5.3.2007
Pólipopp úr öllum glymskröttum
Pöpulismi eru vond stjórnmál, þetta vita allir en gallinn er sá að fólk á erfitt með að halda aftur af sér -- pólipoppið hljómar svo ljúft. Siv kastar upp bolta, óvart segir segir Jón en stjórnarandstaðan lætur ekki á sér standa og gefur út nýtt lag sungið af samkór flokkanna, lagið heitir "Loddarabragur" þetta er raunar gott lag, hljómar sæmilega, er í þessum vel þekkta lýðskrums takti -- auðvitað fer það strax á topplistann.
Þeim er ekki sjálfrátt.
Gefur þessi uppákoma mér tilefni til þess að hugsa um framhaldið. Tveir mánuðir eru til kosninga sem þýðir að nú er sú tíð framundan að pólitískar uppákomur og stjórnmála þras á eftir að fylla alla fjölmiðla (blogg þar með talin). Það verður varla vært. Stjórnmálaleiðtogar og pótintátar flokkanna eiga eftir að vera fyrir augum og eyrum okkur linnulítið fram að kosningum -- margir hverjir, flestir, talandi í takt við vinsælustu pólipopplögin. Skemmtilegt sem það er.
Annar áberandi þáttur þessarar tíðar eru skoðanakannanir, við eigum eftir að sjá þær margar á næstu vikum. Þær munu taka á fylgi flokkanna og eins einstaka málum -- málum sem talin eru brenna á fólki.
Kúnst pólipopparanna er að finna taktinn úr þessum könnunum, bregðast við þeim með nýju lagi -- koma því á topplistann.
Í aðdraganda kosningabaráttunnar er staðan hvað fylgi flokkanna varðar circa þessi: Sjálfstæðisflokkurinn með 36 - 40%, Samfylking 22 - 25%, Vinstri-grænir 20 - 24%, Framsókn 11 -12% og Frjálslyndir 6 - 8%. Reyndar hafa einhverjar kannanir sýnt VG stærri en S og finnast mér þetta stærstu tíðindin þessa dagana, ekki endilega að VG skuli vera stærri en Samfylkingin, enda ekkert vitlegt komið úr þeirri átt lengi, heldur hversu mikið fylgi VG hefur yfirhöfuð. Það vekur líka athygli hversu margir eru óákveðnir. Þetta er kjölendi fyrir pólipopparana, nú er um að gera að gefa út fullt af pólipoppi.
Aftur að fylgi VG, hvernig stendur á því að VG fær svo mikið fylgi í könnunum? Til þess að vera alveg heiðarlegur er rétt að ég spyrji spurningarinnar eins og hún hljómar í kollinum á mér; hvernig í andskotanum stendur á því að flokkur sem er lengst til vinstri, kommúnistaflokkur, argasti afturhalds- og forræðishyggjuflokkur sem sést hefur í áratugi mælist með allt að 25% fylgi hjá þjóðinni?
Hvað er það í þjóðarsálinni, samfélaginu, í umhverfi okkar sem opnar þessu fólki leið að hjörtum fjórðungs kjósenda?
Er málið að spila á strengi þjóðarsálarinnar, flagga einstaka málum sem snikkuð hafa verið þannig til að sem flestum líki og smjúga þannig inn - jafnvel á fölskum forsendum.
Ég gæti skilið þessa stöðu ef fólkið í landinu hefði liðið skort, harðræði eða annan órétt undanfarið kjötrímabil eða þá að við þjóðinni blasti alvarleg vá vegna aðgerða eða aðgerðaleysis núverandi stjórnar. En ekkert af þessu á við, hvergi í heiminum líður fólki að jafnaði eins vel og hér, hvergi er að finna jafn hverfandi eymd og hér.
Ísland er einfaldlega fyrirmyndar velferðaríki, hvar sem borið er niður á viðurkenndum mælikvörðum sem mæla velmegun þjóða eða einstaka velmegunarþætti þá erum við Íslendingar ofarlega á lista, ef ekki efstir.
Hér er atvinnuleysi hverfandi, verðbólga er að vísu há en það var fyrirséð fórn og og mun hún ganga hratt til baka. Sem afleiðing af þessu eru vextir hér óþolandi háir. Við eyðum 8,8% af þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, öllum þjóðum meira, 8% í menntamál (aðeins Danir leggja meira í þennan málaflokk). Langlífi er mikið og barnadauði fátíður. Engir eru betur tengdir en við bæði hvað varðar Netið og síma. Sennilega ferðast engir meira en við og jafn sennilega koma hvergi jafnmargir túristar (maður á mann) og hingað. Ætli glæpir séu hér ekki með allra minnsta móti. Jafnrétti er með því mesta sem þekkist, þátttaka kvenna í atvinnulífinu er hvergi meiri, launamunur kynjanna er talsverður, en samt líklega sá fjórði minnsti í heiminum (á eftir Svíþjóð, Noregi og Danmörk). Gegnsæi stjórnsýslunar er talið með því mesta í heiminum. Við eigum gnótt hreins vatns, nóg landrými, næga orku og auðug fiskimið sem við höfum stjórnað betur en nokkur önnur þjóð. Við erum einfaldlega fjandi góð, eiginlega er Ísland best í heimi.
Öll alvarlegustu vandamál þessa heims eru í órafjarlægð frá litlu hamingjusömu þjóðinni á Íslandi.
Draumalandinu!
Því spyr ég enn; hvernig stendur á því, að við þessar aðstæður sem auðvitað er ekki hægt að kalla annað en gósentíð, hafi argasta afturhald náð til þetta stórs hluta þjóðarinnar? Er þetta ný birtingarmynd velmegunarvandans? Eða er það vegna þess að Samfylkingin og Framsókn eru eru ekki að stand sig? Þetta í bland kannski?
Hvað ræður því hvaða flokk (framboð) fólk kýs? Þetta er auðvitað of flókin spurning fyrir mig að svara, en ég geri það samt; í grunninn met ég þetta svona:
Traust, það er sú reynsla sem ég hef af störfum flokks og því fólki sem raðast á lista flokksins - hér skipta einstaklingar, hæfni þeirra og trúverðugleiki nokkru máli, en þó ekki meira en svo að eitt og eitt skemmt epli ræður ekki úrslitum.
Stefna, það er grundvöllur flokksins megin viðhorf og gildi sem ráða afstöðu og gjörðum flokksins. Hér er mikilvægt hversu vel flokknum tekst að þróa stefnu sína í takt við tíðarandann og það í eðlilegum tengslum við fortíðina.
Stefnufesta, hversu vel tekst flokknum að fylgja stefnu sinni, hversu samkvæmur er hann sjálfum sér, með hvaða hætti eru þær málamiðlanir sem hann gerir (hversu dýrt selur hann sig).
Heiðarleiki, þetta er erfiður þáttur að meta - heiðarleiki stjórnmálaafls verður helst metið með skoðun á stefnufestu þess og hversu samkvæmt það er sjálfu sér. En þegar kemur að heiðarleika stjórnmálamanna þá spyr ég mig hvort að stjórnmálamaður geti í raun verið heiðarlegur. Allt tal um heiðarleika hlýtur að innifela m.a. hugsun um sannleika og lygar. Stundum getur það verið nánast ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að þegja, aðstæður þeirra eru bara þannig og þegar þeir eru spurðir spurninga við þessar aðstæður, sem "rétt" svar við hentar ekki málstaðnum - þá ljúga þeir í stað þess að þegja. Mér hefur virst að heiðarleiki sé á stundum samningsatriði. Ég trúi því til að mynda að skýr flokkslína leyfi einstaka stjórnmálamönnum að vera "óheiðarlegum", gefi þeim afslátt frá eigin sannfæringu. Þetta er eðlilegt svo fremi sem viðkomandi er ekki að fara gegn yfirlýstum skoðunum sem kunna að hafa verið úrslita atriði í því hvort að viðkomandi hafi náð kjöri til þings.
Ég vænti að almennt hafi eftirfarandi atriði áhrif og þá sérstaklega hjá þeim sem teljast óákveðnir í aðdraganda kosninga:
málsvarar - útlit, útgeislun, framkoma þeirra sem helst koma fram fyrir hönd framboðsins
yfirbragð framboðs, framsetning á stefnumálum, jákvæðni og birta sem af framboðinu stafar í gegnum útgefið efni og framkomu
tengsl (skyldleiki, félagsleg, hagsmunatengsl)
einstök mál - málin sem eru látin brenna á þjóðinni
Það er staðreynd að þjóðinni líður vel og nú velti ég því fyrir mér hvort að sú vellíðan dragi úr fólki tennurnar, að það hætti að velta fyrir sér grundvallar atriðum og fari að kaup "lög" af vinsældarlistanum án þess að hafa mótað sér sína eigin skoðun. Í dag sitja umhverfismál í efsta sæti pólipopp listanns. Annars held ég að pólipopp topp 10 listinn líti einhvernvegin svona út sem stendur:
1. umhverfismál (hefur blasað við lengi að þetta yrði efsta mál á baugi)
2. auðlindamál (Framsókn kom þessu máli á listann og því verður hraustlega fylgt eftir af stjórnarandstöðunni)
3. jafnréttismál (undirliggjandi straumur sem VG hefur verið að reyna að virkja)
4. almanna- og sjúkratryggingarmál (eldriborgarar kunna að láta í sér heyra)
5. efnahagsmál (stjórnarflokkar vilja halda þessu á lofti)
6. samgöngumál (mönnum kennt um að brjóta loforð)
7. innflytjendamál (keyrt á Frjálslindaflokkinn)
8. ESB aðild (Samfylkingin mun reyna að færa þetta lag upp listann með mikilli spilun)
9. innrásin í Írak (Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa þessa vakt einn, Framsókn búinn að semja sitt varnarlag)
10. tvær eða fleiri þjóðir í landinu (Samfylkingin og VG munu leiða ójöfnuðarumræðuna)
Getur það verið að vegna þess að okkur líður svo vel að stór hluti af þjóðinni sé tilbúin til þess að líta framhjá raunverulegum hagsmunum sínum, stökkva á hljómsveitarvagna lýðskrumsgrúbbnanna, kjósa á forsendum pólipoppsins?
Ég trúi því ekki fyrr en á reynir.
Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007
Klámhelgi
Um helgina hefur verið nóg að gera í klámbransanum hérna heima, greinar og viðtöl í blöðum, bloggum og í Silfri Egils fór nokkur tími í málið. Eitt er undirliggjandi í þessari umræðu en það er spurningin; hvað er klám? Eða öllu heldur skortur á svari við þessari spurningu.
Fjörugust var umræðan í Silfri Egils, en þar var það góðborgarinn, sem finnst alltaf asnalegt að tala um sig sem góðborgara, Sóley Tómasdóttir sem fór á kostum, það er óskapleg fyndið að fylgjast með málflutningi hennar, en rökleysi í blandi með alhæfingum lýsir honum best.
Fyrir þá sem ekki sáu Silfur Egils þá er það að finna hér , klám kaflinn byrjar á 51. mínútu og er hreint kostulegur (hægt er að færa tímaránna circa undir bindið hjá Agli vinstramegin í mynd).
Hérna eru nokkrar tilvitnanir í Sóley ásamt athugasemdum frá mér:
"...klám er ólöglegt á Íslandi, ekki bara barnaklám, heldur klám yfir höfuð" , en síðar kemst hún að þessu "... og hérna en, það sem ég held að skipti lang mestu máli í þessu samhengi er að klám sé skilgreint í lögum...". Það liggur fyrir að klám er ekki skilgreint hugtak og ætti því að vera ótækt í lögum, það sem lesa má út úr hegningalögunum er að barnaklám er verra en klám og að klám er ekki mjög alvarlegur glæpur. Sem betur fer þar sem hugtakið er ekki skilgreint, það væri hrikalegt ef hægt væri að dæma fólk þungum dómum byggt á svona lögum.
"Klám er kynferðislegt ofbeldi" -- hvorki meira né minna.
"... við vitum vel að klámiðnaðurinn er ógeðslegur, klám er mynd af vændi í sinni grófustu mynd" -- annað í þessum stíl hjá henni.
"... það voru uppi allskonar hugmyndir um hverslags klámefni verið væri að framleiða hjá þessum einstaklingum sem að hingað ætluðu að koma...." -- fólk var með einhverjar hugmyndir, hjálpi mér, og átti það að nægja til þess að banna fólkinu að koma hingað?
Sóley segir að klám sé það sama og kynferðislegt ofbeldi, barnaníð, mansal og ég veit ekki hvað. Já já þetta gildir skal ég segja ykkur líka um hommaklám.
Þegar á hana er gengið og óskað eftir því að hún skilgreini klám þá vildi hún svo ekkert ræða þetta frekar, þetta væri fyrir lögfræðinga, kynjafræðinga og félagsfræðinga vegna þess að þetta væri flókið mál, að það væri ekki hennar að draga þessa línuna.
Guði sé lof.
Þessa konu er ekki hægt að taka alvarlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2007 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007
Dómarar partur af almenningi!
Ég heyrði í Bylgjunni svona útundan mér áðan, Reykjavík síðdegis var í gangi og þar var í viðtali Símon Sigvaldason formanns dómstólaráðs. Umræðuefnið (að ég held) minnkandi traust almennings til dómstóla.
Ég hjó eftir því að Símon þessi sagði eitthvað á þá leið að íslenska þjóðin væri lítil og einsleit, að dómarar væru auðvitað sprottnir uppúr þessu sama umhverfi og að þeir væru jú partur af almenningi. Ég efast ekki um að það sem hann sagði hafi verið í stórum dráttum rétt, en velti samt fyrir mér þessum spurningum:
Hvað þekkir þú marga dómara?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, svona á förnum vegi?
Hversu oft hefur þú talað við dómara, að störfum?
Hversu oft hefur sú umræða snúist um dómstóla?
Hversu margir dómarar skrifa hér á blogginu?
Og að lokum hvort eru dómarar með þrjú augu eða fjögur?
Nei mér bara datt þetta í hug!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007
Bankarán um hábjartan dag
Ef marka má umræðuna í þjóðfélaginu þá virðist almenningur vera þeirrar skoðunar að bankarnir séu að ræna viðskiptavini sína og það um hábjartan dag.
Ég rakst á auglýsinguna sem fylgir hér með, fannst að hún endurspegli almenningsálitið með nokkurri nákvæmni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007
Ég elska lyktina af sigri
Nú er bara að fylla dalinn okkar af þessari sömu sætu lykt, þannig að það flæði uppúr (bara að stíflan haldi) - ég bý efst í Sigurhæðum og þangað vil ég finna lyktina næsta haust.
Náðuð þið þessu?
Áfram veginn, leiðin er greið.
Fylkir fagnaði sigri á Reykjavíkurmótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007
Minn don á jörðu
Donald Crowdis er 93 ára Kanadamaður, fæddur á aðfangadaga 1913, hann er talinn einn af elstu bloggurum í heiminum. Ég hef áður skrifað nokkrar línur um Don sem sjá má hér.
Ég "þekki" Don í gegnum blogg hans sem ég hef lesið reglulega í nokkra mánuði, upplifun mín af þeim lestri, af þessum kynnum mínum við öldunginn er mögnuð. Hann kemur sífellt á óvart í efnisvali og eru efnistök hans slík að aðdáun vekur. Ég sveiflast með honum, tek dýfur, á stundum sveigir hann mig af leið, minni leið -- ég hef ríka tilhneigingu til þess að vera honum sammála. Í þessu samhengi eiga þessi orð hans vel við: "So who are you? Who I am depends on where I am, and with whom I am. All right -- like the rest of us, I'm not sure."
Í "návist" hans er ég stundum -- oft, allur annar en ég er!
Nú er ég hræddur um Don, óttast um heilsu hans, hann hefur ekkert skrifað síðan 14. febrúar -- svo langur tími hefur ekki liðið á milli skrifa hans á 7 mánaða "löngum" bloggferli hans. Ég sé að hreinsað hefur verið til í athugasemda færslum við síðusta blogg hans, tekin út einstaklega ógeðfeld orð sem greinilega voru skrifuð af hættulega sjúkum aðila.
Don vill ekki fara, hann hefur komið inn á dauðan í skrifum sínum, þetta skrifaði hann í ágúst s.l.; "I do not know who said it -- it might have been myself -- but I hate to die; I want to see how it all turns out!"
Nú Í janúar bloggaði hann um að stundin, stóra, endanlega, væri í nánd og sagði m.a. þetta:
I've floated on the remark "Been there, done that" for some time now, but the notion that the moment is approaching when I can no longer say this bothers me. The truth is, I don't want to go.
Mér finnst viðeigandi að birta hér mánaðar gamlar hugleiðingar Dons um blogg, þessar hugrenningar hans og framsetning þeirra eru gott dæmi um skarpan og hnyttinn hug hans og stíl:
Thursday, February 01, 2007
Blogs: Servant, Master, Or Free Mouthpiece?
I am now a veteran of fifty or so blog posts, but like all the rest of you, I have cogitated for years, which for me is generations. I have thought and written about my various opinions, and about all the wisdom which must have been repeatedly worked out and then lost again throughout the millennia. In light of this, I am impressed beyond words (well, almost) by the arrival of this form of communication called the blog, which, at the very least, equals the invention of the printing press. Read that, and remember that it is coming from one (me) who is regarded (by me and others) as glum and difficult where words are concerned, and generally not inclined to be effusive.posted by Donald Crowdis @ 8:44 PM
Blogs are wonderful. Vanity is served at once. If you don't listen, it is your fault. Also, by the very nature of the medium, your audience sorts itself out. Readers don't pay anything, so they really can't complain. Anyone can join in, rebut, whatever -- surely this is democracy, whatever that is, at its most lively and pushy. In the realm of human communication, blogs seem to me to be the atomic units that transistors are in the world of digital devices that surround us.
Having said all this, I am careful, questioning, and a little frightened about the future. I do not think that we, with our unique facility of language, are to be trusted with much. But at the same time, I don't want to stop the momentum of whatever it is that will emerge from the tunnel. Stay tuned.
Don ég er hér -- stilltur á þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007
Í heimsókn til Vista
Hvað Pfeiffer Consulting áhrærir þá finnst mér líklegt að þeir séu beint eða óbeint á mála hjá Apple.
Um skilvirkni. Það að ég geti yfir höfuð dottið inn í annað umhverfi en það sem ég þekki, stigið þar upp í bíl og komist leiðar minnar byggist á því að mannskepnan hefur í árþúsundir þróað leiðakerfi og vegvísa.
Samt er það svo að mér gengur ekkert voðalega vel að aka um í erlendum borgum þar sem ég þekki mig ekki, það getur tekið hrottalega á taugarnar. Sem betur fer hafa allar slíkar æfingar hjá mér reddast og það stórslysalaust. Eftir að leiðsöguforrit tengt GPS fóru að vera fáanleg þá hefur stór stressþáttur verið feldur út úr jöfnunni og hefur stressstigið lækkað talsvert, ánægjan hefur hækkað í sama hlutfalli.
Ég er þrælvanur PC notandi en gerði mér samt grein (hum, kannski þess vegna) fyrir því þegar ég setti Vista upp á tvær vélar heima að ég ætti eftir að hnjóta um eitthvað. Ég var undir það búinn, rétt eins og ég er undir það búinn þegar ég ræsi bílaleigubílinn í Köben. Vista er en útlent í mínum huga, ég kannast vel við umhverfið, það tilheyrir mínum menningarheimi, en ég veit ekki alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þessu landi.
Ég fagna því að svo sé, þetta þýðir að gerðar hafa verið breytingar - ég hef trölla trú á breytingum.
Dæmi (það helsta) um hluti í Vista sem ég næ ekki alveg sambandi við er Vista Explorer, nánast allt annað er beint (beinna) af augum. Á þessari stundu ætla ég ekki að fullyrða um ástæðuna fyrir því að ég er ekki að tengja við Explorer; er það vegna þess að ég orðinn gamall hundur, vegna þess að þetta er vond hönnun eða vegna þess að ég er ekki að átta mig á breytum tilgangi - nýju samhengi hlutana. En það læðist að mér sá grunur að eftir að ég næ að skipt yfir í Vista að þá muni ég nota Explorer með öðrum hætti en ég er vanur (rétt er að taka það fram að tölvan mín er enn á XP).
Heilt yfir er Vista flott kerfi með fullt af nýjum og gagnlegum hlutum og það er þægilegt í notkun. Ég get talið upp fjölda hluta sem mér finnst blasa við að sé mikil framför; grafíkin, litir, leturgerðir, leit ávalt til staðar, skjá-gadgetin á hliðarstikunni, stjórnforrit eru öll auðveldari í notkun og sama gildir um ýmis fylgi forrit (move maker, photo gallery, mail, contacts, calenda, o.s.frv.).
Ég hef áður tjáð mig um Vista sjá hér og stend við að fólk ætti að láta nokkra mánuði líða áður en það uppfærir stýrikerfi á eldri tölvum (tja. hún má ekkert vera of gömul). En tel að fólk ætti ekki að kaupa nýjar tölvur nema með Vista (þetta á við um einstaklinga, annað getur átt við um stór notendur).
Vista sagt hamla skilvirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2007
Viggó á afmæli í dag.
Nafni minn og uppeldisfélagi hann Viggó viðutan á afmæli í dag, hann er fimmtugur.
Það má rifja upp sögu félagans hér.
Það vekur athygli mína að ekki er til ensk útgáfa af Viggó, það vissi ég ekki. Má væntanlega skýra ýmislegt sem miður hefur farið í engilsaxneskrimenningu með þeirri staðreynd.
Takið eftir því að á wikí síðunni hans Viggó viðutann er tekið fram hvað hann heitir á íslensku, ég velti því fyrir mér hveru margar aðrar persónur úr hámenningarsögunni geta sagt það sama?
Til hamingju kallinn.
Hey og ég bið að heilsa Sval, Val og Gormi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007
Ert þú að farast úr stressi?
Er of mikið að gera hjá þér? Ert þú undir of miklu álagi? Ert þú að farast úr stressi? Flest okkar getum sem betur fer svarað þessu neitandi, en því miður eru það nú samt alltof margir sem telja sig vera undir of miklu álagi dagsdaglega. Annað er, og er það hálfu-alvarlegra, að fullt af fólki gerir sér ekki grein fyrir því að álag er farið að hafa veruleg áhrif á heilsu þess.
Hér að neðan er einfalt stresspróf sem gefur ágætis vísbendingu um hvar maður stendur stresslega séð. Myndin (hægt er að smella á hana og svo aftur til þess að stækka) sýnir 18 hreyfingalausa hringi sem allir eru eins. Horfðu á myndina, ef þér finnst að hringirnir hreyfist þá er réttast fyrir þig að hætta tafarlaust hverju því sem þú kannt að vera að fást við og er rökrétt næsta skref að hafa samband við: HEILSUSTOFNUN NLFÍ - GRÆNUMÖRK 10 - 810 HVERAGERÐI - SÍMI: +354 483 0300 eða tölvupóstur nlfi2i@simnet.is
Ef þú heldur að brögð séu í tafli þá skalt þú prenta út myndina (jafnvel í s/h) og horfa á hana þannig.
Hérna er annað sambærilegt próf.
Á myndinni hér fyrir neðan eru tveir höfrungar, ef hvorugur þeirra hreyfist þá ert þú sennilega í góðu standi, ja nema ef svo ólíklega vilji til að þú sjáir eitthvað annað en tvo höfrunga - ef svo er þá gildir sama ráðið og við prófinu að ofan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað er hægt að koma þessu í kring með hjálp Netsins - frítt vitaskuld. Nú getur fólk leikið sér með hana Britney, skelt á hana brúsk, svona hér og hvar!
Allveg hreint ótrúlega gaman og sérstaklega gefandi....
Forritið er hér - góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tel sjálfan mig auðvitað ekki vera í áhættuhópi vegna þessa. Ég tilheyri ekki neinum áhættuhópum - þetta er mottó hjá mér. En fyrir alla aðra þá er þetta stórfrétt og meira að segja góð stórfrétt - það er nú ekki of oft sem maður rekst á þær slíkar.
Krabbamein í blöðruhálskirtli tekur líf um 27.000 bandarískra karlmanna á þessu ári. Árlega eru greind um 200 tilfelli hér á landi (sjá hér) og hefur tilfellum fjölgað verulega ár frá ári (kannski vegna fleiri / betri prófa), sem betur fer hefur dánartíðni lækkað talsvert líka (en undanfarin ár virðast mér að um 20 hafi látist á hverju ári).
Hérna er fréttin á MSNBC en tengt henni er að finna talsvert af efni um krabbamein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007
Ekki vildi ég þessa Lilju kveðið hafa
Steingrímur Joð fór hreinlega hamförum í Silfrinu í gær - hann kom með kjálkafalls yfirlýsingu af dýpstu gerð. Það var hins vegar óheppilegt að þáttastjórnandinn virtist hafa misst af þessu. Ótrúlegt sem það er.
SJS metur það greinilega svo að stórkostlegur sigur hjarðarinnar yfir blessuðu "klámfólkinu" hafi skapað aðstæður, kjörlendi, til þess að sá heilum helvítis helling af forræðishyggjufræjum í gróðurlausa slóð hjarðarinnar. Hann er svo viss um að mat hans á aðstæðum sé svo afdráttarlaust rétt, að hann fór á harða "hlaupum út í búð" á eftir fræjum. Vissan og kappið var svo mikið að hann taldi sig geta sagt hlutina eins og hann hugsaði þá, umbúðarlaust, skýrt og klárt - NETLÖGGA er málið.
Með þessu afhjúpar hann ótrúlega forneskjulega hugsun sína sem sýnir að hann er svo djúpt sokkinn í forræðisforað að ekki verður séð að manninum sé við bjargandi.
Eftirfarandi er endurritun úr viðtali Egils við SJS. Úr umræðu um femínisma þar sem Steing. Joð á greinilega erfitt uppdráttar, dettur umræðan inn í þetta:
Egill spyr "Finnst þér koma til greina eftir þessa klámumræðu að fara lengra með það að stöðva klám?" SJS svarar "Jú, ég vil gera það. Hef alla tíð verið á móti því að þetta væri leyft hér í landinu og hver var nú framsýnastur allra þegar þetta var að hefja hérna göngu sína, það var Hjörleifur Guttormsson sem einn stóð upp á Alþingi og sagði: "ætla menn að leyfa þetta" og það var hlegið af honum! En svona hefur nú tíðarandinn breystst, að nú vildu margir Lilju kveðið hafa."
Egill spyr þá "Mundir þú vilja t.d. að það væri gripið til ráðstafanna til að takmarka klám á Netinu?" og SJS svarar "Já alveg absalút, ég vil stofna Netlögreglu sem m.a. hefur það hlutverk og ekki síst að reyna að koma í veg fyrir klámdreifingu ....
SJS er reyndar að vísa þarna til atvika sem menn auðvitað muna ekkert eftir og lýsa einhverjum tíðaranda sem áhorfendur kannast ekki við og vekur upp spurningar; Að hvað væri leyft? Í hverju fólst framsýni HG? Hverjir fóru að hlægja - allir? Hvað segirðu hvernig hefur tíðarandinn breyst? Er einhver einhverju nær?
Nei, Steingervingur Joð þessa Lilju mátt þú eiga alveg einn og sjálfur.
Ég ítreka að mér fannst það ótrúlegt að sjá Egill láta þennan bolta rúlla hjá sér og það í slómó. Egill, menn láta ekki svona tækifæri renna sér úr greipum.
Ég fullyrði að SJS á eftir að eyða umtalsverðum tíma og verulegri orku í að verja þessi ummæli sín í komandi kosningabaráttu.
Heilt yfir sýnist mér að um landsfund VG megi segja að þar hafi fólk tapað sér í frumskógi eigin hugmynda. Heyrði ég einhvern segja eitthvað um korter í kosningar?
ES. Hérna er myndband frá því 1993 (frá Canada) - þið vitið árið sem kjúklinga- og svínakjöt var 40 - 50% dýrar en það er nú, á raunvirði sko. Mér sýnist við fyrstu skoðun að SJS sé á svipuðu stigi og fólk var vestan polls á þessum árum. Þannig að kannski er von.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2007
Hvað varst þú að gera fyrir 14 árum?
Hey þú, já þú, hvað varst þú að gera fyrir 14 árum síðan? Ha, manstu það ekki? Við erum að tala um 1993?
Ekki það nei, skrýtið!
Ég skal hressa aðeins upp á minnið hjá þér. Þetta var árið sem við Íslendingar gengum í ESS, vaskur af matvælum var lækkaður úr 24,5% niður í 14%, Clinton tók við af Bush eldri og ákkúrat á þessum degi fyrir 14 árum var sprengja sprengd undir World Trande Center.
Síðast enn ekki síst er rétt að rifja það upp að þetta var árið sem kjúklinga og svínakjöt kostaði 40 - 50% meira það gerir nú, þá meina ég á raunvirði.
Þetta eru sko staðreyndir. Sko.
Kannski að ég sé eitthvað meira skrýtinn en ég hef talið fram að þessu, en mér finnst auglýsing frá félögum kjúklinga og svínabænda sem birt hefur verið í blöðum undanfarið (sjá hér að neðan) vera átakanlega auma. Af hverju er miðað við verðlag fyrir 14 árum - en ekki t.d. fyrir 5 árum eða 10 árum? Er það ekki tú blöntlý obbvíus að menn eru hér eitthvað að teygja og toga með því að miða við þetta ár. Og svo hitt, hvaða auglýsingamanni dettur í hug að nota rök eins og; úr því að það er verið að okra á fólki á einu sviði, þá sé nú bara í besta lagi að taka þetta sama fólk í gö... á öðru sviði? Hverslags eiginlega hugmyndavinna er þetta?
Ég er hins vegar sammála þeim að umræður um verðlagsmál eigi að snúast um fleiri þætti en innlenda búvöruframleiðslu. Reyndar er spurning hvort þessi framleiðsla sem hér um ræðir liggi ekki nær iðnaðarframleiðslu en landbúnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2007
Það er komið nóg í bili...
Ég rakst á auglýsinguna hérna til hliðar í Blaðninu í dag og þótti eitthvað athugvert við hana. Fyrst hélt ég að það væri þetta "... á Íslandi" sem stæði út úr, ég meina ekki voru þau hjá interio að auglýsa í Blaðinu opnun t.d. í Hastings UK!
Nei það var ekki þetta sem "stóð", heldur hitt að ég sá þarna part af lók sem beindist í áttina að tja....
Ég setti rauða hringinn á myndina, það svæði má svo sjá stækkað hér að neðan.
Já ætli það sé ekki komið nóg af klámpælingum í bili! Eða sérð þú það sama og ég?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007
Bubbi framdi glæp - ég var vitni að því!
Mér var boðið í morgunverð í morgun, fór héðan úr Sigurhæðum alla leið vestur fyrir vestur bæinn. Ólafur Hand hjá Iceland Naturally hafði í tengslum við Food and Fun boðið fólki í enskan morgunverð, sem var reiddur fram í vinnustofunni hans Tolla.
Þetta var góð hugmynd hjá Óla, augnakonfekt, eyrnakonfekt og morgunverðarkonfekt sem meig í munni.
Auk þess að fá að njóta stórbrotinna verka Tolla skemmtu Bubbi og Garðar Thor Cortes gestum.
Bubbi taldi það jaðra við glæp ("... this is almost a criminal act ...") að taka gigg þetta snemma dags. Það má vel vera að honum hafi liðið þannig, en það var hins vegar ekki að sjá á honum hann var eins og ný sleginn túskildingur og maður lifandi ekki var það að heyra á honum. Hann var einfaldlega glæpsamlega góður, blúsinn hans í lokinn er bara eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef heyrt og séð til hans.
Þetta var eftir allt criminal act.
Ég hálf-vorkenndi Garðari Thor að þurfa að stíga á stokkinn á eftir Bubba. En það átti eftir að koma í ljós að þær áhyggjur mínar vor ástæðulausar með öllu. Hann var alveg hreint geislandi góður.
Ég raulaði O sole mio á leiðinni til fjalla - með mínu lagi.
Flott hjá þér Óli og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2007
Hjarðfullnæging
Hjörðin fékk það í gær. Fullnæging þessi er svo sterk að undir tekur um hjarðlendur allar.
Það er því nú sem hjörðin fagnar, syngur söngva samda til handa sjálfumgleðinni, stígur sigurdans í takt við hjartslátt drambsins. Stór er sigurinn, mikil er stundin. Allir saman nú.
Vegna sigursins vex hjörðin nú ört, hraðar en jökulvatnið í stórhlaupi.
Hjarðhjalið undirtekur í hljóðakletti lýðskrumsins:
"Þetta var nú alltaf mín skoðun"
"Áfram við!"
"Sagði ég ekki"
"Viðbrögð sumra eru með ólíkindum"
"Takk allir..."
"Til hamingju við!!!"
"Fólk er svo litríkt og fyndið."
"Það er svo gott að vita af fólki sem stendur með okkur. Erum að æla á liðið..."
"Húrra, okkur tókst það"
"Til hamingju Ísland"
"Sigur!"
"Takk kæra samfélag fyrir samstöðuna, stoltið og hugrekkið!"
"Hvað var fólk að hugsa sem ekki áttaði sig á þessu"
"Ótrúleg skilaboð frá lítilli höfuðborg - með stórt hjarta og mikinn metnað"
"Til hamingju öll, þetta er merk stund"
" Er þessi þjóð og þjóðarsál ekki meiriháttar!!"
Næsta skref hjarðarinnar er að finna mig, þig og öll hin sem ekki náðu saman við hana, halda okkur aðskildum, einum, benda á okkur og issa. Iss, iss þú ert ekki eins og þú átt að vera. Þú ert ekki eins og við. Þú ert veikt eintak, komdu og leyfðu okkur að svæfa sjálfið þitt.
Það er svo miklu betra. Sofðu, sofðu elsku eintakið mitt, vaknaðu svo sem samtak í okkur - hjörðinni miklu. Hjörðinni einu.
Það er svo miklu betra.
Loftmyndir sýna reyndar að hjarðirnnar eru margar og að hver hjörð er samlit, einsleit, að hún hreyfir sig í samátt, sem er einátt. Þessar myndir sýna líka að í humátt fylgja einstaklingar úr hinátt, sogast að hjörðinni sem svarthol væri. Sem hún er.
Á myndunum blasir við sviðin jörð þar sem hjarðirnar hafa farið um, líkast til verður þarna örfoka eyðimörk mannsandans - gróðurvin forræðishyggjunnar.
En ég veit að þegar betur er að gáð, ef hægt er að komast í návígi við hjörð, blasa við einstaklingar, ólíkir, mis lyktandi, örðuvísi þenkjandi.
Ef þeim er náð frá hjörðinni koma í ljós einstaklingar sem virða rétt þinn, rétt minn og rétt okkar. Ef tekst að tryggja að þeir virða líka sinn eigin rétt, rétt einstaklingsins - að þeim lærist að sá réttur er allra rétta réttastur. Þá vinnum við orrustur. Virðing fyrir rétti annarra án virðingar fyrir sínum eigin rétti breytir einstaklingum í hjarðfífl.
Dansinn mun senn dvína, þá þegar höfgi sígur á sigurvökuna sundrast hjarðirnar, dreifast um sviðnar lendur fjölhyggjunnar, þá róast samstaklingarnir. Kannski að þá sé lag?
Annars bíða þau öll eftir næsta kalli, það kemur, fyrr en haldið er.
Sjáumst þá kæru vinir, tökum slaginn aftur, en munið að líkast til munum við lúta í lægra haldi, þá sem nú.
Um sinn.
Kveðja,
Viggó
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ég er að velta því fyrir mér hvort að hk. femínistar eygi sína von í tölvukynlífi og tölvuklámi eins og því er lýst í 37 ára gamalli grein í vísindaskáldritinu new worlds?
Þessi grein (sjá hér að neðan) er skemmtileg lesning, minnir mann á hversu hægt okkur miðar í raun þegar kemur að tækniframförum, þ.e. annars vegar væntingum okkar til þeirra og svo raunveruleikans, þrátt fyrir að á stundum finnist okkur heimurinn þjóta hjá.
Ég segi oft að gamni að ég byrjaði í tölvunum vegna þess að heimilistölvan var að koma á markaðinn. Reynir Hugason seldi landanum þessa hugmynd fyrir 27 árum og stóra bróður mínum (og þar með mér) einhverjum árum áður. Hér til hliðar er viðtal við RH í Mbl. þann 3. feb. 1980 þar sem hann er að kynna tölvuna sem lið í sjálfvirkni framtíðarinnar (smellið tvisar á fréttina til að stækka og lesa). Nú einhverjum 33 árum eftir að ég fyrst komst í Commodore PET er heimilistölvan ekki enn komin, þ.e. sú græja sem væntingar mínar standa til - en ég er viss um að hún er rétt handan hornsins, Windows Vista er skref í rétta átt.
Athygliverð tilviljun er að sömu síðu er frétt um klám á glámbekk, ljóst er að að fréttaritari hafði lög að mæla og spurningar hans og áhyggjur voru réttmætar. Verulega hefur hallað undan fæti hvað varðar aðgengi að klámi en ég reikna nú samt með því að allir geti tekið undir að jafnrétti hefur fleygt fram, kannski svo að hægt sé að segja að jafnrétti hafi tekið meiri framförum en tæknin á þeim tíma síðan þessar greinar voru skrifaðar.
Gaman væri að heyra af skoðunum fólks á þessu.
Hér er greinin úr new worlds, titill hennar er "Does Sex Have a Future?":
Psychoanalysis computer programs have already been used, giving intelligent responses to the patient's statements. One can see that in ten or fifteen years it may well be impossible to distinguish between a real woman and a replica, for the purposes of coitus and limited verbal exchanges in a dim-lit brothel. Even now visitors to Disneyland find it hard to believe that the many computerised robots are not real people.
Meanwhile, in the home, mechanical aids for marital sex will obviously supercede the oscillating bed. Visions of body-harnesses, cables and pulleys powered by a ten-horsepower motor with reduction gearing and elaborate cams and levers, are impractically mediaeval. A coital labour-saving device on more elegant lines would work on the 'waldo' principle: in, for instance, experiments with radio-active materials, the movements of the operator's hand in a metal 'glove' lined with sensors are translated into impulses which operate a metal 'hand' at a distance.
It would be equally feasible to insert the penis in a metal 'vagina' lined with sensors which would feed an artificial 'phallus', not only mimicking the operator's movements, but, if desired, amplifying them. The artificial phallus in turn would sense the woman's pelvic movements and vaginal contractions, feeding back to the artificial 'vagina'. The mutual feedback, lubrication, constriction and so on could be easily adjusted to suit. Partners would only need to move minimally for the mechanical 'genitals' to simulate violent coitus.
This would be a great boon to the disabled. More important, it would enable love at a distance:
The Englishman has never met his Australian girlfriend, but speaks to her often on his picturephone. They know one another intimately, and so, with some shyness, she agrees to plug in. They make love watching each other on the colour TV tubes, and feeling each other with great tenderness and emotion. It is a very personalised system, and in addition avoids danger of disease and pregnancy.
Later, the man re-lives it by playing into the artificial vagina the tape he has made of his lover's movements. He sees her face on the screen again, and hears her words of love... Still later, he enjoys a tape linked with picture and voice of his favourite screen star. Technology of this sophistication is not quite developed as yet. But simpler masturbation machines could presumably be manufactured and sold much as the vibro-massagers have been.
A woman-replica need not be the optimum design for a sexual substitute. Many men display more affection for their cars than their wives; perhaps the ultimate love-object could be a plastic thing, with many alternative orifices offering various tactile qualities, shapes and depths. How many 'breasts' should this object possess? What temperature should it operate at? What consistency of 'flesh'? Should it have a 'face'?
The idea of something like a long sausage, vibrating softly, full of warm treacle, has certain attractions as a sexual toy.
Bloggar | Breytt 22.2.2007 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007
Ég er ekki sá sem ég er...
Ég styð að fólk geti komið fram undir dulnefni, með skilyrðum þó. Ég skrifaði um þetta efni undir lok s.l. árs, en í og með voru hugsanir tengdu þessu viðfangsefni hvatinn að því að ég hóf að skrifa hér á blogginu. Hérna er það innlegg:Time og maður ársins, 2. vers.
Því miður hefur Mbl. brugðist trausti mínu og annar sem hér eru skráðir með óheppilegum TÆKNILEGUM mistökum sínum í dag.
Það er líka hreint ótrúlegt að lykilorð notenda skulu vera geymd í frummynd sinni (órugluð) - Mbl hefur ekkert með þessi lykilorð að gera á þessu formi - ALLS EKKERT. Eru lykilorðaveiðar stundaðar af rekstraraðilum Mbl? Er blogg.is Troju-hestur? Í raun ætti kennitala notenda að vera dulkóðuð líka.
Mig langar að grípa niður í niðurlag greinar minnar:
Virkt eftirlit er gott mál - en því skyldi ekki ruglað saman við virka ritskoðun. Eftirlit snýst um að vernda þjónustuna (og notendur hennar) í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur og viðmið. Ritskoðun er geðþótta síun á umræðu, þar sem ákveðnum sjónarmiðum eða ákveðinni umræðu er ekki leyft að koma fram eða eiga sér stað.Hvernig á að vera hægt að treysta aðila sem stundar slíkt til þess að annast opna umræðu eða fyrir jafn viðkvæmum hlut og persónuleynd er? Það er af og frá að það sé hægt!
Ég sé aðeins eina leið fyrir aðstandendur kylfingur.is til þess að byggja upp traust. Þeir verða að semja og birta vinnureglur (Code of Conduct / Terms of Use / Privacy Policy) um hvernig þeir hyggjast standa að rekstri þessarar þjónustu.
Það er svo verulega athyglivert að Mbl er ekki með slíkar reglur fyrri bloggið - sjáanlegar.
Það er verulega brýnt að Mbl. taki hér til sín þau orð sem ég beini þarna til kylfingur.is. Mbl er skylt að taka á þessu máli af festu og það tafarlaust.
Ekki hægt að sanna hver skrifaði á spjallvef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2007
Gott nafn og réttur maður
í viðskiptana furðuveröld
jöfrar spor sína marka
í eigin nafni risinn tekur völd
veit að þetta er aðeins fyrir þjarka
-oOo-
Aggi er risi af manni og það hæfir honum vel að starfa undir slíku merki. Rétt eins og það hæfir merkinu að hafa hann.
Titan menn til hamingu með þetta.
Agnar Már Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Titan Invest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í ljósi umræðunnar sem spannst og spanaðist upp í kringum fyrirhugaða heimsókn hóp fólks (kallað klámliðið) hingað til lands er það kannski óðs manns æði að setja inn á bloggið mitt tilvísun inn á sundfatablað Sports Illustrated, en þeir voru víst að opna á 2007 útgáfuna.
Ástæðan fyrir því að ég fór inn á baðfatavef SI tengist á engan hátt "klámi" né heldur baðfötum ef út í það er farið. Heldur var ég að lesa um tæki og tól (hum, tölvutól) og fyrr en varði horfði ég á IPod yfir klofinu á henni Marisu Miller. Það var sumsé áhugi minn á IPod'um og skildum græjum en ekki á fögrum kroppum og bústnum börmum og hvað þá hálf huldum klofum sem leiddi mig inn á síðuna - bara svo að það sé á hreinu.
Þessi atburðarrás er auðvitað ákveðinn harmleikur; það að ég skuli hafa áhuga á tækni verður til þess að ég dett óvart inn á "skvísusíðu", sem ég svo finn mig tilneyddan til þess að deila með lesendum bloggsíðu minnar, sem svo endar kannski með því að ég á yfir höfði mér málsókn. Ef fólk áttar sig ekki á sakarefninu, þá væri það fyrir dreifingu kláms og til vara fyrir að ýta undir dreifingu kláms. Það er nú líkast til.
Hver hefur sinn kross að bera.
Hardcore-femínistar munu kalla þetta efni sem ég vísa á klám - geta í sjálfu sér ekki annað. Það mun sennilega engu breyta að ógrynni tímarita sem innihalda áþekkt efni eru gefin út í öllum löndum þessa heims þar sem frelsi er sæmilega virt. Engu mun heldur breyta að þessi blöð eru gefin út með konur í huga og að þetta efni er daglegt lesefni tugmilljóna manna. Vandræði HCF eru að þeirra eigin málflutningur hefur króað þau af, rétt eins og ætíð gerist með málflutning ofsa - og öfgamanna. Rök þeirra gera það að verkum að þau geta ekki dregið línu á milli tískusýninga, súludans, vaxtaræktar, gapandi afturenda, kássukynlífs, auglýsinga frá Blue Lagoon eða Icelandair; líkami konu skal aldrei vera notaður í atvinnuskyni. Ofbeldi ekki ofbeldi, nauðung ekki nauðung - það skiptir ekki máli.
Call me crazy.
Þið getið skoðað Sports Illustrated Swimsuit hér.
Til samanburðar (og mér til varnar) er flott að kíkja á nokkrar (af þúsundum dæma) vefsíður sem höndla með skyldan varning: Victorias Secret (eru einmitt að keyra á sundfötum þessa dagana), Ann Summers (já já já svolítið meira á kantinum en aðrar síður í þessu dæmi), figleaves.com (líka með sundföt á forsíðunni hjá sér) og Debenhams (sem keyra á sakleysinu!!!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 112662
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk