13.10.2008
Hægan, hægan, kjaftæði er þetta
Hvaða bölmóðs bull er þetta? Hvað eru menn að vaða um þjóðargjaldþrot, eða það sem verra er að segja ástandið verra en þjóðargjaldþrot" - hverslags eiginlega öreigasuð er þetta.
Eignir gömlu bankana og verðmæti þeirra nýju í nánustu framtíð eru (eiga að vera) miklu meiri en svo að menn þurfi að tala á þessum nótum.
Rétt er að þessa dagana erum við sjáanlega aðeins að safna tjónum, nýjustu tölur eru komnar frá Hollandi og Englandi, dæmið lítur vissulega ekki vel út. En í framhaldinu förum við að safna upp í þessar holur og loka þeim að mestu - flestum.
Gott væri að fá frá stjórnvöldum útgönguspá á því hvert tjónið verður. Mér segir svo hugur að þjóðin hefði gott að því að sjá tjónatöluna minnka dag frá degi. Það mætti kannski skortselja þetta, ha?
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Það er bara eitt vandamál minn kæri. Eignir bankanna rýrna um nokkra milljarða á hverjum klukkutíma sem líður. Jón Ásgeir er t.d. að selja breska Baug fyrir 10 prósent af því sem fyrirtækið var metið á fyrir þremur vikum. Búðu þig undir að þetta svartagaldursraus verði að veruleika. Því miður!
kristin (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:38
Skortselja hlutabréf í Íslandi -- það væri viðeigandi leið út úr klípunni.
Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 09:45
Mikið rétt eignir bankana eru að rýrna hratt, sennilega hefur engin yfirsýn á stöðuna eins og hún er á hverjum tíma, en ég vona þó að svo sé - að mönnum sé ljóst hvar áherslunnar eigi að vera.
Verkefni skilanefndanna er að verja þessar eignir með kjafti og klóm, í því felst m.a. að hámarka það sem kemur út úr Baug.
Hinu má ekki gleyma að stór hluti af tjóninu færist væntanlega yfir á þá sem fjármögnuðu útrásina (aðra en þeirra sem njóta ríkisábyrgðar þ.e. meðal innistæðu eigendur) - hérna eru við að tala um hluthafa og banka sem lánuðu þeim. Þannig snýst dæmið um að við sem þjóð þurfum ekki að taka á okkur mikið vegna ríkisábyrgðar.
Hið raunverulega tjón er ekki eigna missir "auðmanna" heldur þau störf sem kunnu að tapast, og eignaupptaka vegna stöðu íslensku krónunnar og óðaverðbólgu.
Við höfum stofnað nýja banka og þar eiga að verða til umtalsverð verðmæti á fáum árum.
Viggó H. Viggósson, 13.10.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.