni, eru það ekki bara dópsalarnir sem hagnast á þessu? Þetta flokkast ekki sem alvöru aðgerðir, eða hvað? Blönduóslöggan nær álíka mörgum ökumönnum í hvert skipti sem þeir taka rassíu - trúi ég.
En hvað eru þá "alvöru" aðgerðir? Hvernig náum við þeim stóru? Eru þeir stóru til? Hafa einhverjar nýjar hugmyndir um hvernig á að berjast við þessa vá sem dópið er skotið upp kollinum, tja eigum við að segja s.l. 5 ár? En s.l. 10 ár? Þarf ekki að hugsa þessi mál upp á nýtt í heild sinni?
"Þetta kvöld á eftir að endurtaka sig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Er þetta ekki bara allt spurning um eftirspurn eins og með aðra markaði. Aðgerðir lögreglunnar hafa ekkert að segja. Hvað ef þetta væri gert löglegt? Hættum forræðishyggjunni, gefum fólki frelsi til að velja sjálft hvernig það hagar lífi sínu á meðan það skaðar ekki aðra. -- Ætti þá bara ekki að banna fólki að hafa áhyggjur eða vera undir miklu álagi -- það fer mjög illa með heilsuna? :-)
Vilborg Eggertsdóttir, 12.3.2007 kl. 19:38
Sammála ofanrituðum. Það þarf að hugsa þetta alveg upp á nýtt, því núverandi aðferðafræði er augljóslega ekki að skila neinum árangri. E.t.v. væri best að finna leið til að eyðileggja markaðinn fyrir glæpalýðnum, t.d. með því að opna kliník þar sem þeir sem í dag eru háðir þessum efnum og fjármagna neysluna gjarnan með glæpum af ýmsum toga, yrði rétt aðstoð, m.a. við að svala fíkn sinni í fyrstu skrefunum.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.