27.4.2009
Utan rammans
Það er utan rammans að senda beint inn umsókn þetta sagði Steingrímur J. í fréttatíma RÚV áðan. Atli Gísla vill þjóðstjórn. Ömmi telur EU aðild vera arfavitlausa og aldrei vitlausari en einmitt nú. Vandséð er hvernig fólkið ætlar að ná sáttum í þessu máli, miðað við þessar yfirlýsingar (og fleiri reyndar). Nema þá ef þau ákveða að vera sammála um að vera ósammála og láta sér detta í hug að bera málið þannig fyrir þingið. Þá held ég að Ögmundur myndi nú fyrst sjá vitlausan arfa.
Spennan á stjórnarheimilinu er sumsé að stigmagnast. Stofnaðir eru hópar til að hræra í málamiðlunargumsinu, nú er bara að sjá hverjir vilja gleypa þann graut. Samfó tekur væntanlega hvað sem er og jafnvel þeir sem yngri eru í VG.
Þá að kvöldfréttaþætti leikritsins. Undirspilið er yfirstemmdur sáttartónn. Aðalleikararnir og aldursforsetarnir, Blondí og Skallagrímur standa keik með leikmyndina í bakgrunni, Blondí er að tala og sækir orðfæri sitt í VG kverið; talar m.a. um Norrænavelferðarstjórn. Hún er reyndar svo mikil blondína að henni fannst nauðsynlegt að benda á þetta samhengi á milli Norrænarvelferðarstjórnar og leiksviðsins sem er Norrænahúsið, þetta þótti henni alveg hreint gasalega smellið - sem best mátti sjá á hennar breiða brosi, en það er ekki oft sem slíkt sést.
Þau segja okkur að þetta gangi nú barasta býsna vel hjá þeim og m.a. hafi verið ákveðið að láta varaformennina, ungafólkið, leiða Evrópumálið til lykta.
Ég spái því að þessi vinna muni ganga prýðilega hjá Degi og Katrínu, að þeim takist að búa til hræring sem einhverjir geti svælt í sig. En ég spái því líka að þessi vellingur gangi illa ofan í þá sem telja sig hafa gott pólitískt nef og þroskaða pólitíska bragðlauka.
Að sumum muni finnast gumsið vera utan rammans ...
Ekki víst að langt sé í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
við viljum Vilkó, við viljum Vilkó
Sævar Finnbogason, 27.4.2009 kl. 23:32
Ég var meira að hugsa um Kjarna jarðaberjagraut ...
Viggó H. Viggósson, 28.4.2009 kl. 00:12
Bláberjasúpan slær alltaf í gegn hjá börnunum mínum en kjarnagrauturinn rennur líka ljúft niður. Kanski við prófum bara að hræra þessu saman :)
Sævar Finnbogason, 28.4.2009 kl. 00:15
Bláberinn eru full ehem blá fyrir þetta borð, liturinn á jarðarberunum fellur líkast til betur í kamið og til þess að styggja ekki landbúnaðinn þá ættum við skvetta vel af íslenskum rjóma með (þá meina ég þessum rauða).
Viggó H. Viggósson, 28.4.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.