Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk dagsskrá fræðimanns

explorer_a_hlid_690518.jpgÍslenska ríkið, þjóðarskútan er ekki að sökkva eða hvað? Er prófessorinn virkilega að halda því fram? Erfiðið tímar - já. Eigna missir - já. En við, þjóðin erum ekki á leiðinni niður?  

Fjandakornið; getum við ekki talið það eðlilega áhættu hjá lífeyrissjóðunum að taka þátt í samstilltu átaki þjóðarinnar til þess að rétta við þjóðarskútuna? Aðgerð sem miðar að því að koma í veg fyrir eignaupptöku sjóðsfélagana - íslensku þjóðarinnar!

Og haft fína ávöxtun í leiðinni.

Liggur ekki fyrir að þessu fé verður komið fyrir til ávöxtunar hér á landi, líklegast í ríkistryggðum skuldabréfum.

Best væri að menn í stöðu Þorvaldar Gylfasonar létu af pólitískri dagskrá sinni um stund.

Eða kannski um aldur og æfi. 


mbl.is Líst illa á að lífeyrissjóðir flytji fé heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar þarna fjálglega um áhættu. Hef ég alveg misskilið þær fréttir að á íslandi sé fjöldi fólks í fjárhagslegum vanda vegna áhættu sem það tók með fjármuni sína fyrir atbeina fjármálafólks?

Er ekki reyndin sú að með aðkomu sjóðanna er verið að taka áhættu með framfærslu fólks inní framtíðinna sem svo aftur getur haft ansi stórar afleiðingar ef ekki tekst sem spáð er um?

Ég fyrir mitt leyti vil EKKI sjá lífeyri minn skertann á gamals aldri vegna skyndilausna dagsins í dag.

Magnús (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Fjálglega? Magnús, eru kaup á ríkistryggðum skuldabréfum skuldlaus ríkissjóðs einnar ríkustu þjóðar í heim áhættusamari en núverandi staða sjóðanna?

Eru aurarnir okkar betur settir í einhverjum sjóðum í útlöndum, kannski hjá Hypo?

Með því að fá aurinn heim, erum við þá hugsanlega að snarminnka áhættu sjóðanna? Um leið og þeir fá tækifæri til þess að bæta aðeins slaka ávöxtun sína s.l. ár.

Viggó H. Viggósson, 5.10.2008 kl. 17:47

3 identicon

Mér hryllir við því ef fjármálafáralingarnir í bönkunum eiga að komast með sína feitu gráðugu fingur í lífeyrissjóðina okkar.Nógu tjóni hefur íslenskur almenningur orðið fyrir af völdum þessara manna og enginn ástæða að verja þá tapi með því að leggja lífeyrissparnað landsmanna undir í spilaborginna sem nú er að hrynja fyrir augum okkar.

Jon Mag (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Vonandi tekur því engin sem svo að ég hafi áhuga á því að bjarga einhverjum "fjármálafáranlingum". Ég er nú meir að hugsa um rassinn á sjálfum mér og mínum og þá væntanlega á þér og þínum. 

Viggó H. Viggósson, 5.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband