Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Sagði ég ekki!

lysisperla_180902Sagði ég ekki, get ég sagt en ég hef haft þá einföldu skoðun að nánast allt pilluát sé vont. Hvað fjörefni varðar þá eigum við einfaldlega að fá þau úr fæðunni. Ég reyni nú samt að taka lýsi reglulega og þar sem ég er óttaleg tepra þá kýs ég að taka það í pilluformi. Er eiginlega af-því-bara handviss um að það gildi eitthvað allt annað um blessað lýsið en aðrar vítamínpillur svo ekki sé talað um  alskonar önnur bætiefni, jamm lýsið á að taka sérstaklega - það er einstakt.

Nú er bara að vona að þeim hjá Lýsi hf. takist sem allra fyrst að sanna að þessi af-því-bara kenning mín sé í raun vísindalega sönnuð staðreynd (ef það hefur ekki þegar gert). 

Annars mun ég hætta að taka lýsi. 


mbl.is Fjörefnin banvæn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golf og siðferði

golf_is_greatAtvik eins og það sem sagt er frá í frétt mbl.is er langt frá því að vera einsdæmi í golfi, slíkt er vel þekkt bæði á mótum atvinnumanna og áhugamanna. Siðareglur og siðferði skipta höfuðmáli í golfi, það væri vart hægt að keppa í golf ef kylfingar færu ekki eftri þeim, þessi staðreynd er eitt af mörgu sem gerir golfíþróttina sérstæða.

Það er m.a. af þessari ástæðu að ég fullyrði að engin íþrótt tekur golfi fram sem hentug uppeldisíþrótt. Golf reynir á líkamann og er holl og góð hreyfing, en það sem kannski skiptir börnin ekki síður máli er að golf reynir mikið á andlegaþáttinn. Í golfi alast börn t.a.m. upp við að vera dómarar í eigin sök, þeim er sýnt þetta traust frá upphafi.

Golf er íþrótt þessarar aldar.


mbl.is Sigurvegarinn dæmdi sjálfur á sig víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Femenískar beljur súpa sjálfsagt hveljur"

men and women think diffrentlyÍ klámumræðunni miklu sem hefur verið í gangi undanfarið hafa málsvarar femínista farið mikinn. Það er ekki nokkur spurning að þarna fer fólk sem er staðfast í sinni baráttu og er það virðingarvert. En því miður þeirra vegna og ekki síst málstaðarins vegna þá gengur þessi staðfesta þeirra rökum ofar. Málflutningur (þessara) femínista einkennis að óbilgirni, þröngsýni, dylgjum og jafnvel hreinum og klárum lygum. Takturinn er gjarnan sá að fullyrða eitthvað, dengja inn í umræðuna órökstuddum "það er svona og hinsegin" rökum og neita síðan að ræða þessar fullyrðingar, oftast vegna þess að þeir sem ekki eru sammála eru svo miklir einfeldningar að ekki tekur því að ræða við þá eða annað í þeim dúr. Gífuryrði og uppásnúningur eru aðalsmerki þessarar "rökræðu" aðferðar.

 

Já því miður gerir þetta háttalag málstaðnum ekkert gott, hann verður ekki varinn né unninn með þessum málpípum þær hafa tapað allri virðingu og trausti. Það er þörf á nýjum málsvörum, nýjum röddum til þess að leggja málstaðnum lið.

  

Ég veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og ég vil leggja mitt af mörkunum í baráttunni fyrir því að svo megi verða.

 

Ég lít svo á að ávarp mitt sem kemur hér á eftir sé mikilvægur liður í þeirri baráttu, fyrst skerf af mörgum. Ég áskil mér vitaskuld rétt til þess að endurskrifa þetta eins oft og tel ástæðu til.

 

Ég heiti Viggó og ég er femínisti.

Alvara mín er alger þegar ég segi að við eigum að berjast fyrir fullu jafnrétti kynjanna, hvergi skulu lög eða reglur lýðveldisins mismuna kynjunum.

 

Við þurfum að berjast gegn því að þjóðfélagið sé karlmiðað, við þurfum að átta okkur á því að sú barátta mun taka langan tíma að hún mun ekki vinnast með offorsi, lögum og refsingum.  Hún vinnst með upplýsingu, með því að vinda ofan af náttúrulegri þróun sem átt hefur sér stað í 200þúsund ár eða svo. Þrátt fyrir að þessi afspólun gangi víða prýðilega þá má ekki gleyma því að hún hefur jafnvel ekki hafist í sumum heimshlutum.

 

Af fullri einurð trúi ég því að konur séu körlum jafningjar á flestum sviðum, körlum fremri á mögrum sviðum og síðri en karlar í mörgu. Það er jafnrétti að viðurkenna þessar staðreyndir. Konur og karlar eiga að ganga jafnt til leiks í daglegu lífi, í stjórnmálum sem og í atvinnulífinu. Að jafnaði ættu karlar ekki að ganga framar konum þegar ráðið er í störf eða skipað í embætti (hver er munurinn?), ekki frekar en að jafnaði skulu konur ekki ganga körlum framar. Ég styð að karlar fái sömu umbun og konur fyrir sömu störf og sama árangur.

 

Ég veit að konur og karlar eru ólík, líkamlega og andlega, ég vil virða og varðveita konuna í konunni, hæfileika hennar, innsæi, visku, ráðdeild og reynslu, á sama hátt vil ég virða og varðveita eiginleika karlmannsins. Það er eiginlegur munur á körlum og konum, þessi munur er ekki aðeins félagslegur tilbúningur, hann er líka líffræðilegur. Sannfærður er ég um að reynsluheimur karla er annar en kvenna, reynsluheimur kvenna annar en karla. Það er eðlilegt. Konur ættu að sýna körlum umburðarlyndi og karlar konum.  

 

Reiði mín er ólýsanleg og sorg mín sönn og algjör yfir viðurstyggilegum glæpum þar sem konur eru beitar ofbeldi, nauðgun er ógeðslegur glæpur og hvílík er smán manns sem misþyrmir konu í skjóli líkamlegra yfirburða.

 

Við eigum að tala áfram um menn og konur, kvennlegt og karlmannlegt, það er fáránlegt að ætla að útrýma kynjun í tungumáli, við eigum jafnvel að tala um karlastörf og kvennastörf þar sem það á við, líf okkar á að vera kynjað -- móðir er einfaldlega betri móðir en faðir, faðir er einfaldlega betri faðir en móðir. Það er ekki félagslegur tilbúningur, það er ekki kynjamisrétti. 

(b.0.8)


Pólipopp úr öllum glymskröttum

populismPöpulismi eru vond stjórnmál, þetta vita allir en gallinn er sá að fólk á erfitt með að halda aftur af sér -- pólipoppið hljómar svo ljúft. Siv kastar upp bolta, óvart segir segir Jón en stjórnarandstaðan lætur ekki á sér standa og gefur út nýtt lag sungið af samkór flokkanna, lagið heitir "Loddarabragur" þetta er raunar gott lag, hljómar sæmilega, er í þessum vel þekkta lýðskrums takti -- auðvitað fer það strax á topplistann.

Þeim er ekki sjálfrátt.

Gefur þessi uppákoma mér tilefni til þess að hugsa um framhaldið. Tveir mánuðir eru til kosninga sem þýðir að nú er sú tíð framundan að pólitískar uppákomur og stjórnmála þras á eftir að fylla alla fjölmiðla (blogg þar með talin). Það verður varla vært. Stjórnmálaleiðtogar og pótintátar flokkanna eiga eftir að vera fyrir augum og eyrum okkur linnulítið fram að kosningum -- margir hverjir, flestir, talandi í takt við vinsælustu pólipopplögin. Skemmtilegt sem það er.

Annar áberandi þáttur þessarar tíðar eru skoðanakannanir, við eigum eftir að sjá þær margar á næstu vikum. Þær munu taka á fylgi flokkanna og eins einstaka málum -- málum sem talin eru brenna á fólki.

Kúnst pólipopparanna er að finna taktinn úr þessum könnunum, bregðast við þeim með nýju lagi -- koma því á topplistann.

Í aðdraganda kosningabaráttunnar er staðan hvað fylgi flokkanna varðar circa þessi: Sjálfstæðisflokkurinn með 36 - 40%, Samfylking 22 - 25%, Vinstri-grænir 20 - 24%, Framsókn 11 -12% og Frjálslyndir 6 - 8%. Reyndar hafa einhverjar kannanir sýnt VG stærri en S og finnast mér þetta stærstu tíðindin þessa dagana, ekki endilega að VG skuli vera stærri en Samfylkingin, enda ekkert vitlegt komið úr þeirri átt lengi, heldur hversu mikið fylgi VG hefur yfirhöfuð. Það vekur líka athygli hversu margir eru óákveðnir. Þetta er kjölendi fyrir pólipopparana, nú er um að gera að gefa út fullt af pólipoppi.

Aftur að fylgi VG, hvernig stendur á því að VG fær svo mikið fylgi í könnunum? Til þess að vera alveg heiðarlegur er rétt að ég spyrji spurningarinnar eins og hún hljómar í kollinum á mér; hvernig í andskotanum stendur á því að flokkur sem er lengst til vinstri, kommúnistaflokkur, argasti afturhalds- og forræðishyggjuflokkur sem sést hefur í áratugi mælist með allt að 25% fylgi hjá þjóðinni?

Hvað er það í þjóðarsálinni, samfélaginu, í umhverfi okkar sem opnar þessu fólki leið að hjörtum fjórðungs kjósenda?

Er málið að spila á strengi þjóðarsálarinnar, flagga einstaka málum sem snikkuð hafa verið þannig til að sem flestum líki og smjúga þannig inn - jafnvel á fölskum forsendum.

Ég gæti skilið þessa stöðu ef fólkið í landinu hefði liðið skort, harðræði eða annan órétt undanfarið kjötrímabil eða þá að við þjóðinni blasti alvarleg vá vegna aðgerða eða aðgerðaleysis núverandi stjórnar. En ekkert af þessu á við, hvergi í heiminum líður fólki að jafnaði eins vel og hér, hvergi er að finna jafn hverfandi eymd og hér.

Ísland er einfaldlega fyrirmyndar velferðaríki, hvar sem borið er niður á viðurkenndum mælikvörðum sem mæla velmegun þjóða eða einstaka velmegunarþætti þá erum við Íslendingar ofarlega á lista, ef ekki efstir.

Hér er atvinnuleysi hverfandi, verðbólga er að vísu há en það var fyrirséð fórn og og mun hún ganga hratt til baka. Sem afleiðing af þessu eru vextir hér óþolandi háir.  Við eyðum 8,8% af þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, öllum þjóðum meira, 8% í menntamál (aðeins Danir leggja meira í þennan málaflokk). Langlífi er mikið og barnadauði fátíður. Engir eru betur tengdir en við bæði hvað varðar Netið og síma. Sennilega ferðast engir meira en við og jafn sennilega koma hvergi jafnmargir túristar (maður á mann) og hingað. Ætli glæpir séu hér ekki með allra minnsta móti. Jafnrétti er með því mesta sem þekkist, þátttaka kvenna í atvinnulífinu er hvergi meiri, launamunur kynjanna er talsverður, en samt líklega sá fjórði minnsti í heiminum (á eftir Svíþjóð, Noregi og Danmörk). Gegnsæi stjórnsýslunar er talið með því mesta í heiminum. Við eigum gnótt hreins vatns, nóg landrými, næga orku og auðug fiskimið sem við höfum stjórnað betur en nokkur önnur þjóð. Við erum einfaldlega fjandi góð, eiginlega er Ísland best í heimi.

Öll alvarlegustu vandamál þessa heims eru í órafjarlægð frá litlu hamingjusömu þjóðinni á Íslandi.

Draumalandinu!

Því spyr ég enn; hvernig stendur á því, að við þessar aðstæður sem auðvitað er ekki hægt að kalla annað en gósentíð, hafi argasta afturhald náð til þetta stórs hluta þjóðarinnar? Er þetta ný birtingarmynd velmegunarvandans? Eða er það vegna þess að Samfylkingin og Framsókn eru eru ekki að stand sig? Þetta í bland kannski?

Hvað ræður því hvaða flokk (framboð) fólk kýs? Þetta er auðvitað of flókin spurning fyrir mig að svara, en ég geri það samt; í grunninn met ég þetta svona:
Traust, það er sú reynsla sem ég hef af störfum flokks og því fólki sem raðast á lista flokksins - hér skipta einstaklingar, hæfni þeirra og trúverðugleiki nokkru máli, en þó ekki meira en svo að eitt og eitt skemmt epli ræður ekki úrslitum.
Stefna, það er grundvöllur flokksins megin viðhorf og gildi sem ráða afstöðu og gjörðum flokksins. Hér er mikilvægt hversu vel flokknum tekst að þróa stefnu sína í takt við tíðarandann og það í eðlilegum tengslum við fortíðina. 
Stefnufesta, hversu vel tekst flokknum að fylgja stefnu sinni, hversu samkvæmur er hann sjálfum sér, með hvaða hætti eru þær málamiðlanir sem hann gerir (hversu dýrt selur hann sig). 
Heiðarleiki, þetta er erfiður þáttur að meta - heiðarleiki stjórnmálaafls verður helst metið með skoðun á stefnufestu þess og hversu samkvæmt það er sjálfu sér. En þegar kemur að heiðarleika stjórnmálamanna þá spyr ég mig hvort að stjórnmálamaður geti í raun verið heiðarlegur.  Allt tal um heiðarleika hlýtur að innifela m.a. hugsun um sannleika og lygar. Stundum getur það verið nánast ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að þegja, aðstæður þeirra eru bara þannig og þegar þeir eru spurðir spurninga við þessar aðstæður, sem "rétt" svar við hentar ekki málstaðnum - þá ljúga þeir í stað þess að þegja. Mér hefur virst að heiðarleiki sé á stundum samningsatriði. Ég trúi því til að mynda að skýr flokkslína leyfi einstaka stjórnmálamönnum að vera "óheiðarlegum", gefi þeim afslátt frá eigin sannfæringu. Þetta er eðlilegt svo fremi sem viðkomandi er ekki að fara gegn yfirlýstum skoðunum sem kunna að hafa verið úrslita atriði í því hvort að viðkomandi hafi náð kjöri til þings.

Ég vænti að almennt hafi eftirfarandi atriði áhrif og þá sérstaklega hjá þeim sem teljast óákveðnir í aðdraganda kosninga:
• málsvarar - útlit, útgeislun, framkoma þeirra sem helst koma fram fyrir hönd framboðsins
• yfirbragð framboðs, framsetning á stefnumálum, jákvæðni og birta sem af framboðinu stafar í gegnum útgefið efni og framkomu
• tengsl (skyldleiki, félagsleg, hagsmunatengsl)
• einstök mál - málin sem eru látin brenna á þjóðinni

Það er staðreynd að þjóðinni líður vel og nú velti ég því fyrir mér hvort að sú vellíðan dragi úr fólki tennurnar, að það hætti að velta fyrir sér grundvallar atriðum og fari að kaup "lög" af vinsældarlistanum án þess að hafa mótað sér sína eigin skoðun. Í dag sitja umhverfismál í efsta sæti pólipopp listanns. Annars held ég að pólipopp topp 10 listinn líti einhvernvegin svona út sem stendur:
1. umhverfismál (hefur blasað við lengi að þetta yrði efsta mál á baugi)
2. auðlindamál (Framsókn kom þessu máli á listann og því verður hraustlega fylgt eftir af stjórnarandstöðunni)
3. jafnréttismál  (undirliggjandi straumur sem VG hefur verið að reyna að virkja)
4. almanna- og sjúkratryggingarmál (eldriborgarar kunna að láta í sér heyra)
5. efnahagsmál (stjórnarflokkar vilja halda þessu á lofti)
6. samgöngumál (mönnum kennt um að brjóta loforð)
7. innflytjendamál (keyrt á Frjálslindaflokkinn)
8. ESB aðild (Samfylkingin mun reyna að færa þetta lag upp listann með mikilli spilun)
9. innrásin í  Írak (Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa þessa vakt einn, Framsókn búinn að semja sitt varnarlag)
10. tvær eða fleiri þjóðir í landinu (Samfylkingin og VG munu leiða ójöfnuðarumræðuna)

Getur það verið að vegna þess að okkur líður svo vel að stór hluti af þjóðinni sé tilbúin til þess að líta framhjá raunverulegum hagsmunum sínum, stökkva á hljómsveitarvagna lýðskrumsgrúbbnanna, kjósa á forsendum pólipoppsins?

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir.


mbl.is Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámhelgi

old pornog picUm helgina hefur verið nóg að gera í klámbransanum hérna heima, greinar og viðtöl í blöðum, bloggum og í Silfri Egils fór nokkur tími í málið. Eitt er undirliggjandi í þessari umræðu en það er spurningin; hvað er klám? Eða öllu heldur skortur á svari við þessari spurningu.

 

Fjörugust var umræðan í Silfri Egils, en þar var það góðborgarinn, sem finnst alltaf asnalegt að tala um sig sem góðborgara, Sóley Tómasdóttir sem fór á kostum, það er óskapleg fyndið að fylgjast með málflutningi hennar, en rökleysi í blandi með alhæfingum lýsir honum best. 

 

Fyrir þá sem ekki sáu Silfur Egils þá er það að finna hér , klám kaflinn byrjar á 51. mínútu og er hreint kostulegur (hægt er að færa tímaránna circa undir bindið hjá Agli vinstramegin í mynd).

 

Hérna eru nokkrar tilvitnanir í Sóley ásamt athugasemdum frá mér:

"...klám er ólöglegt á Íslandi, ekki bara barnaklám, heldur klám yfir höfuð" , en síðar kemst hún að þessu "... og hérna en, það sem ég held að skipti lang mestu máli í þessu samhengi er að klám sé skilgreint í lögum...". Það liggur fyrir að klám er ekki skilgreint hugtak og ætti því að vera ótækt í lögum, það sem lesa má út úr hegningalögunum er að barnaklám er verra en klám og að klám er ekki mjög alvarlegur glæpur. Sem betur fer þar sem hugtakið er ekki skilgreint, það væri hrikalegt ef hægt væri að dæma fólk þungum dómum byggt á svona lögum. 

 

"Klám er kynferðislegt ofbeldi" -- hvorki meira né minna.

 

"... við vitum vel að klámiðnaðurinn er ógeðslegur, klám er mynd af vændi í sinni grófustu mynd" -- annað í þessum stíl hjá henni.


"... það voru uppi allskonar hugmyndir um hverslags klámefni verið væri að framleiða hjá þessum einstaklingum sem að hingað ætluðu að koma...." -- fólk var með einhverjar hugmyndir, hjálpi mér, og átti það að nægja til þess að banna fólkinu að koma hingað?

 

Sóley segir að klám sé það sama og kynferðislegt ofbeldi, barnaníð, mansal og ég veit ekki hvað. Já já þetta gildir skal ég segja ykkur líka um hommaklám.

 

Þegar á hana er gengið og óskað eftir því að hún skilgreini klám þá vildi hún svo ekkert ræða þetta frekar, þetta væri fyrir lögfræðinga, kynjafræðinga og félagsfræðinga vegna þess að þetta væri flókið mál, að það væri ekki hennar að draga þessa línuna.

 

Guði sé lof.

 

Þessa konu er ekki hægt að taka alvarlega.


Dómarar partur af almenningi!

last judgementÉg heyrði í Bylgjunni svona útundan mér áðan, Reykjavík síðdegis var í gangi og þar var í viðtali Símon Sigvaldason formanns dómstólaráðs. Umræðuefnið (að ég held) minnkandi traust almennings til dómstóla.

Ég hjó eftir því að Símon þessi sagði eitthvað á þá leið að íslenska þjóðin væri lítil og einsleit, að dómarar væru auðvitað sprottnir uppúr þessu sama umhverfi og að þeir væru jú partur af almenningi. Ég efast ekki um að það sem hann sagði hafi verið í stórum dráttum rétt, en velti samt fyrir mér þessum spurningum:

Hvað þekkir þú marga dómara?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, svona á förnum vegi?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, að störfum?
Hversu oft hefur sú umræða snúist um dómstóla?
Hversu margir dómarar skrifa hér á blogginu?
Og að lokum hvort eru dómarar með þrjú augu eða fjögur?

Nei mér bara datt þetta í hug!

 


Bankarán um hábjartan dag

BankVaultEf marka má umræðuna í þjóðfélaginu þá virðist almenningur vera þeirrar skoðunar að bankarnir séu að ræna viðskiptavini sína og það um hábjartan dag.

Ég rakst á auglýsinguna sem fylgir hér með, fannst að hún endurspegli almenningsálitið með nokkurri nákvæmni.


Ég elska lyktina af sigri

Fylkir merkiTil hamingju strákar!

Nú er bara að fylla dalinn okkar af þessari sömu sætu lykt, þannig að það flæði uppúr (bara að stíflan haldi) - ég bý efst í Sigurhæðum og þangað vil ég finna lyktina næsta haust. 

Náðuð þið þessu? 

Áfram veginn, leiðin er greið.


mbl.is Fylkir fagnaði sigri á Reykjavíkurmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn don á jörðu

 

walking with grandffatherDonald Crowdis er 93 ára Kanadamaður, fæddur á aðfangadaga 1913, hann er talinn einn af elstu bloggurum í heiminum.  Ég hef áður skrifað nokkrar línur um Don sem sjá má hér.

 

Ég "þekki" Don í gegnum blogg hans sem ég hef lesið reglulega í nokkra mánuði, upplifun mín af þeim lestri, af þessum kynnum mínum við öldunginn er mögnuð. Hann kemur sífellt á óvart í  efnisvali og eru efnistök hans slík að aðdáun vekur. Ég sveiflast með honum, tek dýfur, á stundum sveigir hann mig af leið, minni leið -- ég hef ríka tilhneigingu til þess að vera honum sammála. Í þessu samhengi eiga þessi orð hans vel við: "So who are you? Who I am depends on where I am, and with whom I am. All right -- like the rest of us, I'm not sure."

 

Í "návist" hans er ég stundum -- oft, allur annar en ég er!

 

Nú er ég hræddur um Don, óttast um heilsu hans, hann hefur ekkert skrifað síðan 14. febrúar  -- svo langur tími hefur ekki liðið á milli skrifa hans á 7 mánaða "löngum" bloggferli hans. Ég sé að hreinsað hefur verið til í athugasemda færslum við síðusta blogg hans, tekin út einstaklega ógeðfeld orð sem greinilega voru skrifuð af hættulega sjúkum aðila.

 

Don vill ekki fara, hann hefur komið inn á dauðan í skrifum sínum, þetta skrifaði hann í ágúst s.l.; "I do not know who said it -- it might have been myself -- but I hate to die; I want to see how it all turns out!"

 

Nú Í janúar bloggaði hann um að stundin, stóra, endanlega, væri í nánd og sagði m.a. þetta:

 

I've floated on the remark "Been there, done that" for some time now, but the notion that the moment is approaching when I can no longer say this bothers me. The truth is, I don't want to go. 

 

Mér finnst viðeigandi að birta hér mánaðar gamlar hugleiðingar Dons um blogg, þessar hugrenningar hans og framsetning þeirra eru gott dæmi um skarpan og hnyttinn hug hans og stíl:

 

Thursday, February 01, 2007

Blogs: Servant, Master, Or Free Mouthpiece? 

gjallarhorn I am now a veteran of fifty or so blog posts, but like all the rest of you, I have cogitated for years, which for me is generations. I have thought and written about my various opinions, and about all the wisdom which must have been repeatedly worked out and then lost again throughout the millennia. In light of this, I am impressed beyond words (well, almost) by the arrival of this form of communication called the blog, which, at the very least, equals the invention of the printing press. Read that, and remember that it is coming from one (me) who is regarded (by me and others) as glum and difficult where words are concerned, and generally not inclined to be effusive.

Blogs are wonderful. Vanity is served at once. If you don't listen, it is your fault. Also, by the very nature of the medium, your audience sorts itself out. Readers don't pay anything, so they really can't complain. Anyone can join in, rebut, whatever -- surely this is democracy, whatever that is, at its most lively and pushy. In the realm of human communication, blogs seem to me to be the atomic units that transistors are in the world of digital devices that surround us.

Having said all this, I am careful, questioning, and a little frightened about the future. I do not think that we, with our unique facility of language, are to be trusted with much. But at the same time, I don't want to stop the momentum of whatever it is that will emerge from the tunnel. Stay tuned.
posted by Donald Crowdis @ 8:44 PM

 

Don ég er hér -- stilltur á þig!


Í heimsókn til Vista

vista_logo ballMenn (Mbl.is) ættu að hafa það í huga hvaða heimildir þeir eru að nota, þó svo að rækilega sé getið heimilda í þessari frétt þá get ég ekki ímyndað mér að margir þekki til IT-Enquirer eða Pfeiffer Consulting. Hvað þá að fólk átti sig á því hverskonar "fréttastofa" IT-Enquirer er, en ég treysti mér til þess að fullyrða að úr þeirri átt hefur sjaldan komið gott orð um vörur Microsoft eða fyrirtækið sjálft, en tel líklegt að þessu sé öfugt farið þegar fjallað er um Apple.

 

Hvað Pfeiffer Consulting áhrærir þá finnst mér líklegt að þeir séu beint eða óbeint á  mála hjá Apple.

 

Um skilvirkni. Það að ég geti yfir höfuð dottið inn í annað umhverfi en það sem ég þekki, stigið þar upp í bíl og komist leiðar minnar byggist á því að mannskepnan hefur í árþúsundir þróað leiðakerfi og vegvísa.

 

Samt er það svo að mér gengur ekkert voðalega vel að aka um í erlendum borgum þar sem ég þekki mig ekki, það getur tekið hrottalega á taugarnar. Sem betur fer hafa allar slíkar æfingar hjá mér reddast og það stórslysalaust. Eftir að leiðsöguforrit tengt GPS fóru að vera fáanleg þá hefur stór stressþáttur verið feldur út úr jöfnunni og hefur stressstigið lækkað talsvert, ánægjan hefur hækkað í sama hlutfalli.

 

Ég er þrælvanur PC notandi en gerði mér samt grein (hum, kannski þess vegna) fyrir því þegar ég setti Vista upp á tvær vélar heima að ég ætti eftir að hnjóta um eitthvað. Ég var undir það búinn, rétt eins og ég er undir það búinn þegar ég ræsi bílaleigubílinn í Köben. Vista er en útlent í mínum huga, ég kannast vel við umhverfið, það tilheyrir mínum menningarheimi, en ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þessu landi.

 

Ég fagna því að svo sé, þetta þýðir að gerðar hafa verið breytingar - ég hef trölla trú á breytingum.


Dæmi (það helsta) um hluti í Vista sem ég næ ekki alveg sambandi við er Vista Explorer, nánast allt annað er beint (beinna) af augum. Á þessari stundu ætla ég ekki að fullyrða um ástæðuna fyrir því að ég er ekki að tengja við Explorer; er það vegna þess að ég orðinn gamall hundur, vegna þess að þetta er vond hönnun eða vegna þess að ég er ekki að átta mig á breytum tilgangi - nýju samhengi hlutana. En það læðist að mér sá grunur að eftir að ég næ að skipt yfir í Vista að þá muni ég nota Explorer með öðrum hætti en ég er vanur (rétt er að taka það fram að tölvan mín er enn á XP).

 

Heilt yfir er Vista flott kerfi með fullt af nýjum og gagnlegum hlutum og það er þægilegt í notkun. Ég get talið upp fjölda hluta sem mér finnst blasa við að sé mikil framför; grafíkin, litir, leturgerðir, leit ávalt til staðar, skjá-gadgetin á hliðarstikunni, stjórnforrit eru öll auðveldari í notkun og sama gildir um ýmis fylgi forrit (move maker, photo gallery, mail, contacts, calenda, o.s.frv.).

 

Ég hef áður tjáð mig um Vista sjá hér og stend við að fólk ætti að láta nokkra mánuði líða áður en það uppfærir stýrikerfi á eldri tölvum (tja. hún má ekkert vera of gömul). En tel að fólk ætti ekki að kaupa nýjar tölvur nema með Vista (þetta á við um einstaklinga, annað getur átt við um stór notendur).


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband