19.2.2007
Nýja lúkkið hennar Britney Spears
Hnaut um Britney á förnum vegi, tók eftir því að hún var með kollu. Fanst að mér bæri skilda til þess að deila þessari merkilegu ekki frétt með ykkur.
Hárgreiðslukona firrir sig ábyrgð á klippingu Britneyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007
Hvort hugsar þú eins og karl eða kona?
Á vef BBC fann ég próf sem kallað er Sex I.D. Test, ég tók prófið og niðurstaðan var sú að ég skoraði eins og meðal karlmaður. Ég veit ekki hvort að ég sé ánægður með það eða ekki! Ljóst er að kollurinn á mér virðist vera þokkalega rétt stilltur miðað við kynferði mitt, en um það hafði ég aldrei efast. En nú er ég svona að spá hvort það hefði ekki verið flottara að skora hærra - væri ég þá ekki meri maður?
Niðurstaða mín úr prófinu er sem hér segir:
Part 1 |
Angles | |
This task tested your ability to identify the angle of a line by matching it with its twin. This is a spatial task, which looks at how you picture space. Your score: 18 out of 20Average score for men: 15.1 out of 20 Average score for women: 13.3 out of 20 What does your result suggest? If you scored 13 - 17: You found this test neither hard nor easy. This suggests your brain has male and female traits when it comes to spatial ability. If you scored 18 - 20: You have more of a male brain. On average, men outperform women in this task and those with more mathematical knowledge tend to score quite high as well. In past studies, 60 per cent of the people in this range were men. Interestingly, men's testosterone levels fluctuate through the seasons and studies have shown that men's scores are lower in the spring, when their testosterone levels are at their lowest. Do our cave dwelling ancestors offer us any clues about why men and women score differently on this task? Find out more. | |
Spot the difference | |
This task tested your ability to identify which objects changed position. You lost points, if you incorrectly identified objects. Your score: 43%Average score for men: 39% Average score for women: 46% What does your score suggest? If you scored between 34 - 66%: You may have a balanced female-male brain. If you scored between 67 - 100%: Those with a female-type brain generally score in this range. Your ability to remember where objects are may serve as an advantage to you when you're trying to find your way around places. You're more capable of recalling landmarks to get from one place to another. Find out more about our spatial abilities. |
Part 2 |
Hands | |
You said your left thumb was on top when you clasped your hands together. Right thumb on top: This suggests the left half of your brain is dominant. Many studies have tried to establish whether there is a relationship between handedness and brain dominance. Some scientists believe that if you are left brain dominant, you would be more verbal and analytical. Left thumb on top: This suggests the right half of your brain is dominant. Some studies theorise that as a right brain dominant person, you may excel in visual, spatial and intuitive processes. However, these theories are debatable and leave much to be said about the small percentage of people who are ambidextrous. Find out why right-brained people may be better fighters and artists. |
Part 3 |
Emotions and Systems | |
This task looked at whether you prefer to empathise or systemise. EmpathisingYour empathy score is: 8 out of 20 Average score for men: 7.9 out of 20 Average score for women: 10.6 out of 20 What does your result suggest? Systemising Your systemising score is: 13 out of 20 Average score for men: 12.5 out of 20 Average score for women: 8.0 out of 20 What does your result suggest? Scientists are keen to learn more about people who score high or low on both tests. They want to find out whether or not empathising and systemising are linked. Is a possible to make yourself more empathic? Some scientists claim that our empathy and systemising abilities can be traced all the way back to prehistoric times. Find out more. |
Eyes | |
This task tested your ability to judge people's emotions. Your score: 5 out of 10Average score for men: 6.6 out of 10 Average score for women: 6.6 out of 10 What does your result suggest? If you scored 4 - 6: Your result suggests you have a balanced female-male brain and find it neither easy nor difficult to judge people's emotions. If you scored 7 - 10: Your result suggests you are a good empathiser, sensitive to other people's emotions. Women generally fall into this category. Professor Baron-Cohen at the University of Cambridge says that people usually perform better than they expect to on this test. Men often think a person's eyes are sending signals of desire when that's not the case at all. Find out more. |
Part 4 |
Fingers | |
We asked you to measure your ring and index fingers. Your ratios came to: Right Hand: 0.92Left Hand: 1.01 Average ratio for men: 0.982 Average ratio for women: 0.991 It's thought that your ratio is governed by the amount of testosterone you were exposed to in your mother's womb. The ratio of the length of your index finger to the length of your ring finger is set for life by as early as three months after conception. Even during puberty, when we experience intensive hormonal changes, the ratio stays the same. Men generally have a ring finger that is longer than their index finger, which gives them a lower ratio than women, whose ring and index fingers are usually of equal length. Studies have found that men and women with lots of brothers generally have more masculine finger ratios. Find out what other things scientists think our ratios may tell us. |
Part 5 |
Faces | |
This task looked at how you rate the attractiveness of a series of faces. The images you looked at were digitally altered to create slight differences in masculinity. Your choices suggest you prefer more feminine faces. Highly masculinised male faces possess more extreme testosterone markers such as a long, broad and lower jaw, as well as more pronounced brow ridges and cheekbones. Interestingly, women's preferences are said to vary across the menstrual phase. A more masculine face is preferred during the 9 days prior to ovulation, when conception is most likely. A typical 'attractive' female face possesses features such as a shorter, narrower, lower jaw, fuller lips and larger eyes than an average face. Are you surprised at what researchers think they can learn from your answers? Find out more. |
Part 6 |
3D shapes | |
This task tested your ability to mentally rotate 3D shapes. Your score: 9 out of 12 What does your result suggest? If you scored 7 - 9: In past studies, 50 per cent of the people who scored in this range were women and 50 per cent were men. If you scored 10 - 12: Are you an engineer or do you have a science background? People with these skills tend to score in this range. Past studies have concluded that people in this range have a more male brain. Nearly a third of men who took this test got full marks, whereas less than 10 per cent of women managed the same. Find out why. |
Words | |
This task looked at your verbal fluency. Your score: you associated 8 word(s) with grey and you named 3 word(s) that mean happy. We are assuming that all the words you entered are correct. Average score for men: 11.4 words totalAverage score for women: 12.4 words total What does your result suggest? If you produced 6 - 10 words: Most people in this range have a female-type brain. Women are said to use both sides of the brain when doing verbal tasks while men mainly use their left side. Studies have shown that girls develop vocabulary faster than boys. This difference in brain power is caused by levels of pre-natal testosterone. Find out more . |
Ultimatum | |
This task asked you how you would divide money. If you had to split £50 with someone, you said you would demand £25 So far on the Sex ID test, men have demanded 51.6% (£25.80) of the pot and women have demanded 51.0% (£25.50), on average. What does your response suggest? Scientists believe that people with lower testosterone levels tend to take fewer risks so they are probably more willing to keep less for themselves. Those with higher testosterone levels tend to drive a harder bargain and are less compromising. Men's testosterone levels fluctuate over the seasons and are at their lowest levels during the springtime. This is said to influence their bargaining power. Find out more about the role of testosterone |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2007
Birgir Leifur er á réttri leið
Dæmið gekk því miður ekki upp hjá Bigga í Indónesíu. En hann er á réttri leið, það er gríðarlega mikilvægt að ná í gegnum niðurskurðinn.
Ef leikur hans er skoðaður þá sést að hann er að gera fína hluti, er að fá fugla, 10 stk. á þessu móti. Hefðu svo sem mátt vera 2 - 3 í viðbót (ernirnir munu detta inn) en fuglar eru greinilega ekki vandamál hjá honum. Fjöldi skolla er svo sem ekkert út úr kortinu en þeir voru 10 eins og fuglarnir. Ef hann kemur þessu niður í svona 8 þá verður hann að dansa. En svo er það þetta bévítans double sem hann bjó til svo ekki sé talað um and.. tripið sem hann tók þarna á 9. holu fyrsta daginn. Þetta þarf hann að útiloka - sem hann gerir örugglega.
Ég veit að Biggi veit að hann getur þetta, það er aðalmálið. Hann mun setja saman fína fjóra hringi fljótlega sem munu skila honum inn fyrir topp 20. Svo tekur hann dollu einn góðan veðurdag.
Stattu þig strákur.
ES. Bigga blogg er hér
Slakur lokakafli Birgis skilaði honum í 59. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Golf | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007
Klámstjörnur ætla að ríða ...
... út á Íslandi í næsta mánuði.
Ef marka má fréttir og umræðuna hér á blogginu þá er það stór, RISASTÓR viðburður að til landsins ætli að koma dágóður hellingur af fólki sem vinnur við klámiðnaðinn. Það verður vafalaust mikið um föngulegasta fólk í þessum hópi, líklega verða bústnar ofurskvísur og vel hangnir "hönkkar" áberandi. Hingað ætla þau að koma til skrafs og ráðagerða en líka til þess að gamna sér svolítið.
Af hverju er allt orðið vitlaust vegna þessa? Uppi eru háværar raddir um að það eigi að banna fólkinu að koma hingað!
Hvaða, hvaða.
Úr því að málið fór í þann farveg sem það er í (sem var svo sem viðbúið), má segja að umræðan í framhaldinu hefði verið fyrirséð að mestu. Tilfinningar bera skynsemina ofurliði. Steríótýpurnar stökkva inn á sviðið og hegða sér nákvæmlega eins og tja steríótýpur.
Í mínum huga er birtingarmyndin eitthvað á þessa leið:
Leiðinlegar stelpur, konur og kellingar undir flaggi femínisma æpa og öskra, veifandi fullyrðingum um, nauðung, dóp og mannsal og undir þetta taka jafn leiðinlegir strákar og karlar sem líka segjast vera femínistar.
Svo eru það svona VG týpurnar, þið vitið; Steingerfingur Joð, Ömmi og Kolla. Ég meina svona fólk sem verður voðalega oft alveg ægilega vont og á það þá til, oftar en ekki, að hella heilum helling af hring-raka-þvælu yfir allt og alla.
Raupandi og rausandi.
Það er ekkert fyrir mig að reyna að skilgreina klám, en ég veit að klám er klám, klám er erótík, erótík er klám og klám er ekki klám þó svo klám sé. Ég vill meina að hugtakið klám eins og það er notað í daglegu tali sé ekki endilega neikvætt, að vort daglegt klám sé annað klám en það sem um er fjallað í 210. gr. hegningarlaga.
Þar hafið þið það!
Það er enginn vafi á því að í skjóli klámiðnaðarins þrífast margir ógeðfeldir hlutir, sumir ógeðslegri en orð fá lýst. Hlutir sem engin eðlileg manneskja getur verið sátt við. En við sem teljum okkur vera "eðlileg" og viljum forðast þá staði þar sem óeðli er eðli megum samt ekki fordæma athafnir samferðafólks okkar með þeim hætti sem steríótýpurnar gera. Við getum ekki dregið allt þetta fólk í einn dilk - málað það í sama litnum og úthrópað það síðan sem glæpalýð. Í slíku felst áþekk mannfyrirlitning og steríóliðið er að saka þetta fólk um.
Ef fólk vill lát a taka sig alvarlega í þessari umræðu þá þarf það að gangast við því að fullorðnu fólki er frjálst að athafna sig eins og því sýnst svo lengi sem það sjálft ræður ferðinni. Hér virkar ekki að alhæfa að leikararnir séu nauðugir í leiknum. Fólk má hamast, hoppa og skoppa, hálf-nakið , alsnakið, klætt í búning læknis, Tarsans eða nunnu, bundið eða óbundið, brúkandi svipur, tól og tæki, slím, jarðarber og rjóma, stynjandi, rymjandi, sitjandi, standandi, fljúgandi, já rétt eins og því listir og í leiðinni er það bara í fínu að myndir séu teknar af öllu saman. Í framhaldi höfum við svo ekki mikið að segja um hvernig efnið (myndirnar, hljóðið) er höndlað.
Stundum horfi ég á klám, stundum finnst mér það í lagi, stundum líður mér hálf-kjánlega, stundum geispa ég, stundum veit ég ekki hver fjárinn er í gangi - hvort að einhver sé að koma, tja eða þá að fara.
Síðast horfði ég á klámmynd um miðjan janúar, þá horfði ég á mynd sem hét "Iron Master Byrgisins". Þetta gæti verið vinnuheiti en mér fannst allt yfirbragð myndarinnar bera það með sér að hún væri enn í vinnslu. Mér var sagt að þetta sé til þess að gera nýleg mynd og að tökur hafi farið fram hér á landi. Mér leiddist myndin, svo mjög að ég greip til þess ráðs að horfa á hana á þreföldum hraða.
IMB var einhvernveginn alveg laust við að vekja upp hjá mér slíkar kenndir (gre...) sem mér finnst að svona myndir eigi að gera. Þar spilar forsaga, baksvið sögunar verulega inn í, veldur því að sorg verður öðrum kenndum sterkari. Eða var það kannski ætlun leikstjórans? Sagan af IMB er saga nauðungar.
En færum sambærilega klámmyndagerð í annað umhverfi. Segjum söguna að hamingjusama parinu við getum kallað þau OG og DM, þau þekkja allir eru þekkt fyrir heilbrigðan og jákvæða lífstíl - svona fólk sem allt leikur í lindi hjá. Í sínu einkalífi stunda þau eitthvað sem ég myndi kalla all sérstækt kynlíf, í takt við það sem sést í IMB. Þeim finnst æðislegt að horfa á klámmyndir af slíkum athöfnum og æsingur þeirra verður aldrei meiri en þegar þau sjálf fara með aðalhlutverk. OG og DM eru líka félagar í klúbbi þar sem fólk með svipaðan áhuga kemur saman til að horfa á nokkrar ræmur og fá sér te eða ávaxtasafa. Þarna ræðir fólkið stílbrigði og tækni - ekki ósvipað því sem fólk gerir sem stundar dans. Líka eru einginleikar tóla og tækja ræddir og vinsælt er að fá gesta fyrirlesara til þess að kenna nýja hnýtingar - binditækni er nefnilega mikilvægur hluti í þessu hobbýi, ekkert ósvipað og hjá þeim sem hnýta veiðiflugur. Perraskapur sem það er.
Í klúbbnum þeirra er nokkuð algengt er að fólk skiptist á myndskeiðum eða jafnvel heilu stuttmyndunum og þekkt er að sumar þessara mynda sé gefnar út, þannig að stærri hópur geti notið þeirra. Klúbburinn sem OG og DM eru í heldur úti fínum vef, þessi vefur er vinsæl hjá fólki sem hefur áhuga á svona nokkru og já fjölda forvitina. Á þessum vef eru m.a. svona myndir seldar, þær eru seldar háu verði - seljast grimmt.
Ætli þessi saga sé nokkuð út í hött? Það skal í það minnsta engin segja mér að eitthvað þessu líkt eigi sér ekki stað.
Það má líka einfalda þessa sögu mikið; segja sem svo að OG og DM stundi bara svona venjulegt hömdí dömdí kynlíf, en finnist gaman að teipa það og horfa á við ýmis tækifæri, þau eru meðlimir í samfélagi á netinu sem skiptist á og selur svona efni.
Og þá eru það spurningarnar; hvar í ferlinu breytist heimilisklámið í klámiðnað nauðugra, hver er það sem eldheitur leikur drifinn af sameiginlegum nautum þeirra breitist í nauðung. Hvað er það í athöfnum þeirra sem lítilsvirðir konur já eða karla?
Endilega skoðið þetta innlegg á Vísindavef HÍ um klám, mér finnst þar vera fín nálgun og svo er hér lengri grein sem er ágæt lesning.
Svo lengi sem við höfum ekki annað en tilfinningaleg rök gegn þessu fólki þá skulum við láta þetta fólk í friði, leyfum því að koma hingað og látum það óáreitt. Allir tilburðir til þess að hafa frekari afskipti af málinu mun aðeins vekja á hópnum meiri athygli (nóg er komið samt), við verðum líka að reyna að koma í veg fyrir að við gerum okkur að algjörum fíflum (það er kominn nettur fífla fílingur í málið).
ES. Ég er hissa á innígripi Borgarstjórans. Það skal tekið fram að ég flokka Villa borgó ekki í hóp með steríótýpunum. Ég held að þetta hafi verið óvart hjá honum, vont frumhlaup. Hann átti ekkert með það að gera að blanda sér í umræðuna með þeim hætti sem hann gerir. Núna er hann kominn í einhverskonar sjálfheldu, hann veit að af-því-bara rök duga ekki og verður því að fylgja ígripinu eftir og gerir tilraun til að verja þessa skoðun með efnislegumrökum. Æi þetta er ógurlega aumt. Hálfu aumar er það svo að ríkistjórnin hafi fundið það upp hjá sér að ræða málið.
Bloggar | Breytt 18.2.2007 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2007
Helgarþrautin - fínn leikur frá BBC
Um daginn þá "stömblaði" ég á leik á vef BBC, þetta er "Flash" þrautaleikur sem kallast CDX. Við fyrstu sýn virkar leikurinn vel á mig; hann er flottur, sagan virðist vera góð og mér sýnist að hann sé ekki erfiðari en svo að engin tapi sér við lausn hans.
Ég hef lýst áhuga mínum á þessháttar leikjum hér á blogginu (sjá hér). CDX er að því ég best fæ sé hluti af kynningarstarfi BBC á sjónvarpsþáttaröðinni Róme.
Sagan er eitthvað á þá leið að "fórnarhnífur" sem gerður var í árdaga Rómverska keisaraveldisins hefur að geyma lausnina á fornu og blóði drifnu samsæri sem skýtur upp á yfirborðið á okkar dögum. Adam Foster sem vaknar minnislaus í herbergi í Túnis dregst inn í atburðarrás græðgi, svika og morðs. Spurningin er hvar er hnífurinn, er hægt að stoppa morðingjann?
Ekki er það verra að Íslendingur kemur við sögu í einni af fyrstu myndinni í leiknum. Í pósthólfi Adams er að finna póst frá "Gudrun in Reykjavik", sjá myndinna hér fyrir neðan.
CDX fór í loftið í september á síðasta ári þannig að það má vel vera að flestir sem hafa áhuga á svona nokkru viti þegar af leiknum.
En fyrir ykkur hin, þá er CDX hér og síða BBC um leikinn er hér.
Bloggar | Breytt 17.2.2007 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007
Valentínusar vampíra
Kona í Arizona var handtekin á Valentínusardag grunuð um líkamsárás. Konan hin 23 ára gamla Tiffany Sutton hafði fengið 43 ára gamlan mann til fylgis við sig með loforði um hinssegin rekkjubrögð.
Eftir að hafa bundið kappann með hans samþykki tók daman fram dálk einn mikinn og skar í fótlegg mannsins og fékk sér síðan að súpa.
Félaginn náði að slíta sig lausan, það er auðvitað ekki auðvelt að slíta sig frá svona nokkru þannig að hann á klapp skilið fyrir að hafa sig í það. Eftir að hann losnaði flúði náunginn með fraukuna og kutann á hælum sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2007
Hrafnaþing komið á fullt
Ég tók eftir því í morgun þegar ég var á ferðinni með stubbinn í skólann og síðan á leið til vinnu að óvenju margir hrafnar urðu á vegi mínum.
Fyrst sá ég 2 - 3 pör við Selásskóla, á leiðinni niður brekkuna frá Selásbrautinni niður á Bæjarháls var hellingur af fuglum sennilega 8 til 12 stk., sem ég tók hringtorgið inná Bæjarhálsinn var mér litið upp til Hádegismóa og þar greindi ég í hendingu einhverja fugla kannski 3 - 4 og að lokum sá ég 4 fugla á leiðnni niður Hálsabrautina. Eða eitthvað um 20 fugla í það heila.
Á leiðinni heim var eitthvað svipað upp á teningnum, ætli ég hafi ekki séð einhverja 8 - 10 fugla, en ég fer aðra leið heim - ekki jafn hrafnvæna.
Hrafnaþing er greinilega komið saman. Það hvarlaði að mér eitt augnablik að í þessari "sýn" fælust skilaboð. Ég fór inn á www.inntv.is rétt í þessu nokkuð viss um að karlinn væri kominn í loftið, en þar er bara stillimynd - þetta olli mér vonbrigðum.
En um leið var mér létt, ég trúi nefnilega ekkert á svona teikn, fyrirboða og svoleiðis bull.
Sjúk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Allen (hann stofnaði Microsoft með Bill Gates 1975) var að festa sér nýja snekkju. Hún ber nafnið Crystal Ball og er í smíðum í Hamborg hjá Blohm + Voss, en mér skilst að þar á bæ séu menn vanir því að föndra við svona nokkuð.
Með kaupunum á Crystall Ball ætti PA að hafa tryggt sér sæti við topp listans yfir þá sem eiga flottustu fljótandi hallirnar í þessum heimi.
PA er nefnilega í hörku keppni. Þetta er svona "minn er mikið stærri en þinn" keppni og á meðal þátttakenda er Arabískur kóngur, nokkrir prinsar og sjeikar úr sama heimshluta, ásamt Roman Abramovich (hann á m.a. Chelsea - fyrir þá sem ekki muna þá er það fótboltaklúbburinn sem Eiður Smári trimmaði með hérna um árið), Larry Ellison (hann er atvinnuglaumgosi sem stjórnar Oracle í hjáverkum) og svo eru held ég nokkrir Grikkir með í keppninni. Koma svo Björgólfur Thor....
Crystal Ball er 140m löng, á henni eru tveir þyrlupallar (menn verða að geta tekið á móti óvæntum gestum), þyrluskýli og 12m sundlaug. Fleyið er byggt fyrir 16 farþega í 8 herbergjum (einhver af þeim tilheyra séríbúð eigenda), nú síðan er gert ráð fyrir 40 starfsmönnum (það er jú í mörg horn að líta).
Hönnun Crystal Ball er sögð einstök tæknilega og útlitislega séð, en eitt það merkilegast er að klæðning þilfarshússins er að mestu úr gleri, þetta gler er þeirrar náttúru að hægt er að stjórna því hversu gegnsætt það er, rúðu fyrir rúðu.
Menn eru að skjóta á að PA þurfi slengja fram einhverjum rúmum 20 milljörðum fyrir kristalskúluna. Ég er svo að velta því fyrir mér hvort hann selji aðra af þeim ofursnekkjum sem hann á fyrir, en þær eru; Octopus (nr. 5, 127m), Tatoosh (nr. 19, 92m). Reyndar átti hann víst þrjár á tímabili en mér sýnist að hann sé búinn að selja Ithaka, enda ekkert orðið varið í hana þar sem hún rétt slapp inn á topp hundrað (nr. 99, 61m).
Hérna er hægt að sjá vídeó (QuickTime) af nýja dallinum og hér er hægt að hlaða niður myndum af Octopus (PowerPoint) sem segja meira en mörg orð. Vefur framleiðandans er hér.
Eins og ég sagði þá er þetta hörku keppni sem PA er í, keppni þar sem menn gefa ekkert eftir.
Þess má geta að Abró er með eina 168m langa í byggingu, þannig að PA er ekki að fara að vinna keppnina á lengdinni einni saman, það er ljóst. Reyndar koma 140m honum aðeins í 3 sætið (og svo fellur hann um eitt daginn sem Abró brýtur sjampóflöskuna á sinni lengju). Hann Abró á líka tvo dalla fyrir og má sækja myndir af þeim hér.
Er ekki rétt að hafa tengil á wikí líka, hér er listi yfir stöðuna í keppninni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæða þess að ég skrifa við þessa frétt er ekki sú staðreynd að farsímasjónvarp hefur orðið til, heldur vegna þess að ég má til með að "hrauna" yfir Pétur Reynisson hjá Gáttinni, en Pétur gengur fram af mér í bloggi sínu um þessa sömu frétt.
Fyrst eilítið um farsímasjónvarp. Sjónvarp í farsíma er í sjálfu sér ekki nýjung, þetta er tækni sem er búin að vera á leiðinni í nokkur ár. Ætli þetta sé ekki þriðja eða fjórða árið sem farsímasjónvarp er á dagskránni á 3GSM WC, en þunginn er vissulega meiri í ár enda hillir nú LOKSINS undir að tæknin verði sett í almenna notkun í Evrópu. Reyndar er farsímasjónvarp búið að vera í notkun í nokkrum löndum Asíu í nokkur ár t.d. í Suður-Kóreu (á CDMA en ekki GSM).
Því miður á þessi tækni eftir að vera á leiðinni til okkar Íslendinga í einhver ár í viðbót. Forsenda þess að koma sjónvarpi í símann er aukin bandbreidd (þ.e. er fyrir streymt efni) og þar stendur hnífurinn í kúnni, við Íslendingar erum svo fjári aftarlega á merinni þegar kemur að almennri nýtingu framsækinnar tækni (þvert á það sem flestir telja) og því er einmitt þannig farið með 3G (þriðju kynslóð farsíma) - ástandið er svo slæmt að það heyrist vart minnst á þessa tækni. Eins eru þráðlausar (DVB-T / DVB-H) stafrænar sjónvarpsútsendingar ekki til hér (mig minnir þó að einhverjir hafi gert tilraunir í þeim efnum). Koma svo Björgólfur Thór...
Sennilega er það fáránleg hugmynd, sem byggð er á pólitískumrétttrúnaði, um þekju 3G netsins sem er helsta fyrirstaðan fyrir því að við Íslendingar njótum ekki þessar þjónustu í bráð. Í lögum um þriðju kynslóð farsíma (ég velti því fyrir mér hvers vegna það séu til lög um 3G, má ekki leysa svona nokkuð með reglugerð) er sett skilyrði um að netið nái til 60% íbúa á hverju fjögurra skilgreindra svæða. Þessi krafa (ásamt því að greiða þarf einhverjar 200 milljónir fyrir tíðnina) þýðir að rekstraraðilar meta það svo að ekki sé hagkvæmt að reka slíka þjónustu. Hafa þarf í huga að 3G sendar draga mun skemur en GSM sendar sem þýðir að fleiri senda þarf til þess að byggja upp dreifikerfið, það eitt leiðir til verulega aukins kostnaðar.
Rekstraraðilar horfa á kostnað við uppsetningu og rekstur á annari vogarskálinni og takmörkuð viðskiptatækifæri á hinni og sjá í hendi sér að það hallar verulega á arðsemina - dæmið hefur hingað til ekki gengið upp.
Farsímasjónvarp er gott dæmi um virðisaukandiþjónustu sem mun hjálpa til við að jafna í skálunum.
Í bloggi Péturs hæðir hann að krafti þá tækni sem farsímasjónvarpið er, telur hana vera eitthvert ónauðsynlegt glingur fyrir fólk með dellu, að enginn sæmilega gefinn maður hafi minnstu þörf fyrir svona lagað. Hérna fyrir neðan eru nokkur andmæli við fullyrðingum eða spurningum í bloggi Péturs:
- Hvers vegna er þetta léleg lausn? Er það vegna þess að Pétur sér engin skynsamleg not fyrir tæknina? Eða vegna þess að tæknin er ekki nægilega góð til þess að leysa skynsamleg not?
- Já svona nokkuð gerum við í nafni framfara og tækni og einmitt það að fjöldi fólks er tilbúið til þess að "gleypa við" svona nokkru gerir frumkvöðlum mögulegt að halda áfram að vera frumkvöðlar - sem er jú gott fyrir tækniframfarir.
- Já fólk ætti að "váa" eins og tilfinningar þess bjóða, oft og hátt - vá-hrif eru nákvæmlega það sem hönnuðir þessarar tækni og framleiðendur tólana vilja ná fram.
- Nei farsímasjónvarp er ekki dæmi um eitthvað sem ekki ætti að finna upp, heldur er þetta gott dæmi um snilli okkar mannanna, mátt hugans.
- Það gera sér væntanlega allir grein fyrir því að greiða þarf fyrir þessi tæki og síðan fyrir þá þjónustu sem nýtt er.
- Ég skil bara ekki þetta sex sinnum dæmi. Nei við ætlum ekki að lesa bók sem er með sex sinnum minna letur enn í venjulegri kilju (ca. 11 punkta letur) - einfaldlega vegna þess að við getum það ekki, í það minnsta ekki með berum augum. En öðru máli gegnir um óvenjulegar kiljur sem eru prentaðar með 48 punkta letri. Jamm jamm það hefði ég nú haldið.
- Varðandi tækniblinduna þá vil ég aðeins segja SEM BETUR FER það eru ansi margir hlutir, gagnlegir, skemmtilegir, undarlegir o.s.frv. sem ekki hefðu borið fyrir augu okkar ef allir hugsuðu eins og Pétur.
- Ef hugmynd Péturs um að nota símann aðeins til þess að hringja með og sjónvarpið aðeins til að horfa á [myndir í] má jafna við að við værum með eina tölvu til þess að möndla með t-póst, aðra til þess að skrifa bréf, enn aðra til þess reikna með o.s.frv. Samrunatæki eru af hinu góða, hugsið ykkur bara; tölva, sími, myndavél, hljómflutningstæki og sjónvarp allt í sama tækinu - jafnvel tæki sem kemst fyrir í partýbuddu konunnar! Myndbandið hér að neðan er á stærð við skjá í hefðbundnum farsíma (m.v. 1024p upplausn), ekki farsíma sem er sniðinn að þessari notkun.
- Ef menn greindu viðskiptatækifæri í því að koma kaffivél fyrir í fartölvum eða öðrum tölvum þá myndu menn gera það.
- Já maðurinn á myndinni er örugglega að segja fólki eitthvað í þá veru að þetta sé eitthvað sem fólk á eftir að geta notað og já ætti að kaupa og það sem allra fyrst - ENN EKKI HVAÐ. Ég ætla hins vegar ekki að leggja honum orð í munn. Það hefði verið hrikalega flott ef ég hefði getað flett fyrirlestri hans upp í símanum mínum og horft á hann t.d. á klóinu. Nú enn flottara hefði verið ef ég hefði átt þess kost að horfa á kynninguna hans "live" í farsímanum mínum.
Ef Pétur væri þekktur sem argasta afturhald, t.d. ef hann væri kröftugur þátttakandi í starfi Vinstri-Grænna, þá tækist mér að setja meiningar hans í eitthvert samhengi. Ekki það að ég teldi þær réttar í einu eða neinu, en ég mundi átta mig á því hvaðan hann væri að koma, sem hefði aukið á umburðalyndi mitt. En engu væri ég nærri um hvert hann væri að fara.
Pétur starfar við að stýra þróun á Netþjónustu sem kölluð er Gáttin (skv. hans eigin lýsingu), sú hugmynd er líkast til engin bylting en er örugglega um margt sniðug. Alveg er gáttaður á því og það veldur mér umtalsverðum heilabrotum að maður sem fæst við slíka hluti skuli síðan hafa slíkar skoðanir sem hann setur fram í bloggi sínu.
Finnst Pétri það húmbúkk að geta horft á myndefni með MP3/4 spilaranum sínum? Hvað sýnist honum um að ég geti tekið dagskráliði af Gáttinni hans og streymt í símann minn (on eða off line) - er það alveg út í hött? Er "podcast" ekki bara hégómi og tóm vitleysa.
Kannski að Pétur kveiki á perunni þegar hann sér myndbandið hér að neðan - tja nema ef honum finnist fótbolti líka vera tóm vitleysa.
Ég er ekki að halda því fram að öllum muni finnast farsímasjónvarp vera "vá", alls ekki - fólk hefur eflaust mismunandi skoðanir á því. En því ætla ég að halda fram að innan ekki alltof margra ára verður farsímasjónvarp hluti af daglegu lífi okkar ALLRA.
PS. Ég er nokkuð viss um að Pétur er þeirarr skoðunar að tæknilegar æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar og skipti verulegu máli á leið okkar fram á við, en ég á auðvitað ekki að vera gera honum upp skoðanir. Það læðist að mér sá grunur að hann hafi bara gleymt sér eitt augnablik, misst sig eins og það heitir - farið að hneykslast bara til þess að hneykslast.Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 15.2.2007 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það þarf að skamma Mbl fyrir að setja þessa frétt upp með þeim hætti sem gert er. Þessi norska nefnd ætlar ekki gera þessa tillögu eins og fyrirsögn fréttarinnar og reyndar fréttin sjálf segir heldur minni hluti nefndarinnar. Sussum svei.
Þannig að Norðmenn eru ekki alveg orðnir ga ga.
Myndin hérna sýnir svarhol veraldarvefsins. Vonandi á þeim ekki eftir að fjölga, heldur fækka og minnka.
Annars er það um þessa ritskoðunarhugmyndir að segja að það er ekki nokkur leið að þær gangi upp. Í dag eru til leiðir til þess að fara fram hjá slíkum síum og það er fráleitt að Norðmönnum takist að loka á þær. Jafnvel þó svo að Netrýninefndinni tækist að loka einni leið þá væri það líklega bara til þess að nokkrar nýjar leiðir yrðu opnaðar. Heill hellingur af topp fólki færi í það að finna nýjar leiðir, það yrði á svipstundu aðal nördasportið.
Ég reikna með að öll sú umræða sem bullinu fylgdi yrði svo til þess að fleiri en ella færu að skoða einmitt það efni sem stjórnvöld væru að reyna að "forða" fólki frá.
Steypa.
Nefnd um tölvuglæpi vill ritskoða alla netumferð í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007
Netgluggagæir
Netið er hið mesta ólíkinda tól, mér var bent á það um daginn að hægt væri að finna þúsundir vefmyndavéla út um allan heim. Maður veit ekkert hvar mann ber niður; í kvöld kíkti ég á ránfuglshreiður (var reyndar tómt) ég datt inn á nokkrar vélar sem fylgjast með byggingarframkvæmdum eins og þessa í Syracuse, svo lenti ég inn á heimili hjá ketti sennilega í Texas og svo er það þessi sem tekur mynd niður brekkuna á Akureyri.
Til þess að finna lista yfir allar þessar vélar er farið í google og leitað að "inurl:/view/index.shtml". Leitin gaf mér 9600 niðurstöður þannig að af nógu er að taka. Svo má bæta við í google strenginn "inurl:.is" til þess að finna vélar á Íslandi (aðeins ein finnst) eða dot eitthvað annað fyrir eitthvað annað land.
Annars eru þessar slóðir oft með ip-tölu beint þannig að maður veit ekkert hvar þær vélar eru. Dæmi um þetta er "vinnustaðurinn" sem myndin sem hér fylgir er af, slóðin er http://200.76.65.165/view/index.shtml.
OK þá fer meður hingað t.d. á ip-adress slær in ip-töluna og vola!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
Pípulagnir á Netinu
Yahoo setti nýja þjónustu/forrit í loftið á miðvikudaginn sem kallast Pipes. Þetta forrit flokkast undir nýja kynnslóð vefforrita ("Web 2.0") og gerir það kleift að sækja gögn frá mismunandi veitum á Netinu og keyra þær saman ("mashup"), nota gögn frá einni veitu til þess að finna gögn í annarri. T.d. keyra "RSS" list með viðskiptafréttum, taka úr þeim "stock tickera" og gera með þeim fyrirspurn á vef kauphallar.
Pipes sem er í Beta er flott forrit og einfalt í notkun nú er bara að vona að vankantar pipes er lúta t.d. að íslensku verði slípaðir af sem fyrst.
Pipes er að finna hér
Ég gerði einfalda pípulögn sem sameinar RSS lista mbl.is og visir.is sjá hér
Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007
Björgum Boston
Ég má til með að ljúka þessu Moonite Boston rugli á léttu nótunum. Fann lítinn leik sem gerir grín af Boston'ingum vegna þessa upphlaups þeirra. Leikurinn er hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007
Pípan til Bill Gates er alltof grönn
Gaman að heyra af þessu og vona að af heimsókn Bill Gates verði, skemmtilegast væri ef hann tæki T-Bone með sér.
Af gamni mínu kíkti ég á hversu vel við Íslendingar og Bill Gates værum tengd á Netinu, þetta er niðurstaðan:
(þeir sem hafa áhuga á að mæla hraða tengingar sinnar við hina ýmsu staði í heiminum ættu endilega að kíkja á speedtest.net en þetta er sniðugasta útfærslan á svona þjónustu sem ég hef séð)
Í ljósi þessa skil ég vel vel að Bill Gates vill frekar koma hingað en að reyna að spila við rafrænt bridsborð, maðurinn hefur skiljanlega ekki þolinmæði í að hanga eftir mönnum sem eru að því er virðist ljósár í burtu :-)
Niðurstaða þessarar mælingar ber okkur Íslendingum ekki góða sögu og rennir því miður stoðum undir það sem ég skrifaði (sjá hér) um hitting þeirra Ólafs Ragnars og Bill Gates í Edinborg, en þar skrifaði ég:
Ísland er best!
Við höfum svo sem séð nokkur smá skref í þá átt að útlend tæknifyrirtæki vilji gera eitthvað hér og þó svo að okkur hafi ekki enn tekist að laða til okkar stór dæmi þá er það einungis spurning um tíma. Framlag Ólafs Ragnars mun án nokkurs vafa hjálpa til.
En hvers vegna hefur ekki tekist að laða hingað fyrirtæki úr UT geiranum? Fyrir því eru margar ástæður og er nauðsynlegt fyrir okkur að kafa vel ofan í þessa þætti sem fyrst. Akkúrat núna dettur mér þetta í hug:
- Þvert á viðtekna skoðun þá er hér skortur á hæfu vinnuafli
- Netsamband okkar við umheiminn, algjört lykil atriði í þessari umræðu, er fjarri því að standast skoðun
- Markaðurinn er lítill og einsleitur
Nú svo má spyrja, hvers vegna íslensk stjórnvöld (hum og atvinnulífið) hafa ekki rutt þessa braut betur? Höfum við ekki haft nægilega sterka trú á hugmyndinni?
Bill Gates á Bridshátíð eftir tvö ár? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007
Sorglegt en samt bráðfyndið.
Um daginn skrifaði ég um þann atburð sem Sample þessi segir nú af sér vegna (sjá hér og hér). Þá helt ég því fram að þrátt fyrir að auglýsingaherferðin væri mistök, þ.e. upphlaupið í Boston, þá hefðu menn gefið "high five" á göngunum, vitandi að allt þetta umtal myndi skila sér í verulega auknu áhorfi á þættina - sem var jú markmiðið með markaðsherferðinni. Reyndar skilst mér að ég hafi ekki hitt naglann á höfuðið, mælt áhorf hefur ekki aukist jafn mikið og vonir stóðu til.
Góða samantekt um málið er að finna á vikí (sjá hér). Ég held að flestir geti verið sammála því eftir að hafa rennt yfir málið að niðurstaðan sé sú að fólk er fífl, í þessu tilfelli yfirvöld í Boston (og ýmsir fjölmiðlar).
Það að Jim Sample segi af sér vegna þessa er auðvitað ekkert nema sprenghlægilegt og er þá málið í heild sinni orðið dæmigert fyrir þann loddaraskap sem tröllríður pólitískum og viðskiptalegum siðferðisrétttrúnaði í dag.
Ömurlegt sem það er þá ber í auknu mæli á því að þessi "lína" sé tekin hér heima. Vegna jafnvel minnstu yfirsjóna heyrast áköll um að hinn eða þessi eigi að axla ábyrgð a.k.a segja af sér. Í mínum huga er það ekki að axla ábyrgð - þvert á móti. Að axla ábyrgð er að gangast við mistökum og í stað þess að flýja sviðið með uppsögn, þá fara í að vinna að því að leiðrétta og eða bæta fyrir þau og reyna síðan að strýra framhjá mistökum í framtíðinni.
Mér hefur reyndar fundist helst bera á þvílíkum loddaraskap hjá fólki sem er vinstra megin við réttu megin í pólitík og fjölmiðlar eru duglegir við að detta ofan í þennan pitt. Þar virðist siðferðistvískynjungur vera á góðum fóðrum - stríðalinn og við það að springa af pólitískum rétttrúnaði og sjálfumgleði.
Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gæti vel trúað því að Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch sé hinn besti staður til að sækja heim, rólegheita þorp á rólegheita eyju í norður Wales.
Það er reyndar ekkert voðalega gott að muna nafnið á staðnum og ég á erfitt með að ímynda mér að fólk rati sísona á Netslóð bæjarins sem er sú lengsta sem skráð hefur verið. Ef fólk á í einhverjum erfiðleikum með að muna slóðina þá má líka nota www.llanfair.com
Ætli við getum átt von á því að vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringurinn. is verði skráð fljótlega? Við megum til með að slá þá veilsku út!
ES. Ég viss um að myndina sem ég læt fylgja hér með hafi ég fyrst séð í fyrstu Heimsmetabókinni minn.
Bloggar | Breytt 10.2.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007
Leiftursókn
Það þarf endilega að kryfja Breiðavíkur málið, það er nauðsynlegt fyrir allt og alla að komast til botns í því máli.
Sú vinna hefur sinn tíma.
Nú þarf að hlúa að þeim mönnum sem þarna dvöldu og þurftu að þola harðræði, því þrátt fyrir að þeir hafi burðast með þetta farg áratugum saman þá hlýtur að verkja meira, en oft áður, í sárið nú þegar það hefur verið opnað upp.
Það liggur meira á að útiloka að eitthvað þessu líkt eigi sér stað í núinu og reyna að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti endurtekið sig. Á þetta þarf að leggja ríka áherslu.
Sú vinna hefur einnig sinn tíma - hann er núna STRAX.
Á viðskiptaþingi í vikunni talaði Geir H. Haarde um að koma upp sérsveit til þess að vinna að ímyndarmálum Íslands á erlendri grundu, nú legg ég til að Geir stofni sérsveit til að skoða stöðu þessara mála í dag.
Hugmyndin væri sú að komið verði upp hópi sérfræðinga (lögregla, félagsfræðingar, sálfræðingar) sem engin tengsl hafa í núverandi starfsemi barnaverndamála, þessi hópur fari um allar sveitir þessa lands og velti hverjum einasta steini. Ég er ekki að tala fyrir einhverjum nornaveiðum, heldur fyrst og fremst yfirferð - leiftursókn - sem miðaði að því að taka af allan/mestan vafa um að verið sé að misþyrma börnum sem eru á ábyrgð ríkisins/sveitafélaga.
Þetta þolir enga bið!
Geir H. Haarde: ríkisstjórn mun bregðast við í málefnum Breiðavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007
Spegill spegill herm þú mér...
Talandi um ljósmyndir af þessari jörð okkar, þá einfaldlega verð að vísa öllum á vef sem ég rakst á. Vefurinn sá heitir "The Fairest" og snýst um að "TheFairest.info is a project to try to find the prettiest image in the world, using voting and some algorithms." Þarna má sjá STÓRKOSTLEGAR ljósmyndir af einhverjum fallegustu mótífum sem hugsast getur. Kíkið hingað, já og kjósið endilega.
Hurrðu annars, þið sem kunnið á linsur, ljósop, fíltera, tíma og hu allt hitt dæmið endilega komið föðurlandinu á kortið.
Við hin hinkrum með það að greiða atkvæði þangað til.
Koma svo... snögg nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007
Já, og ...
Þetta er rosalegt alveg hreint. Lof mér að hugsa þetta aðeins... Þetta kemur gríðarlega á óvart og sannar að ... lof mér að hugsa meira ...
Hum jú sennilega sannar þetta að hægt sé að sjá Hálslón út úr geimnum með þar til gerðum myndavélum. Frábært verð ég að segja.
Ekki það að ég merki lónið á þessari mynd. En það verður ofboðslega spennandi að fylgjast með því í sumar hvort að lónið sjáist ekki örugglega betur, þá meina ég svona beint af augum.
Ætli þessir gæjar sem hafa yfir alvöru græjum að ráða geti ekki séð golfbolta á fyrstu flötinni í Grafarholtinu ef það væri málið (í það minnsta flötina sjálfa), hvað þá 57 ferkílómetra vatn.
Sjá grein um njósnahnetti hér og veðurhnetti hér.
Frábært samt...
Hálslón sést utan úr geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007
Dómari er einstaklingur
Ég veit svo sem ekki mikið um lögfræði eða reglur og hefðir er lúta að dómskerfinu. En það á ekki að koma í veg fyrir að ég fjalli um málið, að ég segi frá minni skoðun ef það hugnast mér.
Mín skoðun er sú að bæði Dómarafélagið og Lögmannafélagið taki of djúpt í árinni í ályktunum sínum um frétt moggans á forsíðu blaðsins 2. feb. s.l.
Það þarf enginn að segja mér að lögmenn tali ekki sín á milli um gjörðir og skoðanir einstaka dómara, að ekki sé búið að analísera þá sundur og saman - sem einstaklinga. Og það þarf engin að segja mér það að dómarar viti ekki af þessu.
Ég hef skrifað um þetta efni áður (sjá hér). Þar segi ég m.a.
En virðing mín [fyrir Hæstarétti] er ekki skilyrðislaus langt því frá. Að grunni til liggja rætur hennar í stofnun og skipulagi lýðveldisins og síðan í sögunni. En þessari virðingu verður aðeins viðhaldið af Hæstarétti sjálfum með störfum sínum. Almenningur, þjóðin mun fyrst og fremst meta störf Hæstaréttar með tilliti til þess samhljóms sem gætir með dómum réttarins og þjóðarsálarinnar.
Ég er EKKI að segja að Hæstiréttur eigi að "poppa" sig upp, en þeir verða að taka kúrsinn í humátt á eftir þjóðinni og sama gildir um löggjafann þar á bæ verða menn að skýra lög og leggja fínni línur.
Á sama hátt og dómarar vilja ekki (geta ekki) taka þátt í rökræðum við aðila sem hafa tapað máli fyrir réttinum um niðurstöður sínar þá verða þeir að þola gagnrýni á störf sín í þegjandi hljóði, þó þeim finnist að sér vegið með óréttlátum hætti og já jafnvel þó sú gagnrýni komi frá Morgunblaðinu.
Ég skil "fílbeinsturnakenninguna" um að dómarar eiga að vera nánast ósnertannlegir/friðhelgir. Það verður jú að tryggja hlutleysi einstaka dómara og þar með Hæstaréttar. En dómarar eru bara menn þeir verða fyrir áhrifum sem móta skoðanir þeirra, afstöðu og svo athafnir. Það er því mjög mikilvægt að fjallað sé um gjörðir þeirra og þá sérstaklega fjölmiðlar, þeir vera einfaldlega að þola opinbera gagnrýni jafn vel þótt hún kunni að vera persónuleg.
Bent er á að dómarar skila t.d. sératkvæði í eigin nafni, það hlýtur óhjákvæmilega að draga persónu þeirra inn í umfjöllun um dóma.
Veltum upp mismunandi aðstæðum:
Dómari greiðir sératkvæði í máli, í rökum sínum storkar hann viðteknum gildum/skoðunum þjóðarinnar (segjum að það fari ekki á milli mála að þessar skoðanir fari gegn skoðunum mikils meirihluta fólks, hum að talið sé). Er þá ekki eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þá niðurstöðu? Að fólk velti því fyrir sér hvernig standi á því að viðkomandi dómari geti virkilega (jafnvel ítrekað) komist að svo undarlegri niðurstöðu. Hvernig getur slík umræða farið fram á þess að draga persónu dómarans að málinu? Það gerir svo sem ekkert fyrir umræðuna að birta mynd af þessum dómara, en ég sé heldur ekki hvers vegna ekki megi hafa mynd.
Sama dæmi aftur nema hvað nú eru það tveir dómarar (af 5/7 manna dómi) sem eru á annari skoðun en meirihluti dómsins, þeir rökstyðja mál sitt hvor með sinni greinagerð. Enn verður vart séð annað en að nöfn dómara verði dregin inn í umræðuna.
Sama dæmið og nr. 2 nema hvað nú skila þeir sem eru á móti sameiginlegum rökstuðningi. Nú er líklega farið að vera auðveldara að tala um minnihluta og meirihluta án þess að þeiri umræðu fylgi nöfn. Samt sem áður sé ég ekkert að t.d. "... enn og aftur er x með sératkvæði í svona máli.."
Ég legg til að við virðum dómara sem einstaklinga og fjöllum um þá sem slíka, sum sé með viðhlítandi virðingu.
Lögmannafélagið harmar myndbirtingu af hæstaréttardómurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk