28.3.2009
Lélegur endasprettur...
Davíð er frábær ræðumaður; þetta þekkja Íslendingar og þá sérílagi þau okkar sem höfum notið þeirrar gæfu að vinna í Sjálfstæðisflokknum.
Ég á ýmsar minningar af Davíð í ham, sú fyrsta er að mig minnir frá SUS þingi vestur á Ísafirði, fyrir kannski 30 árum. Sviðið var efrihæð Landsbankahússins, þar sat Davíð á stól í miðju herbergi og pundaði á Gunnars-menn. Þeir sem reyndu að munnhöggvast við hann, tja þeir gerðu mistök. Ræða hans í dag fékk mig til þess að rifja upp þennan atburð - ég glotti við tönn þegar ég hugsa um hann, einkar skemmtileg minning.
Maðurinn var og er snillingur, þannig er það nú bara.
Í dag var ræða hans hreint meiriháttar, nánast hnökralaus, þar til að kom að þætti Villa og endurreisnarskýrslunnar. Ég get vel verið sammála Davíð; endurreisnarplaggið er um margt veikt. En að ráðast á Villa og um leið allan þann skara fólks sem tók þátt í starfinu með þeim hætti sem hann gerði er ákaflega dapurt. Þetta var lélegur endasprettur hjá Davíð.
En meira af depurð. Dapurt var hvernig RÚV sagði frá landsfundinum í fréttatíma sjónvarps áðan, fókusinn var á þessar tvær eða þrjár setningar úr ræðu Davíðs, vissulega voru þær fréttamatur en margt annað fréttnæmara var að finna í henni. t.a.m. hugmyndir Samspillingarinnar um dreifða eignaraðild bankanna á sínum tíma. Samfylkingin var algjörlega á móti hugmyndum Davíðs og Sjálfstæðisflokksins um dreifða eignaraðild - en þær hugmyndir gegnu út á að engin einn aðili mætti eiga meira en 3 - 8% í banka.
Annars er það að segja af landsfundinum að þar ríkir góð stemmning og hefur málefnastarfið gengið í samræmi við það - það er gengið hreint til verks. Kannski full hreint í tilfelli Davíðs.
Ekki er nokkur spurning að það verður öflugri Sjálfstæðisflokkur sem dembir sér í kosningabaráttuna - gríðarlega öflugur.
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 112643
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Það er margt hægt að grípa í sér til handargagns ef nauðsyn ber. Þú grípur ekki klósettpappírsrúllu ef þú þarft að rota uxa !
Sambærilegt: að Samfylkingin hafi eitthvað haft að segja um einkavæðingu bankanna ? Samfylkingin var í STJÓRNARANDSTÖÐU þegar einkavæðingin fór fram og það var meistar Davíð Oddsson sem réði öllu hvernig einkavæðingin var framkvæmd.
Rétt er að benda þér vinsamlega á að það er þér ekki til sóma að nota orðskrýpi þegar maður ræðir um andstæðing sinn í pólitík
Guðmundur Þór Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:21
Guðmundur: þú ert ekki að ná þessu með Samspillinguna og afstöðuna til dreifðar eignaraðildar. Sjálfstæðisflokkurinn gengur hreint til verks og hefur viðurkennt mistök sín í þessu efni, það hef Samspillingin ekki gert. Þar á bæ vilja menn ekki kannast við eitt né neitt.
Ef orðskrípið er "Samspillingin" þá verður þú að læra að brosa. Í ljósi þess að Samfylkingin var í bullandi vinnu fyrir útrásarvíkinganna steinliggur orðið eða orðskrípið "Samspilling".
Viggó H. Viggósson, 28.3.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.