24.9.2008
Google síminn að detta inn
Í New York í gær fór fram stórviðburður í farsímaheiminum, þar var kynntur nýr farsími með nýju stýrikerfi. Þessi tíðindi hafa farið full hljót hér heima finnst mér.
Bæði var verið að kynna nýjan vélbúnað, sem í sjálfu sér er ekkert sérstaklega merkilegt og svo hugbúnað sem er öllu merkilegri. Líklega á þessi hugbúnaður eftir að hafa sitt hvað að segja í lífi tug ef ekki hundruðmilljóna manna á næstu árum. Það hlýtur að eiga flokkast meðal meiri tíðinda.
Android heitir stýrikerfið (hugbúnaðurinn) sem ég er að vísa til og kemur úr smiðju Google og síminn heitir G1 frá T-Mobile (framleiddur af HTC). G1 kemur í sölu í BNA 22. október og væntanlega í enda nóvember í Evrópu.
Það vekur furðu mína að (enn og aftur) að síminn skuli kynntur í BNA og eigi að koma þar á markað fyrst en ekki í Evrópu. GSM/3G markaðurinn í bandaríkjum er aðeins um 20% af markaðinum í Evrópu. En svona er þetta í þessum tækniheimi, Ameríka kemur alltaf (oftast) fyrst. Tækið mun kosta 180USD þegar það kemur á markaðinn m.v. 2 ára samning við T-Mobile. Tækið verður lokað (SIM-Locked) á T-Mobile netið (ætli menn hafi svo ekki einhver ráð með það fljótlega!).
Það sem gerir Android merkilegt er auðvita sú staðreynda að um Google afurð er að ræða og svo að hugbúnaðurinn er opinn (Open Source). Þetta tvennt þýðir að til er hefur orðið umhverfi (platform) sem er verulega áhugavert fyrir hönnuði hugbúnaðar fyrir farsíma (hum, meðtæki).
ES. svo er hægt að fá Pac-Man á Android, sem er ekki slæmt.
Farsími sem virkar eins og bíllykill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Sammála þér Viggó að það er merkilegt hvað þetta fer hljótt hérna heima, sérstaklega ef litið er á þá staðreynd að Apple tröllríður fréttamiðlum hérna ef svo mikið sem ein ný application birtist í iPhone :)
En Android er vissulega spennandi stýrikerfi, ekki spurning um það og á margan hátt merkilegt að þessir stóru í farsímabransanum undanfarin ár, Nokia, SonyEricsson, Samsung og Motorola skuli ekki vera þeir sem taka stóru stökkin í þróun farsíma heldur í báðum tilfellum nýir aðilar með sinn fyrsta síma.
Steini Thorst, 24.9.2008 kl. 21:20
Sæll Steini. Ég hef í langan tíma haldið því fram að HTC (eða einhver annar af þeim 4-5 OEM aðilum sem framleiða tæki fyrir Windows Mobile) yrðu fyrstir til. Þeir eru einfaldlega léttari á sér og þurfa meira á einhverju nýju að halda - eru viljugir til þess að taka áhættu. Eins og þú veist þá hefur HTC náð verulegum árangri á undanförnum árum og hafa í dag burði til þess að taka þátt í svona nokkru.
Varðandi "lönnsið" á G1 þá var það hálf-sorglegt, kraftlaust, taktlaust - þarna vantaði þeim einfaldlega SteveJobs-alike gaur til þess að færa þetta í réttan búning.
Annars eru Samsung, Motorola og LG félagar í Open Handset Alliance (i raun er Android þróað af þessum félagskap en ekki Google einum)
Viggó H. Viggósson, 24.9.2008 kl. 21:55
Jú, það er rétt hjá þér,...þetta er samvinnuverkefni nokkurra.
En svo má auðvitað benda á að Nokia er að detta inná Touchscreen markaðinn nú í október með þennan
Verður kynntur 2. október.
Steini Thorst, 24.9.2008 kl. 22:15
og hann væntanlega hlaðinn fínasta gúmmelaði...
Viggó H. Viggósson, 24.9.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.