2.2.2008
Reiði
Ég horfði oftast á Silfur Egils, nánast af vana. En stundum er það svo að vegna atburða í okkar frábæra samfélagi verður til knýjandi ástæða til þess að stilla á kallinn. Reyndar er það nú svo að mér finnst þátturinn oftast rýr - svona rétt eins og þættir af þessari gerðu eru tíðum. Fyrirséðir; þekkt upphaf, þekkt afstaða, þekktur endir. Samt horfi ég - oftast.
Egill, nú er ég að tala um þennan í Silfri Egils, stendur sig sæmilega í sínu brasi. Einn galli hans er að það vill vera á honum nokkur slagsíða. Þá er hann óttaleg vinstri drusla - ef ég má taka svo til orða. Það er ekki gott að vera vinstri drusla. Finnst mér.
Þegar hann er að druslast þetta þá dettur hann í þá gildru að geta ekki falið skoðanir sínar - sem góðir fréttamenn og/eða þáttastjórnendur eiga auðvita að gera; svona oftast.
Í þætti hans nýlega, var að mig minnir á dagskrá á afmælisdaginn minn (13. janúar), var eins og Egill væri kyrfilega fastur í slíkri gildru. Hann hafði kallað til sín ungan (jáháum, jú, jú ég er farinn að slá fast í 50 árin og get því sagt ungu við vel yfir helming mannkyns) mann til þess að ræða einhver mál tengd íslam - það var í sambandi við útgáfu öfgafullrar íslamskrar áróðurs skruddu hérna heima.
Skruddan sú var augljóslega ekki að skapi þáttastjórnandans. Frá fyrstu sekúndu mátti ljóst vera að Agli var mikið niðri fyrir, gott ef hann var ekki reiður. Sem hann er nú oftast ekki - sjáanlega. Ég var ekkert sérstaklega vel með á nótunum; átti ekki von átökum. Var því ekki í sérstakri stellingum fyrir þennan þátt í þættinum hans.
En Egill var í stellingu, hann stökk á unga íslamistann, það var á hreinu að þessi maður kæmist ekki upp með eitthvert kjaftæði. Þarna heyrði ég Egil vitna til sharia-laga aftur og aftur - styður þú sharia-lög? spurði hann. (sjá texta um sharia á wiki)
Ungi maðurinn var líka reiður - þeir eru það nú oftast; þessir ungu öfgamenn.
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt minnst á sharia í langan tíma. Man svo sem ekki hvenær það kann að hafa verið. Sennileg einhvertímann eftir að danskurinn fór að birta skopteikningar af Mú-Skinku-Haus. Sem átti eftir að reynast þeim, þá meina ég Dönunum, nokkuð dýrkeypt; sjálfum aðalskinkugerðarmönnunum.
Aftur að þættinum. Ungi íslamistinn var svo sannarlega harður nagli. Þeir gefa lítið eftir; þessir ungu öfgamenn. En samt mátti augljóslega greina æsing hans. Oftast hefði fylgt slíkum hugarástandi eitthvert stjórnleysi - en þessi maður var bara reiður, ekki stjórnlaus. Bara reiður og kex ruglaður.
Ég skildi Egil vel þarna, mig langaði líka að rífa í unga öfgamanninn og hrista hann rækilega - reyna að ná honum úr viðjum þess undarlega hugarheims sem hann var svo augljóslega sokkinn í. Egill var reiður. Ég var reiður.
Af hverju er ég að rifja þetta upp?
Í gær var í afganska þinginu staðfestur dómur yfir Sayed Pervez Kambaksh, námsmanni sem hafði ekkert til saka unnið. Dómurinn var dauðadómur. Glæpurinn var niðurhal greinar um kvenréttindi, lestur hennar og meint dreifing greinarinnar til samstúdenta og kennara í háskólanum hans. Reyndar hefur afganska þingið nú, eftir öflug viðbrögð frá vesturlöndum, sagt staðfestingu dómsins vera "tæknileg mistök". Meira um málið á eyjan.is.
Það er ótrúlegt að á meðal okkar skuli vera fólk sem hefur samúð með þvílíkum málstað (sharia).
Stundum mega þáttastjórnendur, fréttamenn, stjórnmálamenn, ég og þú vera reið. Stundum megum við sýna þessa reiði umbúðalaust á opinberum vettvangi. Á liðnum sólahring hefur fjöldi fólks sýnt reiði sína með því að skrifa undir bænaskjal The Independent (hér) þar sem bresk stjórnvöld eru hvött til þess að gera allt sem í þeirra valdi er til þess að koma í vef fyrir aftöku Sayed's.
Réttlát reiði okkar og rétt viðbrögð í framhaldi virðist vera að skila árangri.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Góður pistill.
Calvín, 2.2.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.