Leita í fréttum mbl.is

These are the times that try men's souls

frelsisstytta_-_statue_of_liberty.jpgÞað verða allir að koma að lausn. Lífeyrissjóðir eiga að selja erlendar eignir í stórum stíl og einstaklingar sem eiga milljón hér og aðra þar ættu nú að kaupa krónur - allir sem einn. Við munum ekki ná okkur út úr þessari stöðu nema með fórnum, því fyrr sem við bregðumst við því minni verða fórnirnar.

Í Washington er fulltrúadeildin að takast á um björgunarpakkann og mun greiða atkvæði um hann eftir umræðuna. Ég vona að þær breytingar sem hafa verið gerðar á honum frá síðustu atkvæðagreiðslu dugi til þess að lögin verði samþykkt. Þar eru menn að færa mikla fórn - mikilvæga fórn, sem ekki aðeins mun hjálpa þeim heimafyrir heldur um heim allan.

Ég les stöðuna þannig; að mórallinn sé sá að engin hafi sérstakan áhuga á því að bjarga strákunum í Veggstræti, þeir bökuðu sína skítaklessu sjálfir - engin mun gráta þó þeir þurfi að selja Rolex'inn eða Bímerinn. Engin vill henda til þeirra gullinni fallhlíf, þeir mega fara niður í frjálsu falli!

Farið hefur fé betra.

En frá tíma til tíma kemur upp sú staða að menn þurfa að þrífa upp skítinn eftir aðra, einmitt nú er sá tími - það verður að vernda almenning; fólkið í Aðalstræti. Þess vegna á að á að moka þennan skýt - vegna mömmu og ömmu sem annars kunnu að tapa öllum sínum sparnaði og vegna allra þeirra sem annars munu tapa vinnunni.

Þingmenn eru ekkert endilega vissir um að þessi pakki muni duga til, eru ekkert vissir um að rétt sé að draga hrokafullt Veggstrætis gengið að landi. Aðgerðin mun ekki koma í veg fyrir kreppu, en menn munu binda vonir til þess að með því að samþiggja lögin muni þeir skapa svigrúm - svigrúm sem nota má til frekari aðgerða.

Warren Buffett heldur því fram að ef þessi aðgerð verði rétt framkvæmd, sem hann telur lögin vera, að þá muni bandaríska þjóðin græða mikla peninga. Kannski ekkert ósvipað Glitnis-pakkanum hér heima.

Eitt er víst a ekki dugir að gera ekki neitt, það verður að smyrja tannhjól efnahagslífsins, þau hjól verða að snúast. Áætlun er ekki fullkominn, langt því frá en ég býst við að þeir sem voru á móti áður munu nú sjá hana sem illa nauðsyn.

Stöðva verður blæðinguna.


These Are the Times That Try Men's Souls


mbl.is Lífeyrissjóðir komi að lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Flottur pistill og er ég sammála þér.

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband