6.10.2008
Óvissuferð á ögurstund
Óvissuferð er hreint ekki það sem þessi þjóð þarf á að halda.
Það má vel vera að í gær hafi það verið metið svo í Ráðherrabústaðnum að slútta yrði helginni með einhverjum hætti.
Geir var sendur út á hlað - tómlátur og fjarhuga.
Hann sagði: "Þessi helgi hefur skilað því að við teljum núna ekki lengur nauðsynlegt að vera með sérstakan pakka með aðgerðum, "
Taktíkin var væntanlega að koma út skilaboð um að ástandið væri nú ekki svo slæmt, að hlutirnir væru að færast í rétt horf, málinn að róast og því ekki nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða. Það átti sum sé að róa lýðinn. Samandregið þá voru skilaboðin eitthvað á þessa leið:
- það er ekkert panik á íslenskum stjórnvöldum.
- boðið er upp á fullt af kostum í stöðunni; menn verða gefa sér tíma til að velja vel.
- aðgerðir bankana eru sjálfknúnar sjálfsbjargar aðgerðir þeirra, það er ekki verið að þvinga menn til eins eða neins - enda ekki ástæða til.
- lífeyrissjóðirnir hafa fullan hug á því að taka inn slatta af aurum frá útlöndum, það eru líka sjálfknúnar aðgerðir - enda krónan ódýr og í boði trygg bréf á fínum vöxtum.
- fulltrúar launafólks eru algerlega með á nótunum og munu róa sitt bakland - halda aftur af sér og sínum.
- þeir sem að málinu hafa komið eru allir samtaka og munu leggja sitt af mörkunum.
- hafið GÓÐA NÓTT
En svona var þetta ekki - auðvita ekki, það vissu allir. Nú segir Geir að staðan sé mjög alvarleg.
Það er verið að róa lífróðri; en við verðum að trúa því að menn sjái til lands, að aðeins sé eftir að fara í gegnum brimgarðinn og velja vör til lendingar. Við treystum Geir og hans fólki til þess að taka land - fumlaust.
Hann sagði við þá: Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir? Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.
Óvissa um aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.