Leita í fréttum mbl.is

Taktur tafs og tuðs sleginn í moll og anda jafnræðis - meistaraverk?

Þetta köllum við umræðupólitík af mýkstu gerð. Hugsið ykkur nú hvað ríkisstjórnarfundir úti á landi eiga eftir að gera fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins. Hér á ég ekki aðeins við beina efnahagslegu innspýtingu sem slíku fylgir, ss:

  • Flugfélagið selur kannski hálfa vél, sem þarf að þjónusta á fundarstað
  • Fundarsalur er leigður
  • Bakkelsi er keypt hjá bakara
  • Eitthvað þarf að útvega af drykkjarföngum
  • Hugsanlega fá einhverjir leigubílstjórar túr, í öllu falli þarf einhver farartæki
  • Líkast til verður svo boðið til kvöldverðar
  • Það þarf síðan að þrífa eftir allan þennan umgang
  • Við þetta má bæta staðbundnum margfeldisáhrifum vegna alls þessa

Þetta allt er auðvitað stórkostlegt. En það er langt því frá að fundir sem þessi séu aðeins jákvæðir í beinu efnahagslegu tilliti, nei og nei, óbeini ávinningurinn sem "landsbyggðarlýðurinn" hefur af því að fá til sín ríkisstjórnarfund er miklu meira virði. Sjáið til, að við slíkar kringumstæður er ríkisstjórnin í svo miklum og góðum tengslum við landsbyggðina og tekur ákvarðanir í þeim anda - í því fellst jöfnuðurinn og já, stjórnkænskan!

Ég veit að maður á ekki að skrifa það sem ég ætla að skrifa, en ég finn mig knúinn til: Þetta eru hálfvitar. Hvernig væri að fara að drullast til þess að gera eitthvað sem skiptir máli.

Að því sögðu biðst ég forláts.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband