Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
23.1.2009
Á "öruggum" hraða?
Nú sem oft áður finn ég mig á skjön við stórhjörðina; mótmælendurna sem farið hafa með ófriði um borgina. Sjálfur get ég vel hugsað mér að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda, en ég tek ekki þátt í óeirðum; vill engan meiða og ekkert skemma, vill forðast sviðna jörð skrílsins. Ég átta mig á því að stórhjörðin er samsett úr mörgum hjörðum og að til þess að gera fáir þessara hópa standa fyrir óeirðunum sjálfum. En villingarnir stunda sín skemmdaverk í skjóli hinna. Ég fagna því tilkomu Appelsínugula hreyfingin (http://www.appelsinugulur.is/), kröfugerð og aðferðafræði þessa hóps er mér að skapi. Þetta er hjörð sem ég tel mig geta fylgt.
Mótmælenda hjörðin er klassísk, fyrirsjáanleg; ólgan stigmagnast og nú er svo komið að lítið sem ekkert þarf til þess að hleypa öllu í bál og brand. Barátta hennar er vonlaus, sigur mun aldrei vinnast. Sigur nú mun aðeins slá á þorstann um stundarsakir. Við erum að fjalla um fíkla sem eru að toppa sig í skömmtum dag frá degi. Ef byltingin étur ekki börnin sín, þá étur hún málstaðinn innanfrá og það af áfergju, þar til henni verður ómótt. Gjallið, spýjan er svo hinn nýi mástaður. Afbökun, útúrsnúningur, tilvistarleit, réttlæting fyrir frekara ofbeldi, auknu vonleysi. Þarna er engar lausnir að finna.
Stjórnmálamenn okkar Íslendinga, stærsta smáríkis í Evrópu, eru víst engir skörungar. Fyrir það líðum við. Þeir eru að því er virðist hugmynda snauðir. Fyrir það líðum við. Þeir eru fljótir í vörn; án þess að kunna að verjast. Fyrir það líðum við. Þetta gildir um fólk í stjórn og stjórnarandstöðu.
Talandi um vörnina; frá náttúruannar hendi er skjaldbakan vel varin örugg fyrir ytra áreiti. Skjaldbökur fara sér líka hægt - ofurhægt.
Vantrú mín á ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur vaxið; fyrst var ég ósáttur við gaufið og góðmennskuna, þá var það skortur á upplýsingum á því að menn skildu ekki aulast til þess að halda úti kröftugu flæði upplýsinga. Frá því fyrir jól hefur málum verið drepið á dreif, ákvörðunum frestað; hausar verða að fjúka hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. En vammlausi Geir sagði að allt hefði sinn tíma. Sem er hárrétt, en tímatalið er bara ekki hans lengur. Nú hefur vantrú mín vaxið svo að ég er að verða trúlaus; farinn að efast um að Geir takist að endurvinna traust mitt; hvað þá hjarðanna.
Vel veit ég að Geir og hans fólk hefur verið að gera fullt af fínum hlutum, en meira að segja það góða sem gert hefur verið hefur ekki skilað sér til okkar; vegna veikrar PR vinnu? Frumkvæði og áræðni er ábótavant. Sóknin er döpur ... ákaflega döpur.
Ég er sjálfstæðismaður, já og ég er frjálshyggjumaður (haldið að það sé nú játning), ég er maður sem sé þessi verkefni brýnust:
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum atvinnulífinu í landinu
* áætlun (raunverulega) um það hvernig við björgum heimilunum í landinu
* taka á málefnum Seðlabankans og FME
* skipta um ráðherra fjármála og viðskipta- og bankamála
* mótun framtíðarsýnar fyrir hið nýja Ísland
Ég krefst þess að flokkurinn minn standi sig og hætti að hreyfa sig á hraða skjaldbökunnar.
Áfram veginn... á auknum hraða!
ES: það skal tekið fram að ég skrifaði þetta í gærkvöldi (22/01).
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2009 kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009
Missir vina
Þau hjón, vinir mínir, eiga þetta ekki skilið, en samt! En samt! Öfugsnúið sem það kann að hljóma. Það liggur við að ég hlægi yfir þessum tíðindum, en það er væntanlega ekki í boði, ekki svona opinberlega - þætti ekki við hæfi; yrði líkast til túlkað sem dónaskapur og algjört virðingarleysi við fólk í vondri stöðu.
En samt segi ég samt!
Besta fólkið á ekkert að vera að stússast fyrir villumenn.
En samt, samt verður þeirra sárt saknað.
Missir vina:
Stakkurinn of þröngur
vansniðinn að auki
spennitreyja í reynd
hvar er ykkar missir?
þið vitið hvað þið eigið
ætt og vini
ykkur sjálf
þarna er ykkar auður
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009
And- og taktleysi sjónvarpsstöðvar
Hvað er í gangi hjá Stöð2
Ísland í dag leyfir þjóðinni að skyggnast inn í líf þeirra sem meira mega sín, takk fyrir það! Í sértökum dagskrárlið er fólk sem gjarnan fór með fremstu flokkum í ný afstaðinni hópnauðgun á samfélaginu sleikt hátt og lágt. "Elítan" skal fægð og bónuð. Slefið lekur niður andlit mærandi vina er vitna: hann er manna bestur, manna mestur, má ekki vamm sitt vita, hans helsti galli er að hann bara of góður, ætlar sér of mikið af góðverkum, það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur... gubb... afsakið ég þarf að æla.
Í gær var Bjarni Benediktsson mærður sundur og saman, niðurstaðan: þú munt landið erfa, þitt mun ríkið verða.
Ekki er nóg að þessi fullkomna taktleysa, þetta væmna límonaði streymi frá Íslandi í dag, nei, alls ekki nóg. Til þess að bæta um betur þá er "sjónvarpsfífl" sent út af örkinni fyrir Stöð2 Sport til þess að sýna hversu rosalega gott einhverjir íþróttamenn hafa það í útlöndum - takturinn: gaman gaman, flottir bílar, kampavín og kellingar. Ái, æi.
Halló Ísland í dag, svona er Ísland ekki í dag; kannski þetta hefði gengið sumarið 2007.
Ég veit ekki af hverju, en Bobby Brown (Fank Zappa) kemur uppí hugan mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009
Andhverfa
Hvers vegna í ósköpunum vill Þorgerður Katrín ekki að mótmælin snúist í andhverfu sína? Hver er andhverfa mótmæla? Meðmæli? Sammæli? Friðargerð?
Heitir þetta að tala út og suður?
Áfram veginn... friðsamlegrar en hraðrar endurreisnar!
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009
Upplýsingaþjóðfélagið?
Auðvita er það ekki mitt að segja PB eða örðum þingmönnum hvað þeir mega og hvað ekki, en ég geri það samt: Pétur svona segja menn ekki! Þingmaður á ekki að þverskallast við augljósum vilja þjóðarinnar. Við eigum ekki að leyfa þeim sem áttu að vernda okkur fyrir skakkaföllum að komast upp með að sussa á okkur og segja okkur að fara hægar; við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á um aukið upplýsingastreymi og aukin hraða ákvarðana. Eitt er víst að þessi þjóð þjáist ekki af ofgnótt upplýsinga.
Í þessu sambandi er óþolinmæði því dygð.
Ég hef áður talað um þetta atriði (Einblöðungur og Fá þetta á einu blaði, takk!) mér alveg sama, skít sama, þótt þessar upplýsingar séu ekki hárréttar; væntanlega yrðu þær þá réttari með með hverri nýrri útgáfu. Ég sé fyrir mér að þeir sem hafa með þessi mál að gera myndu senda nýjar stöður til Forsætisráðuneytisins í lok hvers dags og Kristján Kristjánsson uppfærði vefsíðu (t.d. á http://www.storatjonid.is) með morgunsopanum. Birting upplýsingana væri með eðlilegum fyrirvörum og skýringum þar á. Framkvæmdavaldið og sérfræðingavaldaklíkan verður síðan að treysta þjóð og já þingi fyrir að lesa í fyrirliggjandi upplýsingar. Ég lofa því að það verður ekki litið á upplýsinguna sem "spam"!
Hvað er svona flókið?
Áfram veginn... veg upplýsingarinnar.
19.1.2009
Já það er mál að linni
Nú þarf þessu að linna; Ólafur Ólafsson og félagar verða að átta sig á því að þjóðin telur þann hóp manna sem hann tilheyrir og gjörðir þeirra vera undirliggjandi vanda. Þeirra vegna höfum við tapað eigum okkar og því sem meira er traustinu; trausti erlendra þjóða til okkar, trausti okkar á kerfinu, trausti til hvors annars og því er nú andskotanum verr og miður höfum við tapað sjálfu sjálfstraustinu.
Hvers vegna "við" fáum ekki að sjá skýrslu PWC er síðan, að því er virðist, hluti af öðru vandamáli; leynd og leynimakk er partur af íslenskri stjórnsýslu. Því verður líka að linna.
Ólafur neitar því að hann hafi haft hag af þessum gjörningi með Al Thani. Eigum við að trúa því? Látum sem svo að engin verðmæti hafi flakkað á milli hans og hinna, þá blasir við að leikurinn var til þess gerður að hreyfa við verðmætum; hafa jákvæð áhrif á gengi Kaupþings. Þar átti Ólafur manna mestu hagsmunni. Menn voru einfaldlega á fullu að falsa virði Kaupþings; samþykkt stjórnar Kaupþings um niðurfellingu á sjálfskuldaábyrgðum starfsmanna vegna kaupa á hlutafé í bankanum er af sama meiði og mál leiða líkur að því að ýmislegt fleira eigi eftir að koma upp úr dúrnum. Er ekki rétt að við áliktum að Ólafur og hans félagar vinni líkt og Al Thani fjölskyldan; velji verkefni af kostgæfni og beri fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti.
Hvers vegna "útrásarvíkingarnir", nú þeir Sigurður í Kaupþing (sem var) og Ólafur í Samskip (sem er) hafa ekki vit á því að þegja skil ég ekki; ekki trúa þeir því að mark sé á þeim tekið. Halda þeir að þeir geti haft áhrif á um ræðuna? Ég held að það sé vanmat á aðstæðum, stór misskilningur, ef þau áhrif eru einhver þá eru þau á verri veginn fyrir þá.
Vel má vera að þegar öll kurl verða komin til grafar að hægt verði að hlusta á þessa menn, þangað til ættu þeir að eyða kröftunum í að ná vopnum sínu. En við hin, við megum ekki láta dreifa athygli okkar; við megum ekki þagna.
Áfram veginn... veg sannleikans og opnara þjóðfélags.Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009
Misvísandi skilaboð valdstjórnarinnar
Fólk er hvatt til nýsköpunar og þá sérstaklega þeirrar gerðar sem hefur jákvæð áhrif á gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar. Þessi hvatning hefur náð til fólks og hafa sumir greinilega náð á skömmum tíma að koma upp framleiðslulínum sem eru farnar að gefa af sér gjaldeyrissparandi vörur.
Nei, nei er þá ekki löggan mætt á svæðið og rífur niður það góða starf sem hefur verið unnið. Nú er það bruggverksmiðja, fyrr í vikunni var tveimur kannabisverksmiðjum lokkað - hvað næst? Hátækni amfetamínverksmiðju kannski?
Valdstjórnin verður að tala skýrar - það er skýr krafa.
Áfram veginn...
Lokuðu bruggverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009
Herrakvöld og konuvöld
Árstíðin sem senn fer í hönd, Þorrinn, er í mínum huga tíða karlmannlegust. Ég veit ekki af hverju mér finnst þetta; heiti fyrsta dags Þorra, bóndadagur, er hér hugsanlegur áhrifavaldur. En kannski er það vegna þess að mér finnst karlmannlegt, alltént umfram kvenlegt, að menn á Þorrablótum slafri í sig óþvera og drekki með brennivín og öl, segi sögur, kveði eða mikli sig með öðrum hætti.
Á Þorra hefur líka orðið til sá góði siður að stía kynjunum í sundur; smala saman vænum hópi karla á blót og eru samkomur af því tagi nefndar Herrakvöld, Greifakvöld eða viðlíka og konurnar eru þá með sín Konukvöld. Mest slíkra karllægra samkomna hefur til margra ára verið haldin í Árbænum, vitaskuld vísa ég hér til Herrakvölds Fylkis sem ávalt fer fram á fyrsta degi Þorra (föstudagur í þrettándu viku vetrar - 18-24 jan.). Herrakvöld Fylkis ber höfuð og herðar yfir sambærilegar samkomur annarstaðar á landinu - raunar svo að orðið "sambærilegar" er ákaflega óheppileg í þessu samhengi - skiptir þá ekki máli hvort menn telji heila eða hálfa hausa, hlátrasköll, hammarshögg eða önnur heljarstök skemmtileg.
Bóndadagur er þannig nánast heilagur fyrir okkur marga íbúa (og brottflutta) í Sigurhæðum. Ég hvet þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar að smella á myndina hér uppi (ef smellt er á myndina í þrígang ætti hún að vera orðin nægilega stór svo að miðaldra og eldri ættu að geta lesið textann).
Sjáumst hressir!
Hér eru tvö myndbönd sem mér finnst tengjast þessu með einhverjum hætti:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núllníu verður ekkert hallæri hjá okkur Íslendingum, en heldur ekkert góðæri; skreppan (= stutt kreppa) verður búinn í haust eða byrjun vetrar.
Við erum nálægt botninum og réttast fer úr þessu hjá okkur á næstu mánuðum. Það gerist svona um svipað leiti og aðrar þjóðir átta sig á því að þær eru í síðum saur: Oopps ... allt hrunið, hvernig, hvað, hvað gerðum við, eða gerðum ekki?
Vonærisspá mín getur því aðeins orðið að veruleika ef menn: stjórnvöld, sjóðir, peningafólk og athafnafólk eykur afköst sín til góðra verka. Fyrrnefndir hópar hafa það í hendi sér að gera akurinn kláran, almenningur, við munum yrk'ann.
Eins og ég hef nokkrum sinnum bent á áður (m.a. hér fyrir 3 mánuðum: Endurreisn) þá er auðvelt að endurreisa efnahag þjóðarinnar: aðeins þarf að taka nokkrar ákvarðanir, stilla saman slatta af strengjum, svo er bara að gera'ða, gera'ða, gera'ða.
Það er betra að eyða einhverjum 100 milljörðum núna, gera það hratt en fumlaust því fyrr og hraðar sem hjólin snúsast því fyrr fáum við þessa aura til baka.
Nokkrir aðgerðapunktar:
Keyra upp atvinnustig
- Endurreisnarsjóður
-- örlán til smærri og meðalstórra fyrirtækja
-- lán til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- styrkir til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja
-- fjármagna þriðju stoðina as per SI
- Mannafls frekar framkvæmdir á vegum ríkisins
- Stóriðja
- Innflutningur ferðamanna ("frítt" flug fyrir 500 - 1000 manns á dag)
Bjarga heimilunum
- Atvinnustigið sbr. hér að ofan
- Verðtryggingin burt
- Breyting lán einstaklinga í erlendri mynt í lán í íslenskum krónum (gvt=gvt þegar lán var tekið, hugsanlega með botni)
- Finna leið til þess að bæta þeim einstaklingum sem töpuðu ævisparnaði sínum að hluta eða öllu leiti (t.d. þeir sem áttu hlutabréf í bönkunum)
Almennar aðgerðir
- Gerum krónuna að stöðugum gjaldmiðli, nýtum reynsluna, nú vitum við hvað þarf til
- Stoppa uppí götin á hripleku ESB regluverkinu
- Nokkrir stjórar í burt
- Fara í hart við UK vegna IceSave og beitingu hryðjuverka laga
- Gerum áætlun um hvernig megi minnka umsvif Ríkisins til framtíðar
- Frysta þá milljarða sem "auðmennirnir" voru búnir að koma undan
Áfram veginn ... til Lýðveldisins Íslands 2.0
Svíar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neyðin kennir naktri konu að spinna ... Að því er mér virðist bíður RÚV uppá nýja þjónustu, hér er um að ræða það sem kallað er uppá ensku infomercial eða auglýsingar í formi hefðbundins sjónvarpsefnis (sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Infomercial).
Fyrsti partur Kastljóssins í gærkvöldi var mér algjörlega óskiljanlegur - meiriháttar píp. Þóra Arnardóttir spjallaði við Hákon Stefánsson, stjórnarformann Creditinfo um ... tja vöru sem fyrirtæki hans bíður en augljós (eini) kaupandinn vill augljóslega ekki kaupa. Ó og þá er farið í Kastljósið og búin til "frétt" ekki nóg með það Þóra krefur kaupanda svara, spyr: Afhverju viljið þið ekki kaupa? Og fær svar. Snilld!
Eða ekki.
Þá held ég að engar fréttir hafi verið betri fréttir.
Ég finn ekkert yfir infomercial þjónustu í verðskrá RÚV ohf. og ég athugaði ekki hvað það kostaði hjá Creditinfo að fá eitt stykki krosseignartengslamynd þar sem t.d. Baugur væri miðjan - enda gæti ég ekki keypt hana, né þegið þó hún væri í boði hússins.
Hvað er að: hjá Kastljósinu að detta á þetta plan ekki frétta, að ganga fram með þessum hætti í sölumennsku fyrirtækis út í bæ og hjá Creditinfo að láta sér detta í hug að fara þessa leið til þess að tala við eina mögulega viðskiptavin sinn á tiltekinni þjónustu.
Reyndar hafa þau hjá CI verið mjög dugleg við að koma sér í fréttir uppá síðkastið: 3.500 fyrirtæki að rúlla, skúbbið í Kastljósinu í gær og engin vill tryggja Ísland í dag.
Er kannski eitthvað að?
Áfram veginn ... veg upplýsingar.
Neita að tryggja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk