12.10.2008
Endurreisn
Ég veit ekki sérlega mikið um hagfræði, finnst reyndar stundum, oftast jafnvel, að hagfræði sé nær því að vera listgrein en vísindi. Álíka mikið, eða lítið, veit ég um lögfræði. Sem betur fer veit ég svo nánast ekkert um fjármálaverkfræði. En það kemur ekki í veg fyrir það að ég er með lausnina á því hvernig við rífum okkur upp og út úr þessu rugli.
Hvað þarf að gera til þess að rétta íslensku þjóðarskútuna við? Ég sé fyrir mér tvö skerf:
Fyrra skrefið: endurreisa traust; traust manna á milli, traust þjóðar á sjálfri sér, traust þjóða í milli, traust á mörkuðum.
Seinna skrefið: tryggja að fyrra skrefið heppnist.
Að endurreisa traust þjóðarinnar á sjálfri sér á að vera yfirmarkmið alls þess sem gert verður í framhaldinu. Því fyrr sem þetta markmið næst því betur mun okkur vegna. Nauðsynlegt er að halda þjóðarskútunni á floti og á þekktum kúrs. Síðar eftir því sem jákvæðir straumar og hlýir vindar leyfa þarf að koma skútunni á gott skrið. Sjálfstraustið er forsenda þess að við getum nýtt þann byr sem gefst.
Hvernig endurreisum við sjálfstraustið? Mér dettur í hug eftirfarandi:
Til skamms tíma:
- Allir: verða að átta sig á því að það sem við gerum næstu daga verða undirstöður þess sem við ætlum að byggja á í framtíðinni - í dag er verið að hanna grunninn að framtíð okkar.
- Við: vera róleg, standa fast í lappirnar, takast á við daglegt líf með bros á vör, spara en samt lifa lífinu, sína tillitsemi og styðja hvert við annað.
- Seðlabankinn: Lækka stýrivexti, tryggja lausafé og gjaldeyri fyrir eðlilega starfsemi efnahagslífsins. Athuga þarf með að festa gengi krónunnar. Drífa í að taka Rússalánið, IMF lánið og gera gjaldeyrisskiptasamningar við aðrar þjóðir.
- Ríki: Vernda þær eignir sem lágu í bönkunum, ekki selja þær á útsölu. Sýna festu gagnvart lánadrottnum bankanna, bankarnir fóru á hausinn og það getur ekki verið á ábyrgð íslensku þjóðarinnar. Hefja undirbúning málsóknar á hendur breska ríkinu. Eyða óvissu á sem flestum sviðum.
- Skilanefndir: vernda eignir, hámarka verðmæti
- Bankarnir: það verður að aðstoða smá og meðalstór fyrirtæki, nauðsynlegt er að stöðva ekki fyrirgreiðslu til þeirra
- Sveitafélög: Stöðva hækkanir allra gjalda.
- Samtök atvinnulífsins: vinni að því í sameiningu að miðla ráðum og dáðum til þeira er höndla með störf fólks. Reyni eftir megni að koma í veg fyrir uppsagnir, finna aðrar leiðir fyrst.
- Fyrirtæki: Halda aftur af verðhækkunum og lækka verð eftir föngum, halda fólki í vinnu (t.d. bjóða starfsmönnum að minnka við sig vinnu tímabundið áður en gripið er til uppsagna).
- Lánadrottnar: Haldi aftur af sér í innheimtu.
Þetta allt er hægt að gera án inngrips með lagasetningu.
Mikilvægt er að eingin komist upp með að gera út á vandræði fólks eða lögaðila. Það liggur fyrri að vertíð verðu hjá mörgum, en henni eiga ekki að fylgja uppgrip.
Til millilangs tíma:
Setja neyðarlög um verndun íslenskra heimila, þessi lög skulu snúast um sanngirni og tækju til fjölda laga m.a. á eftirfarandi:
- Núgildandi vísitölur verði frystar.
- Endurskoða vaxtabótakerfið.
- Reglugerð um innheimtukostnað (Innheimtulög), mjög hert bráðabirgðaákvæði - lögmenn verða hreinlega að keyra á strípuðum grunntöxtum í inniheimtumálum.
- Lög um gjaldþrotaskipti o.fl. - heimili geti sótt um greiðslustöðvun og fari þá í skilyrt greiðsluaðlögunarferli - þar sem fólki verður hjálpað eftir föngum með þeim ráðum sem til verða
- Lög um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta - fyrstu viðbrögð eiga að vera að tryggja hluta af, eða eftir eftiratvikum allan sparnað fólks hvort sem um er að ræða innistæður á bankareikningum, í peningamarkaðsjóðum, hlutabréfasjóðum, hlutabréfum eða hvað þessi pappírar allir heita. Sjálfsagt er að hafa þak á þessari upphæð á þessu stigi. Staðreyndin er auðvita sú að venjulegt fólk sem á peninga í einhverju slíku er annað hvort að spara eða að geyma peninga milli gerninga.
- Stimpilgjöld og þinglýsingargjöld verði fest á krónutölu pr. skjal/gjörning.
- Kjarasamningar frystir til janúar 2010
- Koma því atgervi sem nú fer á "götuna" - setja upp nýsköpunarmiðstöð (t.d. á Kirkjusandi) og koma fólki í vinnu (niðurgreitt af atvinnuleysistryggingarsjóði) - í þetta verði notaðir sjóðir sem til eru og eru ætlaðir til nýsköpunar og sprotastarfs, auk innspýtingar frá ríkinu.
- Selja eignir bankanna (fyrirtæki sem ríkið hefur eignast)
Til lengri tíma:
- Afnema "neyðarlög" og innleiða ný lög er snerta þá málaflokka sem þessar hamfarir hafa komið við. Byggja þessi lög á þeim lærdómi sem dregin verður af reynslunni. Ég reikna með að þetta verði samstillt átak vesturlanda.
- Einkavæða bankana að nýju.
- Nýta það atgervi sem býr með þjóðinni og setja alefli í að auka framleiðslu í landinu og efla nýsköpun. Hér þarf viðmiðaskipti og nauðsynlegt er að draga að bæði ríkið og auðmenn þjóðarinnar að borðinu og stór auka framlög til nýsköpunar.
Frjálshyggjan hefur af flestum verið dæmd út af borðinu. Hremmingarnar eru henni að kenna! Þetta er mikil einföldun og óttast ég að andstaðan gegn þeim gildum sem m.a. frjálshyggjan stendur fyrir muni verði til þess að endurreisnarstarfið fari í rangan farveg.
Í þessu starfi er nauðsynlegt að tryggja að jarðvegurinn sem til verður sé frjór. Það má ekki hefta frelsi einstaklingsins til athafna. Færa forræði alls og einskins til nefnda og ráða.
Aldrei.
Breytingarnar mega ekki verða breytinganna vegna. Þær má ekki vinna í ham uppgjörs og viðskilnaðar. Áður en við breytum verðum við að hafa endurreist traust. Traust á krafti einstaklingsins - sjálfstraust.
Mikið er í mun að að nota þetta óvelkomna en einstaka tækifæri til þess að byggja upp nýtt samfélag; nýja samfélagsgerð sem grunnuð er á trausti og sanngirni.
(hugsun í vinnslu)
Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2008 kl. 17:41 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.