Leita í fréttum mbl.is

HD-DVD er dautt dæmi! Ætli Blu-Ray muni ná flugi?

blu-ray_hd_dvd_footErlenda tæknipressan hefur afskrifað HD-DVD, það má segja að Toshiba hafi ákveðið að aflífa þessa andvana fæddu tækniafurð. Ákvörðun Toshiba kemur i kjölfar þess að Warner ákvað að styðja aðeins Blu-Ray og að verslunarrisinn Wall-Mart tilkynnti fyrir nokkrum dögum að þar á bæ yrðu ekki seldar HD-DVD myndir eða spilarar. 

Það má segja að Blu-Rey kampurinn sitji nú einir að borðinu, en eins og ég benti á í pistli mínum fyrir rúmu ári síðan (sjá hér) skiptir það okkur neytendur ekki nokkru máli hver vinnur þetta „stríð” - hagur okkar lítur að því að fá sigurvegara og það sem fyrst. 

Nú þegar óvissunni hefur verið eytt, verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að markaðurinn taki Blu-Rey nægilega hratt upp til þess að koma í veg fyrir að niðurhal, sem nú vex hröðum skrefum, taki markaðinn. Ef neytendur geta náð sér í háskerpuefni (HD) með niðurhali því ættu þeir þá að fjárfesta í Blu-Rey spilurum og efni. Nú ef Blu-Rey spilurum fjölgar ekki nógu hratt þá er ekki líklegt að útgefendur hafi áhuga á því að gefa allt sitt efni út á því formi. 


mbl.is Hvítt flagg hjá HD-DVD?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

AppleTV virðist vera að hitta í mark tæknilega séð. Veit ekki með sölutölur þó. Þu ferð inn í vlmynd iTunes, sækir HD mynd fyrir 3-4 dollara og horfir á. Enginn diskur, engar verslunarferðir. Ég er ekki svo viss um að framtíðin sé kringlótt og silfurlituð.

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband