29.12.2006
Ríkið í stranga megrun - það er málið.
Ég fæ reglulega t-póst frá The McKinsey Quarterly, sem er vefrit ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Company. Einatt rekst ég á athyglisverða punkta í þessum pósti, sjaldnast gefur maður sér þó tíma til þess að kynna sér hvað býr að baki, að sökkva sér í efnið.
En þegar tenging (bein eða óbein) er á milli þessara punkta og þess sem ég er þegar á kafi í, þá elti ég þá. Í dag kafaði ég svolítið á eftir þessu:
Change in Germany's population over the age of 75 from 2005 to 2015: 33%
Increase in tax burden needed to maintain current benefit levels for Germany's future generation: 90%
Og sömu tölur fyrir Japan:
Change in Japan's population over the age of 75 from 2005 to 2015: 36%
Change in Japan's population under the age of 5 from 2005 to 2015: -13%
Increase in tax burden needed to maintain current benefit levels for Japan's future generation: 175%
Horfurnar fyrir þessar tvær þjóðir virðast ekki góðar. Breyting á aldurssamsetningu samfélaga er að verða eða er orðið risavaxið viðfangsefni (vandamál). Á sama tíma og að við blasir sprenging í umsvifum í heilbrigðis- og ummönnunargeiranum þá er almenn krafa um að ríkið fari í alvöru megrun. "Small government" er málið í dag, hefur reyndar lengi verið, það átta bara ekki allir sig á þessu. Skrýtið sem það er!
Til að mynda vinna 30% Svía hjá opinberum aðilum (tvöfalt fleiri en í Þýskalandi) og framleiðni sænskra ríkisstarfsmanna er sú minnsta innan OECD (...hvað varð um draumamódelið). Það einfaldlega blasir við Svíum að fækka opinberum starfsmönum. Á sama tíma eldist sænska þjóðin hratt og þegar er bullandi atvinnuleysi. Hvernig ætla þeir að takast á við þessar breytingar?
Það er engin leið fyrir þjóðir heims að takast á við aldur- og heilbrigðisviðfangsefnið með "business as usual" nálgun!
BaU væri eitthvað á þá leið að hrúga upp steinsteypu, sérsniðinni en samt með fjölnota ívafi fyrir eldriborgara og sjúklinga og hrúga fólki inn í þessar hrúgur bæði til að "njóta" og til þess að vinna. Til að mæta kostnaði eru skattar hækkaðir svona við og við, ja bara eins og þörf er á.
Ef einhverjir tækju nú upp á því að mótmæla aukinni skatttöku þá væri svar BaU pólitíkusana eitthvað á þessa leið; "vilt þú sjá þá sem byggðu upp þetta land, gerðu það að því sem það er, í sárri eymd hu? Nei ekki það, einmitt. Þetta fólk á skilið að við sjáum til þess að það eigi áhyggjulaust ævikvöld, er það ekki? Já þú ert sammála því, ha!". Það er nú líkast til.
Borga og brosa.
Snillingur sem ég, veit hver er undirstaðan að lausn þessa vanda.
Leiðin að aukinni framleiðni hjá opinberum starfsmönnum mun fyrst og fremst liggja í gegnum:
úthýsingu verkefna
aukna nýtingu upplýsingatækni
stór aukið gegnsæi í stjórnsýslu (einföldun regluverks, opnari (eða jafnvel opin) stjórnsýsla, nýting upplýsingatækni)
stór aukin sjálfsþjónusta (gegnsæi og upplýsingatækni)
Tímar stórra breytinga eru í nánd. Þeim þjóðum mun ganga best í framtíðinni sem tekst að skapa umhverfi þar sem þjóðin er nægilega örugg með sig, þannig að fólk berjist síður/minna á móti nauðsynlegum breytingum í samfélaginu.
Ég velti því fyrir mér hvernig við Íslendingar stöndum, hverjar eru horfurnar hér varðandi öldrun samfélagsins? Hversu mikið þarf að auka skattbyrði hér næstu 15 árinn ef við viljum hafa hlutina í svipuðu fari og í dag? Mér segir svo hugur að við séum í þokkalegum málum í samanburði við aðra.
Talandi um stjórnun breytinga - hvernig erum við Íslendingar í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar? Dæmin með Flugstoðir ohf. og Matís ohf. eru ekki góður vitnisburður.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.