Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
11.10.2008
Samferðamenn
Erfiðir tímar eru að baki, nú liggur leiðin uppá við. Fyrir flest okkar gengu þessir erfiðleikar yfir eins og jarðskjálfti; hristingur, skelfing á meðan yfir stóð - svo var allt búið. Eftirstöðvarnar: við sár, vantrúuð, í viðbragðsstöðu, á varðbergi - annað ekki.
Skellur til þessa að muna, til þess að segja frá.
Fyrir aðra eru hamfarirnar rétt að byrja - heimur að hrynja - lífið einhvernvegin að renna út í sandinn. Þýðing alls er engin.
Svartnættið er griðastaður.
Það vita þeir sem hafa farið í gegnum miklar þrengingar, þeir sem hafa upplifað að heimsmynd er hreinlega kolvarpað, stútað, á augabragði; að fátt eitt er jafn mikilvægt, jafn gefandi og styrkjandi eins og vinarþel.
Þar er kominn vinur í raun.
Vandinn er sá að fólki sem lendir í alvarlegum erfiðleikum reynist oftar en ekki erfitt með að leita sér hjálpar, kann ekki að opna sig, að segja frá. Þannig er að almennt kunnum við ekki á sorgina. Sorgin, sem er einhver magnaðasti kraftur mannsandans, er oftast utangáttar, henni er haldið í hæfilegri fjarlægð - í myrkrinu.
Sem lengst.
Ef þú lesandi góður, vinur, hefur ástæðu til þess að ætla að einhver í umhverfi þínu finni sé nú skjól í myrkri og auðn, stígðu þá fram, ekki bíða. Bjóddu þig ekki eins og feiminn unglingur á fyrsta sjéns; þar sem höfnun ein er vís. Heldur taktu af skarið, faðmaðu, kreystu, kystu, sláðu á vanga ef það er það sem þarf ...
Nú ríður á að byggja brýr á milli fólks.
Samferðamaður
þótt ferð þín virðist án fyrirheita
um sviðnar lendur
brostina vona
þótt einsemd á þig sæki
vitu að þjáningu deila
bræður og systur
þú átt þér samferðamenn
sóttu þá heim
segðu þeim frá
örþrifaráð eru ekki ráð
þau hvergi duga
vonleysi vekja
ekki láta drungann
andann kremja
stattu upp, gakktu frá
ef þú gefst upp, þá gefast aðrir upp líka
ekki gefast upp
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008
Hví þá þung spor?
Hvers vegna alltaf að gefa sér hlutina fyrirfram, af hverju mætum við ekki bara að samningaborðinu með opinn huga og könnun hvað er í stöðunni. Vinnum þetta hratt og örugglega.
Það er ekki eins og IMF hafi verið að koma að ríkjum eins og Íslandi, það er ekkert sem segir að þeir taki hér öll völd þó þeir komi okkur til aðstoðar.
Ég benti (hér) á það í gær að það gæti verið gott að vera fremstur í röðinni, en við skulum samt gefa okkur þann tíma sem þarf.
Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008
Jæja þá er bara að endurræsa...
Jæja þá er þessi leikur tapaður, svo virðist sem flestir ef ekki allir leikmennirnir hafi klúðrað sínum málum.
Það var mjög gaman að spila með um tíma, en nú er þessi leikur bara fúll; allir vondu kallarnir hreinlega að valta yfir okkur. Alveg sama hvað gert er, það kemur bara í hausinn á manni.
Best virðist að gera ekki neitt og það er ekkert gaman í leik sem maður gerir ekkert í.
Nú er bara að ýta á rísett-takkann, bútta druslunni og sækja gamalt seif, kannski 5 ára eða svo.
Hvar er þessi blessaði rísett-takki svo?
Mestu mistökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008
Verum fyrst í röðina
"Ég treysti þessum manni," sagði konan mín rétt í þessu, "hann var í stjórn sjóðsins og veit um hvað þetta snýst!".
Ég deili þessari skoðun með minni, veit reyndar ekki um hvaða "prógrammið" snýst?
En samt er ekki gott að vera fremstur í röðinni?
Ég meina á undan Jarpi og Darlíngnum hans!
Og svo öllum hinum....
Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008
Æsings laust
Nú ríður á að íslenska þjóðin sýni stillingu, við skulum leyfa himnunum að hrynja yfir okkur og rykinu að setjast. Við skulum ekki fara af taugum og límingum eins og ráðamenn stórþjóðarinnar. Þegar þetta er um garð gengið, þá förum við í "víking" og sækjum okkar rétt.
Þangað til ætti þetta að gilda:
Gakktu, þjóð mín, inn í herbergi þín
og læstu dyrum á eftir þér,
feldu þig skamma hríð
uns reiðin er liðin hjá.
Jesaja 26:20
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008
Vorum við þá komnir í stríð?
Strákar sorrý, aftur í bátana... (sjá hér og hér)
Ekki ber á öðru en að Bretar líti svo á að þeir eigi í stríði við Íslendinga. Þetta verða að teljast stór og alvarleg tíðindi!
Ljóst er að í krísuástandinu eiga jafnvel reyndustu menn, stjórnmálaforingjar, erfitt með að halda ró sinni. Í æsing geta menn bæði sagt og framkvæmt eitthvað sem þeir kunna síðar að sjá á eftir.
Google er að þróa athygliverðan forritsbút sem er m.a. hugsaður fyrir okkur bloggara; viðbótin á að hjálpa að koma í veg fyrir að fólk sendi frá sér einhverja vitleystu. Sjá hér. Nú er spurning hvort að ekki sé hægt að fá svona plöggin fyrir stjórnmálamenn (og ehm seðlabankastjóra kannski)?
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
Raunarleg raunsaga raunmænds ruslakarls
Þessi eiginleiki minn hefur stundum reynst happ mitt, en ég verð líklega að viðurkenna að oftast er því ekki þannig farið - drasl er bara drasl. En hvað um það, í dag gekk mér hreint bærilega að taka til, fann fullt af drasli sem ég gat hent, mestu munaði þar um heilan bunka af pappírum sem gat sett í körfuna nánast án umhugsunar
Pappírarnir áttu það allir sameiginlegt að á þeim stóð orðið "HLUTABRÉF".
Takið ykkur tak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 9.10.2008 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
Íslandsvinir í vanda
Læðst hefur af mér sá ótti að vondar fréttir af draumalandinu og slæmt umtal í kjölfarið, kunni að hrinda af stað skriðu vinamissis. Að fólk einfaldlega afneiti draumlandinu, jafnvel oftar en þrisvar sinnum. Sjáið bara hversu brugðið Gordon Brúna var.
Raunar skyldi engin undrast þessi viðbrögð. Ekki lasta ég þetta fólk; að vera Íslandsvinur er ekki auðvelt þessa dagana. Því sannari sem þessir vinir okkar eru, því erfiðara, óbærilegra, hlýtur ástandið að vera þeim.
Sannfæring mín er að dómari í LA mun sjá þessar aðstæður og telja Gerard þær til málsbóta, jafnvel má búast við að málinu verði hreinlega vísað frá í ljósi þessa.
Auðvita óska ég ljósmyndaranum góðs bata, en um leið bið ég hann að leggja Íslandsvini ekki í einelti.
Hans vegna. Þeir eiga nefnilega vini í raun.
Butler sakaður um að hafa slegið ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 9.10.2008 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
Kóngurinn yfir Íslandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
Hart í bak! Snúið við strákar...
Geir ætlar ekkert í stríð, búið er að flagga hvítu á stjórnarráðinu.
Fúlt, ha!
Eignir standi undir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk