12.3.2009
Þrugl til þrautavara...
Ja hérna hér, menn gefast ekki upp á því að tyggja þessa tuggu...
Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að það hefði verið hægt að forðast bankahrunið ef Ísland hefði verið aðili að Myntbandalagi Evrópu. Hann sagði jafnframt að slík aðild hefði eytt lausfjárvandræðum bankanna því seðlabanki Evrópu hefði verið lánveitandi til þrautavara.
Auðvita má færa rök fyrir hinu og þessu, en ekki hvað! En að halda því fram að ECB sé lánveitandi til þrautavara er einfaldlega rangt. Því stendur tæplega steinn yfir steini í málflutningi vinar okkar Pedrós, tja í það minnsta hvað þetta snertir.
Ég hef áður reynt að leiðrétta þennan "misskilning" t.d. hér Þrautavaragaurinn...
Áfram veginn... án þrugls, án þrauta!
Evra eða lokaður markaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 16:01
Ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara, þó ég hafi líka lesið Þrautavaragaurinn sem þú vísar til.
Eitt af hlutverkum ECB er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfum aðildarlanda. Það gerist meðal annars með því að veita seðlabönkum aðildarlanda skammtímalán sem ætluð eru til dæmis til að tryggja að ekki verði kerfishrun eins og hér var.
Nánari skýringar á hlutverki ECB má finna hér:
http://www.ecb.int/ecb/educational/movies/roletasks/html/index.en.html
og hér:
http://europa.eu/institutions/financial/ecb/index_en.htm
Ólafur H. Guðgeirsson, 15.3.2009 kl. 13:49
Hvað er ég að fara? Nákvæmlega það sem ég segi: ECB er ekki lánveitandi til þrautavara!
Það er hins vegar umræða um að það verði eitt af hlutverkum ECB í framtíðinni. En það er ekki einfalt mál fyrir EU að koma á kerfi/reglum yfir þetta, frekar en að það sé auðvelt fyrir EU þjóðir að koma sér saman um stærri mál yfir höfuð.
ECB er seðlabanki allra Evrópulanda. Það eru 27 ríki í EU, þar af eru 15 í Euro Area, m.ö.o. af 27 "hlutfhöfum" ECB eru aðeins 15 sem eiga beina hagsmuni að evrunni. Í sáttmála ECB er ekki tekið fram að bankinn sé lánveitandi til þrautavara (LOLR).
Þrátt fyrir að það hefði verið skilgreint hlutverk ECB að vera LOLR þá blasir við að ECB hefði engan veginn getað tekist á við þann gríðarlega vanda sem nú steðjar að einstaka EU löndum og þar með sabandinu í heild sinni.
Viggó H. Viggósson, 16.3.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.