Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Einblöðungur

Debet og kreditKæri Geir.

Frábært að sjá hvað þú og þitt fólk eruð að skila góðri vinnu. Ég hef frá upphafi áttað mig á því að ekki er hægt að vinna mál sem þetta í beinni útsendingu, eins og kallinn hann Steingrímur Joð gerir kröfu um. Þú höndlar þetta vel, stendur fast í fæturna og heldur sönsum. Eitthvað hefur þú hikstað endrum og sinnum sem er ekki annað en skiljanlegt í þessu umróti.

Sem betur fer er þú með jobbið, en ekki t.d. Steingrímur Joð, sem var m.a. að farast úr stressi yfir því að við skyldum vera að tala við IMF, ég fattaði ekki hvers vegna það ætti að vera svo slæmt og tjáði mig um það m.a. hér: Spyrja fyrst, dæma svo!

En Geri minn kær, það er komið að kaflaskiptum og nú þurfum við einfaldlega að fara að fá frá þér vísbendingar um það hvernig við stöndum. Ég hef borið þessa ósk upp áður: Fá þetta á einu blaði, takk!

Ég meina ef þú gætir súmmerað upp fyrir okkur á einu blaði hver stóra myndin er. Þú veist svona debet og kredit dæmi. Ég er nefnilega einn af þeim sem geri mér grein fyrir því að talsvert er til af eignum á móti þeim skuldbindingum sem við ætlum að taka á okkur (ég man reyndar aldrei hvort er gluggamegin, debet eða kredit). En því miður eru margir sem aðeins sjá aðra hliðina og túlka því stöðuna í mikið dekkra ljósi en ástæða er til. Þessu fólki líður illa af þessum sökum.

Þetta þarf ekkert að vera 100 prósent hjá þér, bara svona bolpark. Við áttum okkur alveg á því að tölur koma og tölur fara, að breyturnar í jöfnunni eru á stöðugri hreyfingu og jafnvel jafnan sjálf.  En það er allt í fínu, þú uppfærir þá bara einsíðuna, t.d. rétt fyrir kvöldmat á hverjum degi (það er fínt að skoða þetta með núðlunum). Ef þú vilt, þá get ég sett upp fyrir þig vefsíðu (t.d. http://www.storatjonid.is/) þar sem við uppfærum stöðuna stöðugt, það er nú ekki málið. Það má vel hugsa sér að setja upp "læf fíd" beint frá ríkiskassanum.

Þannig er að á tímum sem þessum þá er nauðsynlegt að eyða óvissu og senda alla þá jákvæðu strauma sem fyrirfinnast út til þjóðarinnar. En þetta veist þú auðvita.

Þetta er nú allt að sinni.

Með vinsemd og virðingu,
Viggó


ES. Þessi einblöðungur gæti orðið fyrsta síðan í Hvítbókinni hans Bjössa Bjarna, með fyrirsögninni: Hver kom okkur í þetta klúður? Svarið væri svo að finna svart á hvítu.
ES.ES. Þú þarft að brýna aðeins skotinn sem þú ert að senda Gordon Brown. Já og skjóta oftar.


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fara vötn senn að renna með okkur

hamra_jarnid.jpgÞað þarf að hamra járnið sjóðheita, um að gera að koma því sem víðast að það er verið að safna undirskriftum bæði á www.indefence.is og hér:Bænaskjal á Number 10 (ath. aðeins ætlað Breksum)


mbl.is Fullyrðingar Darlings dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænaskjal á Number 10

brown_narrowweb_300x405_0_707840.jpgÁ vefnum number10.gov.uk hefur verið sett í gang undirskriftarsöfnun við mótmælum á misbeitingu "hryðjuverkalagana". Texti bænaskjalsins er:

We the undersigned petition the Prime Minister to stop abusing anti-terror legislation for cases like Iceland where there is clearly no suggestion of terrorist activity.

There have been several worrying cases of anti-terror legislation being used inappropriately, but the freezing of Icelandic assets is a watershed case in which any pretence of relevance has been deemed unneccesary. We now know that these sweeping powers can be used against anybody for any reason without shame.

Nú er um að gera fyrir alla sem þekkja fólk á Bretlandseyjum að senda þeim nótu með vísun á þessa slóð: http://petitions.number10.gov.uk/IcelandTerror/


mbl.is Yfirlýsing viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndasaga

Þetta eru erfiðir tímar fyrir marga, stressið á markaðsgólfinu tekur verulega á, hér er: bloggið um verðbréfamiðlara með andlitið í gaupnum sér

Segir þar hver mynd sína sögu.


mbl.is Áframhaldandi hlutabréfahrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgamla Ísafold og um það að missa ekki móðinn

Mér datt í hug að einhverjir hefðu gaman að því að lesa greinina af forsíðu Ísafoldar sem fannst á milli þilja fyrir vestan. Fyrst kemur hér mynd af Ísafold, miðvikudagurinn 6. okt. 1886, en þar fyrir neðan hluti af textanum.

_safold_1886_okt_6.png

_safold_1886_okt_6_p1.png

_safold_1886_okt_6_p2.png

_safold_1886_okt_6_p3.png

_safold_1886_okt_6_p4.png

_safold_1886_okt_6_p5.png


Lífshættir í hættu?

Lífsgæði okkar Íslendinga hafa verið mikil undanfarin ár, áratugi reyndar. Hafa verið stöðugt vaxandi alla mína tíð. Líkast til voru þau hvergi meiri en akkúrat hér. Sú var staðan fyrir aðeins nokkrum dögum.

Nú er öldin önnur! Eða hvað?

Ég rakst á þessa mynd hérna fyrir neðan, þó svo að hún segi jafnt sögu misskiptingar eins og erfiðleika í hörmungum, þá getur hún vel táknað það sem kann að bíða okkar. Frá alsnægtum í nauðir. Það gæti orðið hlutskipti okkar ef menn sem hér ráða ferð koma sér ekki úr sporunum.

Í þessari mynd standa meira en þúsund varnaðarorð.

Áfram veginn...

standard_of_living.jpg

Margaret Bourke-White, 1937


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðveikir nauðgarar og morðingjar

"Nauðgaði og drap vegna geðsýki" segir þarna í fyrirsögn og vörn ómennisins mun byggjast á tímabundinni geðveiki! Nauðgar einhver og drepur án þess að vera meira en lítið geðveikur? Rugl er þetta.

Hengj'ann í næsta gálga.

Þá er málið dautt.

Þá er hann dauður.


mbl.is Nauðgaði og drap vegna geðsýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn orka II

geothermal.jpgÁætlun innanríkisráðuneytis BNA (DOI) til þess að auka nýtingu á jarðvarma er risavaxin, ætli hún jafnist ekki á við um 18 - 20 Hellisheiða virkjanir og það fyrir 2015. Á næstu 10 árum þar á eftir á áætlunin skapa 6.600MWe tilviðbótar.

Mig grunar að á næstu árum eigi eftir að verða tækninýjungar á þessu sviði sem mun auka afköst jarðvarmavirkjana og gera mögulegt að nýta jarðvarma á stöðum þar sem menn töldu slíkt ómögulegt áður. Annað er að þessi áætlun DOI gerir ekki endilega ráð fyrir því að nýta þessi orkuvirki til húshitunar.

Við Íslendingar hljótum að geta stokkið á þennan vagn, ég graen_pera.jpgneita að trúa öðru. Ég fjallaði um þetta í innleggi: Græn orka

Hér er hægt að lesa fréttatilkynninguna frá DOI og hér er hægt að skoða Google síðuna um jarðvarma.

Það væri reyndar djö... kúl að fá aurana hans Pútíns setja mikið af þeim í rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarmaorkuvinnslu og flytja svo þessa þekkingu til BNA. Meik'ða big time. Sem aftur þýddi að á fáum árum yrði BNA minna háð olíu en búast hefði mátt við.

Nettur snúningur það!


mbl.is Aukin jarðvarmanotkun í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppuráð #2: Hard Cash

Ef seðlarnir eru búnir í bönkunum þá er bara að heimta mynt - harðar og traustar krónur. Fyrir utan að rannsóknir hafa sannað að fólk eyðir minna, svo um munar, ef það notar mynt í stað seðla, svo ekki sé nú talað um greiðslukort; þá er, öfugt við seðlana, hægt að gera ýmislegt sniðugt við alvöru krónur, samanber myndina hér að neðan. Á þessum vef hér er svo hægt að fá fleiri góðar hugmyndir.

Turn úr aurum


mbl.is Seðlaskorts verður vart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja í frost

Að bjarga fólki með frystingu, er það ekki einskonar IceSave?

Er IceSave þá gott eftir allt?


mbl.is Bankar frysti myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband