Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
29.5.2009
Hárrétt viðbrögð stjórnmálamanns
Frétt af mbl.is
Hárrétt viðbrögð stjórnmálamanns
Innlent | mbl.is | 29.5.2009 | 15:43Rannsóknarnefnd efnahagsslysa segir, að rétt viðbrögð stjórnmálamanns, sem lenti þjóðarskútunni í öruggri vör fyrir tæpu ári þegar hreyfill hagkerfisins missti afl, hafi leitt til þess hve nauðlendingin tókst vel......
Hefði ekki verið gott að lesa þessa frétt í dag? Nei, nei, þess í stað heldur óstjórnarliðið áfram að grafa okkur gröf.
En ég vil óska flugmanninum (sem fréttin ber með sér að hafi ekki verið ýkja reyndur) til hamingju, það er ekki þægilegt að lenda í aðstöðu sem þessari og frábært er þegar menn klára sig á slíku.
Áfram veginn ... þjóðveginn!
Hárrétt viðbrögð flugmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009
Ég er hér, ég er Íslendingur ...
... og ég er gulldrengur! Sama gildir um vini mína og kunningja, allt gull af mönnum og konum - demantar jafnvel.
Sem betur fer hef ég engum vini týnt.
Ekki nýlega.
Hvar eru íslensku gulldrengirnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta köllum við umræðupólitík af mýkstu gerð. Hugsið ykkur nú hvað ríkisstjórnarfundir úti á landi eiga eftir að gera fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins. Hér á ég ekki aðeins við beina efnahagslegu innspýtingu sem slíku fylgir, ss:
- Flugfélagið selur kannski hálfa vél, sem þarf að þjónusta á fundarstað
- Fundarsalur er leigður
- Bakkelsi er keypt hjá bakara
- Eitthvað þarf að útvega af drykkjarföngum
- Hugsanlega fá einhverjir leigubílstjórar túr, í öllu falli þarf einhver farartæki
- Líkast til verður svo boðið til kvöldverðar
- Það þarf síðan að þrífa eftir allan þennan umgang
- Við þetta má bæta staðbundnum margfeldisáhrifum vegna alls þessa
Þetta allt er auðvitað stórkostlegt. En það er langt því frá að fundir sem þessi séu aðeins jákvæðir í beinu efnahagslegu tilliti, nei og nei, óbeini ávinningurinn sem "landsbyggðarlýðurinn" hefur af því að fá til sín ríkisstjórnarfund er miklu meira virði. Sjáið til, að við slíkar kringumstæður er ríkisstjórnin í svo miklum og góðum tengslum við landsbyggðina og tekur ákvarðanir í þeim anda - í því fellst jöfnuðurinn og já, stjórnkænskan!
Ég veit að maður á ekki að skrifa það sem ég ætla að skrifa, en ég finn mig knúinn til: Þetta eru hálfvitar. Hvernig væri að fara að drullast til þess að gera eitthvað sem skiptir máli.
Að því sögðu biðst ég forláts.
Ríkisstjórnarfundur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009
Stórkostlegar skattahækkanir!
Jóhanna Sigurðardóttir var ekki búin að sitja í nema sólarhring þegar hún boðaði að í pípunum væru stórfeldar hækkanir á sköttum. Hún fylgdi kjaftshögginu eftir eins og handrukkari á spítti; sagði að ekki væri hjá því komist að skera niður á "viðkvæmum" sviðum (heilbrigðis- og menntakerfinu) - klofspark í útglennt klof liggjandi þjóðar. En þetta á jú aðeins að vera tímabundið!
Hún hefði mátt vera svona afdráttarlaus fyrir 3 vikum eða svo. Hvernig tekst postulum hennar og pótintátum að mála þetta í lit heilagleika?
100 daga áætlunin segir að vísu ekkert um skatta, hún segir reyndar heldur ekkert um hvernig eigi að koma heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu til hjálpar og svo mæti lengi telja. Þvílíkt úrræðaleysið, það liggur við að hægt sé að tala um það sem algjört.
Ljóst er að vinstri váin, villan sú, skríður nú að ströndum landsins, inn firði, upp dali, yfir heiðar - þjóðinn mun senn týna sér í þessari villu, sökkva í drunga og deyfð.
Ég fékk dúndrandi bísneshugmynd; ætla að flytja inn fullan gám af búsáhöldum - hann verður vonandi kominn til landsins með síðara haustskipinu, ef það kemur þá. Þá verður kátt í höllinni!
Ef það kemur!
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2009 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009
Hávaxnir og ...
... bráðum horaðir vegna hávaxta!
Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk