23.4.2009
Vinstri villa #4 - Að axla ábyrgð!
Samspillingarliðið segist hafa axlað sína ábyrgð á hruninu. Þetta segjast þau hafa gert með því að slíta ríkisstjórn með öflugan meirihluta og fara strax í minnihlutastjórn í skjóli populistaflokks Íslands. Þannig á að axla ábyrgð. Þetta kaus þetta lið að gera þetta á gríðarlega viðkvæmum tíma.
Nú svo þegar talið berst að fjárstuðningi við flokka og frambjóðendur þá á að segja sem minnst, helst ekkert. Tja nema að allir leggi fram sínar bækur saman. Allir saman nú.
Svona axla menn ábyrgð á vinstri vængnum.
Sjálfstæðismenn hafa axlað ábyrgð, viðkennt og skýrt mistök, gengist við fjárframlögum og skipt út fólki.
Áfram veginn til ábyrgðar.
---o0o---
Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Vill endurskoðun á lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.