12.10.2008
Þotuliðið kvatt og nýjar áherslur í starfi
Ég sé það fyrir mér að Ólafur Ragnar á eftir að fá yfir sig holskeflu af athugasemdum og ávirðingum í framhaldi af falli þotuliðsins - vina sinna. Við blasir að ekki verður jafn gaman á "veislu túrnum" á næstunni.
Ekki í hans tíð.
En fjandakornið; var það ekki hlutverk forsetans að styðja við bakið á þessum "verkefnum"? Gat hann verið annað en stoltur af sinni þjóð, yfir þessari velgegni "okkur"
Að hvetja þjóð sína til samstöðu er hlutverk Forseta Íslands, það hefur aldrei verið jafn aðkallandi, jafn mikilvægt og nú að hann sinni þessu hluta starfs síns, að honum takist vel upp (ég hef áhyggjur, sjá Samferðamenn), að öllum sem taka þátt takist vel. Nauðsynlegt er að slá strax skjaldborg um fjölskyldurnar í landinu þær eru undirstöðurnar.
Ég var ekki beinn þáttakandi í útrásinni eða þeirri þenslu sem hefur verið í gangi undanfarinn ár, en ég viðurkenni fúslega að ég hef verið stoltur af útrásinni. Staðið hef ég á torgum í stórborgum og sagt við samferðamenn mína, við eigum þetta, þetta þarna líka, já og þetta. Með "við" átti ég við okkur Íslendinga.
Ég hef við ótal tækifæri reynt að svara útlendingum þegar þeir hafa spurt hvernig þessi litla þjóð geti verið með svo mikil umsvifum út um allar trissu. Ég skýrði þetta fyrst með því að vísa til einkavæðingar bankanna, að við það hafi losnað úr læðingi gríðlegri kraftar. Mér fannst það flott, góður vitnisburður um þá hugmyndafræði sem ég aðhyllist, þ.e. frelsi einstaklingsins.
Síðar varð mér ljóst að að snilli "okkar manna" var ekkert sérstök, þeir voru sennilega engir snillingar eftir allt. Með því að komast yfir banka voru þeir komnir í góða stöðu, í raun fáránlega stöðu til þess að halda áfram braski sínu.
Stórhættulega stöðu. Sem nú hefur verið klúðrað með afdrífaríkum hætti.
Hérna eru tillögur að því hvernig við getum endurreist "stórasta" land í heimi.
Forsetinn hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.