Leita í fréttum mbl.is

Ekki samir...

Ég kunni vel við ummæli Steingríms Joð um Evrópu-elítuna, hann hefði að vísu mátt segja þetta við ýmis tækifæri í aðdraganda kosninga. En menn eru auðvitað ekki samir; fyrir og eftir kosningar.

Rétt eins og Steingrími þá leiðist mér ógurlega sjálfumgleði Evrópu-elítunnar, ég öfugt við SJ er fylgjandi því að gengið verð til samninga við EU. Evrópu-hirðin hefur komist upp með að kasta stöðugt fram órökstuddum fullyrðingum um kosti þess að ganga í sambandið, án þess að gerð sé til þeirra krafa (af fréttamönnum) um rökstuðning. Þegar þeim er svarað, í ræðu eða riti, eru viðbrögð evróputrúaðra gjarnan þau að segja þá sem eru þeim ekki sammála vera skilningssljóa afturhaldsmenn, nú eða þröngsýna sveitalubba sem bulla og blekkja. Eðaannað í þeim dúr.

Spennandi verður að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðunum, en ljóst er að ekki verða allir samir þegar þær eru yfirstaðnar - hvort sem samningar takast eða ekki.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband