Leita í fréttum mbl.is

Já það er mál að linni

_ogn_gengur_ekki.jpgKefli fyrir munNú þarf þessu að linna; Ólafur Ólafsson og félagar verða að átta sig á því að þjóðin telur þann hóp manna sem hann tilheyrir og gjörðir þeirra vera undirliggjandi vanda. Þeirra vegna höfum við tapað eigum okkar og því sem meira er traustinu; trausti erlendra þjóða til okkar, trausti okkar á kerfinu, trausti til hvors annars og því er nú andskotanum verr og miður höfum við tapað sjálfu sjálfstraustinu.

Hvers vegna "við" fáum ekki að sjá skýrslu PWC er síðan, að því er virðist, hluti af öðru vandamáli; leynd og leynimakk er partur af íslenskri stjórnsýslu. Því verður líka að linna.

Ólafur neitar því að hann hafi haft hag af þessum gjörningi með Al Thani. Eigum við að trúa því? Látum sem svo að engin verðmæti hafi flakkað á milli hans og hinna, þá blasir við að leikurinn var til þess gerður að hreyfa við verðmætum; hafa jákvæð áhrif á gengi Kaupþings. Þar átti Ólafur manna mestu hagsmunni. Menn voru einfaldlega á fullu að falsa virði Kaupþings; samþykkt stjórnar Kaupþings um niðurfellingu á sjálfskuldaábyrgðum starfsmanna vegna kaupa á hlutafé í bankanum er af sama meiði og mál leiða líkur að því að ýmislegt fleira eigi eftir að koma upp úr dúrnum. Er ekki rétt að við áliktum að Ólafur og hans félagar vinni líkt og Al Thani fjölskyldan; velji verkefni af kostgæfni og beri fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti.

Hvers vegna "útrásarvíkingarnir", nú þeir Sigurður í Kaupþing (sem var) og Ólafur í Samskip (sem er) hafa ekki vit á því að þegja skil ég ekki; ekki trúa þeir því að mark sé á þeim tekið. Halda þeir að þeir geti haft áhrif á um ræðuna? Ég held að það sé vanmat á aðstæðum, stór misskilningur, ef þau áhrif eru einhver þá eru þau á verri veginn fyrir þá. 

Vel má vera að þegar öll kurl verða komin til grafar að hægt verði að hlusta á þessa menn, þangað til ættu þeir að eyða kröftunum í að ná vopnum sínu. En við hin, við megum ekki láta dreifa athygli okkar; við megum ekki þagna.

Áfram veginn... veg sannleikans og opnara þjóðfélags.
mbl.is Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ef þessi æfing var gerð í því skyni að hækka gengi Kaupþings, þá get ég ekki annað en reiknað með að einhverjir hafi haft persónulega ávinning af slíkri hækkum. Er löglegt að stunda æfingar af þessum toga?

Hörður Þórðarson, 19.1.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband