Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008
Áfram stelpur
Koma svo... þið takið þetta, þjóðinn treystir á það.
psst... þið getið örugglega fengið lánaða skauta hjá Skautafélaginu!
Áfram veginn...
(þó frosinn sé!)
Leikur Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008
Við hæfi
Frábær árangur hjá bankamönnunum okkar já og útrásarstráknum. Nú er ég farinn að átta mig á snilli þeirra og skilja ofurkjörin sem þeir tóku sér. Ábyrgð þeirra var veruleg; hvorki meira né minna en að koma okkur í toppsætið á enn einum heimslistanum.
Þeir stóðu sína plikt og það með stæl. Hvorki meira né minna en stærsta bankahrun sögunar er í höfn.
Þetta er við hæfi - enda þeir Íslendingar, enda Ísland stórasta land í heimi.
Bravó!!!
Áfram veginn...
(ekki þó þennan forarslóða, takk!)
85% af vergri landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008
Grímulaust
Höfum í huga að öllum er kunnugt um þessi tengsl. Það útaf fyrir sig öskrar á að menn vandi sig.
Þessir menn (Bogi og Valtýr) taka á þessu grímulaust, trúi ég.
Ég hef þegar tjáð mig um þetta hér: Hæft vanhæfi.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008
Hæft vanhæfi
Ég hef oft sagt það og segi það enn: Almennt verðum við Íslendingar að vera hæfari í því að vera óvanhæfir - nú eða óhæfari í vanhæfi, en aðrir menn.
Það er ekki nokkur leið fyrir okkur Íslendinga að nota sömu viðmið og aðrar (stærri) þjóðir í þessum efnum. Þetta gerir vissulega ríkari kröfur til þeirra sem ætla sér að dansa á línunni, gerir ríkari kröfur til þeirra sem eiga eða ætla sér að veit línudönsurunum aðhald.
Ég treysti því að þessir menn og ekki síður það fólk sem vinnur með þeim krossi ekki línur siðleysis eða óskynsemi - að þær línur verði séu dregnar skýrt og þær verði hvorki beygðar né sveigðar.
Að skrælingjaháttur verði ekki þeirra máti.
Áfram veginn...
Tvær hvítbækur í smíðum um starfsemi bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008
Látum þetta til einhvers duga...
Lán Færeyinga hljómar ekki hátt; 6 agnar litlir milljarðar eru varla merkjanlegir í heildar myndinni - hítinni.
Dropi í hafið.
En látum þennan dropa dug, duga til góðra verka. Eyrnamerkjum þessa peninga með sértækum og afgerandi hætti. Þannig að þegar litið verður til baka, geti bæði Færeyingar og Íslendingar stoltir vísað til þess er ávannst.
Ég hef sett fram hugmynd um hvernig þetta mætti gerast: Færeyingurinn
Hafið í huga að Atlandshafið er ekkert annað en margir litlir dropar.
Mikill drengskapur Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Færeyingurinn
Ég legg til að þetta lán frænda okkar í Færeyjum verði notað til þess að stofna nýsköpunarsjóð: Færeyinginn.
Það væri táknrænt ef aðstoð smáþjóðarinnar, vina suður í höfum yrði sú innspýting sem dygði til þess að nýsköpun og hátækni risi sem aldrei fyrr úr brimrótinu í norðri.
Ráðstöfun, Færeyingsins gæti veri eitthvað á þessa leið:
Örlánasjóður: 2-3 milljarðar fari í örlánasjóð fyrir smáfyrirtæki, veit til fyrirtækja sem þegar eru starfandi og þurfa stuðning til þess að komast í gegnum næstu 6 mánuðina eða svo vegna breyttra aðstæðna á markaði og eða til þess að ráða nýja starfsmenn (ath. útfærslu með Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða). Lán til 48 mán. með fyrstu 6 mán. afborgunarlausa, lágir vextir. Skilyrði að fyrst séu gerð upp vangoldin opinbergjöld og lífeyrissjóðsskuldir. Fyrirtæki fækki ekki starfsfólki fyrstu sex mánuðina.
Hugsanlega gæti þetta hjálpað allt að 750 fyrirtækjum með 5 til 25 starfsmenn til þess að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir, koma á nauðsynlegum stöðugleika og þannig efla þessi fyrirtæki með allt að 10.000 starfsmenn til góðra verka. Athugið að þetta gæti verið grunnurinn að velferð allt að 15.000 fjölskyldna
Fjármögnun þriðju stoðarinnar: Þriðja stoðin er tilboð til stjórnvalda frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja um að gera verðmætasköpun í upplýsingatæknigeiranum að meginstoð í gjaldeyrisöflun þjóðar á fjórum til fimm árum. Tilboðið má finna hér.
Þetta þarf að taka lengra.
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2008 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008
Óréttlæti
Ljóst er að tæknileg mistök hjálpa sumum en öðrum ekki. Í gær bárust fréttir af því að bankastýra Nýja Glitnis hefði sloppið með skrekkinn þegar tæknilegt mistök voru gerið við frágang viðskipta hennar með hlutabréf í þeim gamla góða Glitni.
Spurning er nú hvort að Glitnisfólk finni ekki sómasamlega lausn á þessu.
Lokagreiðsla vegna Ellu Dísar týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Vond vörn
Átjánprósent vextir, heilagur skítur! Þetta er hrikalegt fyrir alla þá sem eru að burðast með yfirdrátt og aðra skammtíma fjármögnun. Þeir sem eru helst i síðum saur vegna þessa eru, tja flestir! Eða hvað?
En áður en við gerum uppreisn, byltingu, nú eða hlaupum fyrir björg (sem mér finnst reyndar líklegri viðbrögð andbyltingarlegs mörlandans en hverskonar uppsteyt) þá skulum við hafa í huga að háir vextir eru svo miklu, miklu BETRI en óðaverðbólga.
Það verður að ná verðbólgunni niður og það STRAX, short term gerist það aðeins með því að styrkja krónuna, háir vextir eru liður í því.
Hvað gerir þjálfari sem ekki hefur úr öðru að moða en lélegri vörn.
Hann skipar fram vondri vörn.
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008
Að núlla
Mér finnst merki íslensku áætlunarinnar ekki vera ýkja gott. Það fyrsta sem mér datt í hug var núll og svo spyr maður sig: er þetta enn einn núll áætlunin?" Enn eitt verkefnið sem skilar engu, tja ekki öðru en kostnaði.
En vonandi er um góðan kostnað að ræða í þetta skiptið.
Áhersla á rannsóknir og nýsköpun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008
Risi af reikningi
Flott hjá Englandsbanka að taka þetta saman, gott að vita að við Íslendingar erum ekki ein um að bera byrgðar. En nú þurfum við að fá sambærilegt mat frá Geir og kó; hvað kostar krassið hér heima. Í hvað stefnir botntalan hjá okkur? Hversu þungar verða okkar birgðar.
Hér er svo talan frá Englandsbanka (mv. ca. $120) með öllum sínum þrettán núllum 340.000.000.000.000. En er það ekki þannig sem við þurfum að horfa á þetta, bara fullt af núllum.
Fullt af engu.
Núll og nix.
340 þúsund milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk