Leita í fréttum mbl.is

Leifsstöð og aðrar vondar flugstöðvar

Spennandi röð á flugvelliÍ mínum huga eru fá dæmi jafn glögg, jafn lifandi og áþreifanleg um vanmátt mannskepnunnar til þess að leysa sín stóru daglegu viðfangefni og einmitt flugstöðvar. Leifsstöð er svo skínandi dæmi um þennan aumingjaskap.

Flugstöðvar eru sprungnar, hugmynda- og aðferðafræði þeirra er sprungin. Það breytir engu þó við byggjum 20.000 fermetra í viðbót við Leifsstöð, ef við gerum það á sama hugmyndagrunni og hingað til, þá verður hún jafn sprungin eftir sem áður. Það yrði áfram jafnAiroirt_multilingual_airport_signs dapurleg upplifun að kaupa af henni þjónustu.

Flugstöðvar eru vondur grautur. Ofan á hugmyndalegt gjaldþrot verkfræðinnar bætist enn verri mannlegir eiginleikar; græðgi og valdníðsla. Græðgin sem í frjálsu umhverfi getur verið góð, breytist í andhverfu sína þegar leikreglurnar eru skakkar, þegar rangt er gefið. Valdníðsla er vond í eðli sínu, en verður enn ömurlegri þegar hún er byggð á lögum og reglum. Útúr þessu kemur auðvita ekkert vitlegt, ekkert gott. 

Þjónusta er lykilatriðið. Flugstöðvar þarf að byggja upp með þjónustu í huga. Ekki þjónustu við flugfélög eða flugrekstraraðila, ekki við þá sem reka verslun eða veitingarsölu, ekki við fulltrúa valdsstjórnarinnar: landamæraverði, toll og lögreglu. Þjónusta við farþegana er það eina sem skiptir máli, séu hún vel leyst kemur allt annað í eðlilegu framhaldi.

Airport Security Rules signEflaust átta sumir sig ekki á því hvað ég er að fara - verkfræði, græðgi, valdníðsla; hvað á maðurinn við?

Ég á kannski eftir að svara því einhvern tíman, einhverstaðar.  En læt duga að sinni að spyrja einfaldrar spurningar: hafa viðskipti þín við flugstöðvar að jafnði verið ánægjuleg?


mbl.is Leifsstöð sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nei. Ég vinn reyndar á einum skást hannaða flugvelli sem ég veit um, Schiphol, en þar vantar líka mikið upp á. Leifsstöð var allt í lagi áður en var byggt við hana. Nú er þetta orðið ruglingslegt pússluspil sem enginn skilur og engum finnst fallegt. Þar fyrir utan er hún alls ekki sprungin, hún stendur auð megnið af deginum.

Villi Asgeirsson, 5.2.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband