Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
22.10.2008
VIP
Loksins vorum við dottin inní alvöru klúbb, félagsskap sem eftir er tekið og um er rætt. En nei, nei, það mátti auðvita ekkert endast, okkur hefur nú verið kippt þar út.
Ég ætla að eiga myndina hér fyrir neðan til minningar og sem sönnum þess hversu hátt við Íslendingar risum í kreppunni miklu.
Landsbankinn af hryðjuverkalista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008
Iss þetta er ekkert...
... slefar tæplega í 2 millur á haus. Það er varla að taki því að fá eitthvað af aurum upp í þetta úr eignum Terroristabankans.
Að öllu gamni slepptu þá er sennilega ekki hjá því komist að leysa þennan hnút nema með þessum hætti. En ég bendi samt á innlegg mitt frá því kvöld vinir og óvinir.
Bretar eru óvinir okkar, svo einfalt er það nú.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008
Vinir og óvinir
Ég lýsti því við ákveðið tækifæri ekki alls fyrir löngu að mér gengi illa að eiga óvini. Þetta taldi ég löst.
Mér varð ljóst að þeir sem þarna hlýddu á skildu mig ekki, í það minnsta ekki til fulls. Tilraun mín til þess að skýra hugmynd mína var aum, mér fannst hún renna út í sandinn.
Eftir þetta hugsaði ég upp skýringu sem ég gæti notað ef ske kynni að ég myndi lenda í sömu sporum - komst niður á hugsun sem ég taldi duga, var sáttur - en svo las ég þetta:
Eitt af því sem flestum þykir mikilvægast er að eignast vini. Það er áreiðanlega rétt sjónarmið. En ég vil bæta því við að það er líka mikilvægt að eignast óvini, rétta óvini, vanda val þeirra og sýna þeim virðingu. Gott er að sættast við óvini sín, og verið getur að þeir reynist bestu vinir þegar sættir takast.
Einn var sá maður sem kvaðst enga óvini eiga, hann væri búinn að láta farga þeim öllum.
Baldur Óskarsson, Í vettling manns, 2007
Mér finnst að við Íslendingar og þá sér í lagi ráðamenn eigi nú að íhuga þessi orð og nota þau sem leiðarljós í framkomu/samningum okkar við Breta.
Bretar eru óvinir okkar, við skulum sýna þeim festu en virðingu í senn. Svo grær um sárt og þá verður gott að sættast við þá og gera að góðum vinum. Því það er vilji okkar.
Ég held nefnilega að Íslendingar séu eins og ég, við viljum ekki eiga óvini.
Nema þegar nauðsyn rekur til.
Bresk nefnd aftur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú segir af Warren nokkrum Ellis, breskum höfundi (teiknimyndasagna og fl.) og samfélagsrýni og af hugrenningum sem rætur sínar eiga að rekja til válegra tíðinda af íslenskum og skráðar voru á örblogg hans.
21.10.2008
Sumum þykir krísan góð
Krísan er góð fyrir upplýsingatæknibransann, segja þeir á danska vefmiðlinum Comom. Líkast til er það rétt fyrir marga, en þó hvergi alla fullyrði ég. Lesa má greinina hér.
Áríðandi að missa ekki móðinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008
Varúð - ekki tapa hugsun!
Spurning hvort að ekki þurfi að koma svona varnaðarskiltum inná kontórinn hjá Jarpi í nr. 10 og hjá Darlíngnum hans líka.
C'mon - þessir gæjar þurfa að læra að halda ró sinni! Sér í lagi þegar engin hryðjuverk eða hryðjuverkamenn eru á ferðinni.
Landsbanki í slæmum félagsskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008
Titringur á síðustu metrunum
Nú má búast við því að ósómi ýmiskonar eigi eftir að verða meira áberandi í kosningabaráttunni. Þetta dæmi benti ég á fyrr í kvöld: Elskulegur frambjóðandi. Stingur aðeins en þó enginn titringur þar (eða þannig) og svo er það dreifibréfið hérna að neðan sem tæplega flokkast sem málefnalegt (ólíkt State-O-Head dæminu):
McCain biðlar til Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.10.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008
Elskulegur frambjóðandi
Nú er heldur betur fjör að færast í leikinn, þarna í forsetakosningunum í vestur heimi. Ozam Group lætur sitt eftir liggja hverjum sem þiggja vill. Þeir mæla með Stae O head.
Hjá Ozam er lagt til að kjósendur elski frambjóðandann sinn, því þá muni hann elska til baka. Skilyrðislaust. Með fallegan hörundslit mun hann standa teinréttur og fastur fyrir, alla nóttina ef því er að skipta.
Hef ég fyrir satt!
En frekari upplýsingar er að finna hér.
Google-stjóri styður Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.10.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008
Hristum af okkur slenið
Ussbarasta þetta gengur ekki lengur. Hvar sem borið er niður erum við Ísendingar að tapa og það feit. Nauðsynlegt er að snúa við þessari öfugþróun.
Ég skora á ÍSÍ og ráðherra íþróttamála að rigga upp einu fjölþjóðlegu handboltamóti. Trúi ég því að þjóðarsálartetrið myndi braggast mjög við nokkra sæta sigra.
Íslendingar snéru við á Shivling fjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008
Friðspiltur friðstillir
Auðvita fannst mér þetta alltaf glórulaust, eða svona álíka glórulaust og fyrir okkur að taka þátt í alvöru íþróttakeppnum. Við bjóðum okkur nú samt fram, mætum til leiks, tökumst á við ofjarla okkar - lútum oftast í lægra haldi, stöndum upp, aðeins til þess að bíða eftir næstu rassskellingu. Koma svo allir saman nú, við getum þetta.
En þessi sagnfræðigaur af ætt Kennedýa er nú sæmilega rangstæður. Það eru einfaldlega arfaslök rök að til þess að geta verið gildur limur í öryggisráðinu þurfi viðkomandi þjóð að hafa mannskap og búnað til þess að skjóta mann og annan, kasta sprengjum í allar áttir eða hvað það er sem þjóðir gera með her. Fáránlegt.
Þvert á móti væri það öryggisráðinu til góðs að hafa sem flestar herlausar þjóðir í ráðinu - það blasir við að þeir sem fara með friði eru betri friðarstillar en þeir sem njóta virðingar fyrir ógnarmátt sinn. Eða nýtur sá ekki traust sem ekki getur ógnað með valdi (efnahagslegu eða vopnuðu)?
Teljast þjóðir ekki meðal þjóða ef þær hafa ekki þokalega blóði drifinna slóð, verða þjóðir spilltar af friði? Er vopnlaus friður útópía?
Framboð Íslands út í hött? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk