28.10.2008
Færeyingurinn
Ég legg til að þetta lán frænda okkar í Færeyjum verði notað til þess að stofna nýsköpunarsjóð: Færeyinginn.
Það væri táknrænt ef aðstoð smáþjóðarinnar, vina suður í höfum yrði sú innspýting sem dygði til þess að nýsköpun og hátækni risi sem aldrei fyrr úr brimrótinu í norðri.
Ráðstöfun, Færeyingsins gæti veri eitthvað á þessa leið:
Örlánasjóður: 2-3 milljarðar fari í örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki, veit til fyrirtækja sem þegar eru starfandi og þurfa stuðning til þess að komast í gegnum næstu 6 mánuðina eða svo vegna breyttra aðstæðna á markaði og eða til þess að ráða nýja starfsmenn (ath. útfærslu með Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða). Lán til 48 mán. með fyrstu 6 mán. afborgunarlausa, lágir vextir. Skilyrði að fyrst séu gerð upp vangoldin opinbergjöld og lífeyrissjóðsskuldir. Fyrirtæki fækki ekki starfsfólki fyrstu sex mánuðina.
Hugsanlega gæti þetta hjálpað allt að 750 fyrirtækjum með 5 til 25 starfsmenn til þess að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir, koma á nauðsynlegum stöðugleika og þannig efla þessi fyrirtæki með allt að 10.000 starfsmenn til góðra verka. Athugið að þetta gæti verið grunnurinn að velferð allt að 15.000 fjölskyldna
Fjármögnun þriðju stoðarinnar: Þriðja stoðin er tilboð til stjórnvalda frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja um að gera verðmætasköpun í upplýsingatæknigeiranum að meginstoð í gjaldeyrisöflun þjóðar á fjórum til fimm árum. Tilboðið má finna hér.
Þetta þarf að taka lengra.
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 29.10.2008 kl. 00:59 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Virkilega skemmtileg hugmynd
Ívar Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.