Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007
Viggó á afmæli í dag.
Nafni minn og uppeldisfélagi hann Viggó viðutan á afmæli í dag, hann er fimmtugur.
Það má rifja upp sögu félagans hér.
Það vekur athygli mína að ekki er til ensk útgáfa af Viggó, það vissi ég ekki. Má væntanlega skýra ýmislegt sem miður hefur farið í engilsaxneskrimenningu með þeirri staðreynd.
Takið eftir því að á wikí síðunni hans Viggó viðutann er tekið fram hvað hann heitir á íslensku, ég velti því fyrir mér hveru margar aðrar persónur úr hámenningarsögunni geta sagt það sama?
Til hamingju kallinn.
Hey og ég bið að heilsa Sval, Val og Gormi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007
Ert þú að farast úr stressi?
Er of mikið að gera hjá þér? Ert þú undir of miklu álagi? Ert þú að farast úr stressi? Flest okkar getum sem betur fer svarað þessu neitandi, en því miður eru það nú samt alltof margir sem telja sig vera undir of miklu álagi dagsdaglega. Annað er, og er það hálfu-alvarlegra, að fullt af fólki gerir sér ekki grein fyrir því að álag er farið að hafa veruleg áhrif á heilsu þess.
Hér að neðan er einfalt stresspróf sem gefur ágætis vísbendingu um hvar maður stendur stresslega séð. Myndin (hægt er að smella á hana og svo aftur til þess að stækka) sýnir 18 hreyfingalausa hringi sem allir eru eins. Horfðu á myndina, ef þér finnst að hringirnir hreyfist þá er réttast fyrir þig að hætta tafarlaust hverju því sem þú kannt að vera að fást við og er rökrétt næsta skref að hafa samband við: HEILSUSTOFNUN NLFÍ - GRÆNUMÖRK 10 - 810 HVERAGERÐI - SÍMI: +354 483 0300 eða tölvupóstur nlfi2i@simnet.is
Ef þú heldur að brögð séu í tafli þá skalt þú prenta út myndina (jafnvel í s/h) og horfa á hana þannig.
Hérna er annað sambærilegt próf.
Á myndinni hér fyrir neðan eru tveir höfrungar, ef hvorugur þeirra hreyfist þá ert þú sennilega í góðu standi, ja nema ef svo ólíklega vilji til að þú sjáir eitthvað annað en tvo höfrunga - ef svo er þá gildir sama ráðið og við prófinu að ofan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað er hægt að koma þessu í kring með hjálp Netsins - frítt vitaskuld. Nú getur fólk leikið sér með hana Britney, skelt á hana brúsk, svona hér og hvar!
Allveg hreint ótrúlega gaman og sérstaklega gefandi....
Forritið er hér - góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tel sjálfan mig auðvitað ekki vera í áhættuhópi vegna þessa. Ég tilheyri ekki neinum áhættuhópum - þetta er mottó hjá mér. En fyrir alla aðra þá er þetta stórfrétt og meira að segja góð stórfrétt - það er nú ekki of oft sem maður rekst á þær slíkar.
Krabbamein í blöðruhálskirtli tekur líf um 27.000 bandarískra karlmanna á þessu ári. Árlega eru greind um 200 tilfelli hér á landi (sjá hér) og hefur tilfellum fjölgað verulega ár frá ári (kannski vegna fleiri / betri prófa), sem betur fer hefur dánartíðni lækkað talsvert líka (en undanfarin ár virðast mér að um 20 hafi látist á hverju ári).
Hérna er fréttin á MSNBC en tengt henni er að finna talsvert af efni um krabbamein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007
Ekki vildi ég þessa Lilju kveðið hafa
Steingrímur Joð fór hreinlega hamförum í Silfrinu í gær - hann kom með kjálkafalls yfirlýsingu af dýpstu gerð. Það var hins vegar óheppilegt að þáttastjórnandinn virtist hafa misst af þessu. Ótrúlegt sem það er.
SJS metur það greinilega svo að stórkostlegur sigur hjarðarinnar yfir blessuðu "klámfólkinu" hafi skapað aðstæður, kjörlendi, til þess að sá heilum helvítis helling af forræðishyggjufræjum í gróðurlausa slóð hjarðarinnar. Hann er svo viss um að mat hans á aðstæðum sé svo afdráttarlaust rétt, að hann fór á harða "hlaupum út í búð" á eftir fræjum. Vissan og kappið var svo mikið að hann taldi sig geta sagt hlutina eins og hann hugsaði þá, umbúðarlaust, skýrt og klárt - NETLÖGGA er málið.
Með þessu afhjúpar hann ótrúlega forneskjulega hugsun sína sem sýnir að hann er svo djúpt sokkinn í forræðisforað að ekki verður séð að manninum sé við bjargandi.
Eftirfarandi er endurritun úr viðtali Egils við SJS. Úr umræðu um femínisma þar sem Steing. Joð á greinilega erfitt uppdráttar, dettur umræðan inn í þetta:
Egill spyr "Finnst þér koma til greina eftir þessa klámumræðu að fara lengra með það að stöðva klám?" SJS svarar "Jú, ég vil gera það. Hef alla tíð verið á móti því að þetta væri leyft hér í landinu og hver var nú framsýnastur allra þegar þetta var að hefja hérna göngu sína, það var Hjörleifur Guttormsson sem einn stóð upp á Alþingi og sagði: "ætla menn að leyfa þetta" og það var hlegið af honum! En svona hefur nú tíðarandinn breystst, að nú vildu margir Lilju kveðið hafa."
Egill spyr þá "Mundir þú vilja t.d. að það væri gripið til ráðstafanna til að takmarka klám á Netinu?" og SJS svarar "Já alveg absalút, ég vil stofna Netlögreglu sem m.a. hefur það hlutverk og ekki síst að reyna að koma í veg fyrir klámdreifingu ....
SJS er reyndar að vísa þarna til atvika sem menn auðvitað muna ekkert eftir og lýsa einhverjum tíðaranda sem áhorfendur kannast ekki við og vekur upp spurningar; Að hvað væri leyft? Í hverju fólst framsýni HG? Hverjir fóru að hlægja - allir? Hvað segirðu hvernig hefur tíðarandinn breyst? Er einhver einhverju nær?
Nei, Steingervingur Joð þessa Lilju mátt þú eiga alveg einn og sjálfur.
Ég ítreka að mér fannst það ótrúlegt að sjá Egill láta þennan bolta rúlla hjá sér og það í slómó. Egill, menn láta ekki svona tækifæri renna sér úr greipum.
Ég fullyrði að SJS á eftir að eyða umtalsverðum tíma og verulegri orku í að verja þessi ummæli sín í komandi kosningabaráttu.
Heilt yfir sýnist mér að um landsfund VG megi segja að þar hafi fólk tapað sér í frumskógi eigin hugmynda. Heyrði ég einhvern segja eitthvað um korter í kosningar?
ES. Hérna er myndband frá því 1993 (frá Canada) - þið vitið árið sem kjúklinga- og svínakjöt var 40 - 50% dýrar en það er nú, á raunvirði sko. Mér sýnist við fyrstu skoðun að SJS sé á svipuðu stigi og fólk var vestan polls á þessum árum. Þannig að kannski er von.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2007
Hvað varst þú að gera fyrir 14 árum?
Hey þú, já þú, hvað varst þú að gera fyrir 14 árum síðan? Ha, manstu það ekki? Við erum að tala um 1993?
Ekki það nei, skrýtið!
Ég skal hressa aðeins upp á minnið hjá þér. Þetta var árið sem við Íslendingar gengum í ESS, vaskur af matvælum var lækkaður úr 24,5% niður í 14%, Clinton tók við af Bush eldri og ákkúrat á þessum degi fyrir 14 árum var sprengja sprengd undir World Trande Center.
Síðast enn ekki síst er rétt að rifja það upp að þetta var árið sem kjúklinga og svínakjöt kostaði 40 - 50% meira það gerir nú, þá meina ég á raunvirði.
Þetta eru sko staðreyndir. Sko.
Kannski að ég sé eitthvað meira skrýtinn en ég hef talið fram að þessu, en mér finnst auglýsing frá félögum kjúklinga og svínabænda sem birt hefur verið í blöðum undanfarið (sjá hér að neðan) vera átakanlega auma. Af hverju er miðað við verðlag fyrir 14 árum - en ekki t.d. fyrir 5 árum eða 10 árum? Er það ekki tú blöntlý obbvíus að menn eru hér eitthvað að teygja og toga með því að miða við þetta ár. Og svo hitt, hvaða auglýsingamanni dettur í hug að nota rök eins og; úr því að það er verið að okra á fólki á einu sviði, þá sé nú bara í besta lagi að taka þetta sama fólk í gö... á öðru sviði? Hverslags eiginlega hugmyndavinna er þetta?
Ég er hins vegar sammála þeim að umræður um verðlagsmál eigi að snúast um fleiri þætti en innlenda búvöruframleiðslu. Reyndar er spurning hvort þessi framleiðsla sem hér um ræðir liggi ekki nær iðnaðarframleiðslu en landbúnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2007
Það er komið nóg í bili...
Ég rakst á auglýsinguna hérna til hliðar í Blaðninu í dag og þótti eitthvað athugvert við hana. Fyrst hélt ég að það væri þetta "... á Íslandi" sem stæði út úr, ég meina ekki voru þau hjá interio að auglýsa í Blaðinu opnun t.d. í Hastings UK!
Nei það var ekki þetta sem "stóð", heldur hitt að ég sá þarna part af lók sem beindist í áttina að tja....
Ég setti rauða hringinn á myndina, það svæði má svo sjá stækkað hér að neðan.
Já ætli það sé ekki komið nóg af klámpælingum í bili! Eða sérð þú það sama og ég?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007
Bubbi framdi glæp - ég var vitni að því!
Mér var boðið í morgunverð í morgun, fór héðan úr Sigurhæðum alla leið vestur fyrir vestur bæinn. Ólafur Hand hjá Iceland Naturally hafði í tengslum við Food and Fun boðið fólki í enskan morgunverð, sem var reiddur fram í vinnustofunni hans Tolla.
Þetta var góð hugmynd hjá Óla, augnakonfekt, eyrnakonfekt og morgunverðarkonfekt sem meig í munni.
Auk þess að fá að njóta stórbrotinna verka Tolla skemmtu Bubbi og Garðar Thor Cortes gestum.
Bubbi taldi það jaðra við glæp ("... this is almost a criminal act ...") að taka gigg þetta snemma dags. Það má vel vera að honum hafi liðið þannig, en það var hins vegar ekki að sjá á honum hann var eins og ný sleginn túskildingur og maður lifandi ekki var það að heyra á honum. Hann var einfaldlega glæpsamlega góður, blúsinn hans í lokinn er bara eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef heyrt og séð til hans.
Þetta var eftir allt criminal act.
Ég hálf-vorkenndi Garðari Thor að þurfa að stíga á stokkinn á eftir Bubba. En það átti eftir að koma í ljós að þær áhyggjur mínar vor ástæðulausar með öllu. Hann var alveg hreint geislandi góður.
Ég raulaði O sole mio á leiðinni til fjalla - með mínu lagi.
Flott hjá þér Óli og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2007
Hjarðfullnæging
Hjörðin fékk það í gær. Fullnæging þessi er svo sterk að undir tekur um hjarðlendur allar.
Það er því nú sem hjörðin fagnar, syngur söngva samda til handa sjálfumgleðinni, stígur sigurdans í takt við hjartslátt drambsins. Stór er sigurinn, mikil er stundin. Allir saman nú.
Vegna sigursins vex hjörðin nú ört, hraðar en jökulvatnið í stórhlaupi.
Hjarðhjalið undirtekur í hljóðakletti lýðskrumsins:
"Þetta var nú alltaf mín skoðun"
"Áfram við!"
"Sagði ég ekki"
"Viðbrögð sumra eru með ólíkindum"
"Takk allir..."
"Til hamingju við!!!"
"Fólk er svo litríkt og fyndið."
"Það er svo gott að vita af fólki sem stendur með okkur. Erum að æla á liðið..."
"Húrra, okkur tókst það"
"Til hamingju Ísland"
"Sigur!"
"Takk kæra samfélag fyrir samstöðuna, stoltið og hugrekkið!"
"Hvað var fólk að hugsa sem ekki áttaði sig á þessu"
"Ótrúleg skilaboð frá lítilli höfuðborg - með stórt hjarta og mikinn metnað"
"Til hamingju öll, þetta er merk stund"
" Er þessi þjóð og þjóðarsál ekki meiriháttar!!"
Næsta skref hjarðarinnar er að finna mig, þig og öll hin sem ekki náðu saman við hana, halda okkur aðskildum, einum, benda á okkur og issa. Iss, iss þú ert ekki eins og þú átt að vera. Þú ert ekki eins og við. Þú ert veikt eintak, komdu og leyfðu okkur að svæfa sjálfið þitt.
Það er svo miklu betra. Sofðu, sofðu elsku eintakið mitt, vaknaðu svo sem samtak í okkur - hjörðinni miklu. Hjörðinni einu.
Það er svo miklu betra.
Loftmyndir sýna reyndar að hjarðirnnar eru margar og að hver hjörð er samlit, einsleit, að hún hreyfir sig í samátt, sem er einátt. Þessar myndir sýna líka að í humátt fylgja einstaklingar úr hinátt, sogast að hjörðinni sem svarthol væri. Sem hún er.
Á myndunum blasir við sviðin jörð þar sem hjarðirnar hafa farið um, líkast til verður þarna örfoka eyðimörk mannsandans - gróðurvin forræðishyggjunnar.
En ég veit að þegar betur er að gáð, ef hægt er að komast í návígi við hjörð, blasa við einstaklingar, ólíkir, mis lyktandi, örðuvísi þenkjandi.
Ef þeim er náð frá hjörðinni koma í ljós einstaklingar sem virða rétt þinn, rétt minn og rétt okkar. Ef tekst að tryggja að þeir virða líka sinn eigin rétt, rétt einstaklingsins - að þeim lærist að sá réttur er allra rétta réttastur. Þá vinnum við orrustur. Virðing fyrir rétti annarra án virðingar fyrir sínum eigin rétti breytir einstaklingum í hjarðfífl.
Dansinn mun senn dvína, þá þegar höfgi sígur á sigurvökuna sundrast hjarðirnar, dreifast um sviðnar lendur fjölhyggjunnar, þá róast samstaklingarnir. Kannski að þá sé lag?
Annars bíða þau öll eftir næsta kalli, það kemur, fyrr en haldið er.
Sjáumst þá kæru vinir, tökum slaginn aftur, en munið að líkast til munum við lúta í lægra haldi, þá sem nú.
Um sinn.
Kveðja,
Viggó
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ég er að velta því fyrir mér hvort að hk. femínistar eygi sína von í tölvukynlífi og tölvuklámi eins og því er lýst í 37 ára gamalli grein í vísindaskáldritinu new worlds?
Þessi grein (sjá hér að neðan) er skemmtileg lesning, minnir mann á hversu hægt okkur miðar í raun þegar kemur að tækniframförum, þ.e. annars vegar væntingum okkar til þeirra og svo raunveruleikans, þrátt fyrir að á stundum finnist okkur heimurinn þjóta hjá.
Ég segi oft að gamni að ég byrjaði í tölvunum vegna þess að heimilistölvan var að koma á markaðinn. Reynir Hugason seldi landanum þessa hugmynd fyrir 27 árum og stóra bróður mínum (og þar með mér) einhverjum árum áður. Hér til hliðar er viðtal við RH í Mbl. þann 3. feb. 1980 þar sem hann er að kynna tölvuna sem lið í sjálfvirkni framtíðarinnar (smellið tvisar á fréttina til að stækka og lesa). Nú einhverjum 33 árum eftir að ég fyrst komst í Commodore PET er heimilistölvan ekki enn komin, þ.e. sú græja sem væntingar mínar standa til - en ég er viss um að hún er rétt handan hornsins, Windows Vista er skref í rétta átt.
Athygliverð tilviljun er að sömu síðu er frétt um klám á glámbekk, ljóst er að að fréttaritari hafði lög að mæla og spurningar hans og áhyggjur voru réttmætar. Verulega hefur hallað undan fæti hvað varðar aðgengi að klámi en ég reikna nú samt með því að allir geti tekið undir að jafnrétti hefur fleygt fram, kannski svo að hægt sé að segja að jafnrétti hafi tekið meiri framförum en tæknin á þeim tíma síðan þessar greinar voru skrifaðar.
Gaman væri að heyra af skoðunum fólks á þessu.
Hér er greinin úr new worlds, titill hennar er "Does Sex Have a Future?":
Psychoanalysis computer programs have already been used, giving intelligent responses to the patient's statements. One can see that in ten or fifteen years it may well be impossible to distinguish between a real woman and a replica, for the purposes of coitus and limited verbal exchanges in a dim-lit brothel. Even now visitors to Disneyland find it hard to believe that the many computerised robots are not real people.
Meanwhile, in the home, mechanical aids for marital sex will obviously supercede the oscillating bed. Visions of body-harnesses, cables and pulleys powered by a ten-horsepower motor with reduction gearing and elaborate cams and levers, are impractically mediaeval. A coital labour-saving device on more elegant lines would work on the 'waldo' principle: in, for instance, experiments with radio-active materials, the movements of the operator's hand in a metal 'glove' lined with sensors are translated into impulses which operate a metal 'hand' at a distance.
It would be equally feasible to insert the penis in a metal 'vagina' lined with sensors which would feed an artificial 'phallus', not only mimicking the operator's movements, but, if desired, amplifying them. The artificial phallus in turn would sense the woman's pelvic movements and vaginal contractions, feeding back to the artificial 'vagina'. The mutual feedback, lubrication, constriction and so on could be easily adjusted to suit. Partners would only need to move minimally for the mechanical 'genitals' to simulate violent coitus.
This would be a great boon to the disabled. More important, it would enable love at a distance:
The Englishman has never met his Australian girlfriend, but speaks to her often on his picturephone. They know one another intimately, and so, with some shyness, she agrees to plug in. They make love watching each other on the colour TV tubes, and feeling each other with great tenderness and emotion. It is a very personalised system, and in addition avoids danger of disease and pregnancy.
Later, the man re-lives it by playing into the artificial vagina the tape he has made of his lover's movements. He sees her face on the screen again, and hears her words of love... Still later, he enjoys a tape linked with picture and voice of his favourite screen star. Technology of this sophistication is not quite developed as yet. But simpler masturbation machines could presumably be manufactured and sold much as the vibro-massagers have been.
A woman-replica need not be the optimum design for a sexual substitute. Many men display more affection for their cars than their wives; perhaps the ultimate love-object could be a plastic thing, with many alternative orifices offering various tactile qualities, shapes and depths. How many 'breasts' should this object possess? What temperature should it operate at? What consistency of 'flesh'? Should it have a 'face'?
The idea of something like a long sausage, vibrating softly, full of warm treacle, has certain attractions as a sexual toy.
Bloggar | Breytt 22.2.2007 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk