11.5.2009
Stórkostlegar skattahækkanir!
Jóhanna Sigurðardóttir var ekki búin að sitja í nema sólarhring þegar hún boðaði að í pípunum væru stórfeldar hækkanir á sköttum. Hún fylgdi kjaftshögginu eftir eins og handrukkari á spítti; sagði að ekki væri hjá því komist að skera niður á "viðkvæmum" sviðum (heilbrigðis- og menntakerfinu) - klofspark í útglennt klof liggjandi þjóðar. En þetta á jú aðeins að vera tímabundið!
Hún hefði mátt vera svona afdráttarlaus fyrir 3 vikum eða svo. Hvernig tekst postulum hennar og pótintátum að mála þetta í lit heilagleika?
100 daga áætlunin segir að vísu ekkert um skatta, hún segir reyndar heldur ekkert um hvernig eigi að koma heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu til hjálpar og svo mæti lengi telja. Þvílíkt úrræðaleysið, það liggur við að hægt sé að tala um það sem algjört.
Ljóst er að vinstri váin, villan sú, skríður nú að ströndum landsins, inn firði, upp dali, yfir heiðar - þjóðinn mun senn týna sér í þessari villu, sökkva í drunga og deyfð.
Ég fékk dúndrandi bísneshugmynd; ætla að flytja inn fullan gám af búsáhöldum - hann verður vonandi kominn til landsins með síðara haustskipinu, ef það kemur þá. Þá verður kátt í höllinni!
Ef það kemur!
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2009 kl. 00:51 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.