Leita í fréttum mbl.is

Færeyingurinn

foroyar_100.jpgÉg legg til að þetta lán frænda okkar í Færeyjum verði notað til þess að stofna nýsköpunarsjóð: Færeyinginn.

Það væri táknrænt ef aðstoð smáþjóðarinnar, vina suður í höfum yrði sú innspýting sem dygði til þess að nýsköpun og hátækni risi sem aldrei fyrr úr brimrótinu í norðri.

Ráðstöfun, Færeyingsins gæti veri eitthvað á þessa leið:

Örlánasjóður: 2-3 milljarðar fari í örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki, veit til fyrirtækja sem þegar eru starfandi og þurfa stuðning til þess að komast í gegnum næstu 6 mánuðina eða svo vegna breyttra aðstæðna á markaði og eða til þess að ráða nýja starfsmenn (ath. útfærslu með Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða). Lán til 48 mán. með fyrstu 6 mán. afborgunarlausa, lágir vextir. Skilyrði að fyrst séu gerð upp vangoldin opinbergjöld og lífeyrissjóðsskuldir. Fyrirtæki fækki ekki starfsfólki fyrstu sex mánuðina. 

Hugsanlega gæti þetta hjálpað allt að 750 fyrirtækjum með 5 til 25 starfsmenn til þess að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir, koma á  nauðsynlegum stöðugleika og þannig efla þessi fyrirtæki með allt að 10.000 starfsmenn til góðra verka. Athugið að þetta gæti verið grunnurinn að velferð allt að 15.000 fjölskyldna

Fjármögnun þriðju stoðarinnar: Þriðja stoðin er tilboð til stjórnvalda frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja um að gera verðmætasköpun í upplýsingatæknigeiranum að meginstoð í gjaldeyrisöflun þjóðar á fjórum til fimm árum. Tilboðið má finna hér.

Þetta þarf að taka lengra.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Virkilega skemmtileg hugmynd

Ívar Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband