Færsluflokkur: Tölvur og tækni
4.3.2009
Facebook er Facebook er Facebook!
Þannig er að "Facebook" er vörumerki og stendur fyrir eina ákveðna þjónustu sem aftur skipar sér í flokk með fjölda sambærilegra þjónusta á Netinu (samfélagsvefja). Það er því beinlínis rangt að ætla sér að búa til orð fyrir Facebook sem ekki vísar beint til Facebook, sbr. Coke og kók.
Það er vissulega gott hvað við Íslendingar erum duglegir við nýyrðasmíð; t.d. var það snjallt hjá okkur að finna orð fyrr Telephone á sínum tíma, sama gildir um flugvél og þota, svona mætti lengi telja. En þó kók sé drukkið stífar en flest annað sykurvatnið, þá drekkum við líka t.d. pepsí og spræt; með öðrum orðum kók er ekki samheiti fyrir gosdrykki.
Eins og við gúgglum (þetta er að vísu vont dæmi þar sem í hugum margra er það að gúggla að leita á Netinu óháð leitarvél), þá er fínt að við skellum þessu á fésið, en afleitt að birta eitthvað á snjáldru svo ekki sé nú talað um snjáldurskinnu. Best er auðvita að vinna með Facebook, eins og við vinnum með Toyota, Philips, DELL, Boeing, Boss, Karen Millen, Tag Heuer, Nike, Titleist, Asics o.s.frv.
Er twitter fésbók eða snjáldra? En hvað eru þá Myspace, LinkedIn, Hi5, bebo, tagged, fubar og allir hinir samfélagsvefirnir?
Á sama hátt þá hefur mér fundist vont þegar við tökum uppá því að þýða nöfn útlendinga (sbr. Játvarður) eða nöfn staða (Peking) og enn verra er þegar þýddar eru skammstafanir fyrir stofnanir sem heita erlendum nöfnum. Það er eins og að sumar skammstafanir liggi betur við höggi en aðrar; við þýðum: AGS/IMF, ESS/EEA, ESB/EU, SÞ/UN, BNA/USA o.s.frv. En ekki: NATO/NATO, EFTA/EFTA, BBC/BBC, UK/UK o.s.frv. Það að þýða skammstafanir sem þessar gerir auðvitað ekkert annað en að skapa vandræði.
Áfram veginn...
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2008
Það botnar engin þar sem botnlaust er
Mér finnst eins og flestir ef ekki allir sem hafa komið að málum bankana á síðustu metrunum fyrir fall og í kjölfarið, séu að troða marvaða í botnlausri hít. Líkast til verður ekki til einn sannleikur í þessu máli.
Fyrst þetta: Bankastýran í Glitni er greinilega ekki eins áhættumeðvituð og stöllur hennar hjá Auði Capital. Það er hundaheppni að hún er ekki gjaldþrota. Vekur þetta upp spurningar um hæfi hennar (ofan á þá staðreynd að hún var auðvita partur af prógramminu fram að falli sem ein af stjórnendum bankans).
Heppilegt tæknilegt fokkupp.
En að máli málana, viðtalinu við BTB. Það sem stendur uppúr er að bankagæjarnir voru í hörkubísness fram í rauðan dauðan (dauða bankana þá), voru að prútta um hugsanlega aðkomu ríkisins og þeirra eigin hlutdeild í framhaldi. Þeir tvöfölduðu tilboð sitt sísvona, án þess einu sinni að hafa fengið svar. Hurrðu manni, þið komið með 100 milljarða og fáið 19%, nei annars við vorum að hugsa um að hafa þetta 200 milljarða og þið takið 40%. Hvað segið þið um það, ha? Þetta heitir að skjóta frá mjöðminni, í myrkri, með lokuð augun, á örum fæti.
Út í loftið.
Það var tekið viðtal við lagaprófessor (SMS) í fréttunum (RÚV minnir mig) sem var hissa á því að ekki hefði verið set lög á bankana og þeim gert að koma sér úr landi eða selja eignir ella (eða öfugt). Tæknilegir erfiðleikar við hvorutveggja hefðu væntanlega þýtt gríðarlegar fórnir fyrir bankana; til þess að mæta kröfum um tryggingar eða vegna verðhruns á eignum (það hefði verið kominn þokkaleg brunastækja af góssinu). Jeminn eini hvað haldið þið að hefði gerst hefði það verið reynt? Ætli eigendur bankana hefðu ekki tekið til varnar. Úff þá held ég að DO hefði nú fengið á baukinn. Þetta er algjörlega absúrd umræða.
Með öllu.
Eflaust er það rétt að það hefði verið hægt að bjarga bönkunum ef gripið hefði verið til afgerandi ráðstafana í vor, en það hefði aldrei getað gerst nema ef stærstu eigendurnir hefðu gefið frá sér sína hluti, að stórum hluta og að langmestu leiti ef ríkið hefði átt að draga menn að landi.
Ég fullyrði að ekki nokkur maður hefði á þeim tíma haft þá sýn, þau áhrif og sannfæringarkraft sem duga hefði mátt til að fá menn til að taka slíkar ákvarðanir.
Færa slíkar fórnir!
Ekki skil ég hvernig BTB fær það út að það hefði verið misráðið hjá ríkinu að ætla að gerast 75% hluthafi í Glitni ("Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu", það að ríkið tæki ábyrgð með þessum mátti alls ekki gerast) en svo átti ríkið ekki að gera neitt nema að taka tilboði bankanna um aðkomu að sameinuðu batterí (sem þeir sjálfir voru meira að segja ekki vissir um að myndi lifa af). Fyrir utan muninn á 40% og 75% átta ég mig ekki á muninum á þessu (auk þess sem ábyrgðin nær auðvita ekki til annars en hlutaféssins)
Að lokum; hvers vegna var tilboð FSA (og breskra stjórnvalda) ekki gert opinbert og ef veðin voru eins góð og haldið er fram, hvers vegna gat bankinn þá ekki beit þeim fyrir sig í viðræðum við FSA?
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 28.10.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008
Sumum þykir krísan góð
Krísan er góð fyrir upplýsingatæknibransann, segja þeir á danska vefmiðlinum Comom. Líkast til er það rétt fyrir marga, en þó hvergi alla fullyrði ég. Lesa má greinina hér.
Áríðandi að missa ekki móðinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2008
Google síminn að detta inn
Í New York í gær fór fram stórviðburður í farsímaheiminum, þar var kynntur nýr farsími með nýju stýrikerfi. Þessi tíðindi hafa farið full hljót hér heima finnst mér.
Bæði var verið að kynna nýjan vélbúnað, sem í sjálfu sér er ekkert sérstaklega merkilegt og svo hugbúnað sem er öllu merkilegri. Líklega á þessi hugbúnaður eftir að hafa sitt hvað að segja í lífi tug ef ekki hundruðmilljóna manna á næstu árum. Það hlýtur að eiga flokkast meðal meiri tíðinda.
Android heitir stýrikerfið (hugbúnaðurinn) sem ég er að vísa til og kemur úr smiðju Google og síminn heitir G1 frá T-Mobile (framleiddur af HTC). G1 kemur í sölu í BNA 22. október og væntanlega í enda nóvember í Evrópu.
Það vekur furðu mína að (enn og aftur) að síminn skuli kynntur í BNA og eigi að koma þar á markað fyrst en ekki í Evrópu. GSM/3G markaðurinn í bandaríkjum er aðeins um 20% af markaðinum í Evrópu. En svona er þetta í þessum tækniheimi, Ameríka kemur alltaf (oftast) fyrst. Tækið mun kosta 180USD þegar það kemur á markaðinn m.v. 2 ára samning við T-Mobile. Tækið verður lokað (SIM-Locked) á T-Mobile netið (ætli menn hafi svo ekki einhver ráð með það fljótlega!).
Það sem gerir Android merkilegt er auðvita sú staðreynda að um Google afurð er að ræða og svo að hugbúnaðurinn er opinn (Open Source). Þetta tvennt þýðir að til er hefur orðið umhverfi (platform) sem er verulega áhugavert fyrir hönnuði hugbúnaðar fyrir farsíma (hum, meðtæki).
ES. svo er hægt að fá Pac-Man á Android, sem er ekki slæmt.
Farsími sem virkar eins og bíllykill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Erlenda tæknipressan hefur afskrifað HD-DVD, það má segja að Toshiba hafi ákveðið að aflífa þessa andvana fæddu tækniafurð. Ákvörðun Toshiba kemur i kjölfar þess að Warner ákvað að styðja aðeins Blu-Ray og að verslunarrisinn Wall-Mart tilkynnti fyrir nokkrum dögum að þar á bæ yrðu ekki seldar HD-DVD myndir eða spilarar.
Það má segja að Blu-Rey kampurinn sitji nú einir að borðinu, en eins og ég benti á í pistli mínum fyrir rúmu ári síðan (sjá hér) skiptir það okkur neytendur ekki nokkru máli hver vinnur þetta stríð - hagur okkar lítur að því að fá sigurvegara og það sem fyrst.
Nú þegar óvissunni hefur verið eytt, verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að markaðurinn taki Blu-Rey nægilega hratt upp til þess að koma í veg fyrir að niðurhal, sem nú vex hröðum skrefum, taki markaðinn. Ef neytendur geta náð sér í háskerpuefni (HD) með niðurhali því ættu þeir þá að fjárfesta í Blu-Rey spilurum og efni. Nú ef Blu-Rey spilurum fjölgar ekki nógu hratt þá er ekki líklegt að útgefendur hafi áhuga á því að gefa allt sitt efni út á því formi.
Hvítt flagg hjá HD-DVD? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ér er svolítið svag fyrir vafraviðbótum eða plögginum. Þetta fetis mitt var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór að fitla við Firefox á sínum tíma. Saga mín í framhaldi er saga fíkilsins - not'ann meira og meira.
Rakst á feikna flottan forritsstubb í dag og vill segja frá. Forritið sem heitir PicLens, plöggast inní alla helstu vafrana (Internet Explorer, FireFox, Flock og Safari) og býr til myndræmur eða sýningavegg þegar færi gefst til. Lúkið og fílið er svo gott á þessu að fyrstu viðbrögð eru vá, váf! Hægt er að skruna sýningarveggnu fram og til baka, súmma inn og út og skoða síðan einstaka mynd. Líka er hægt að búa til myndasýningu ogláta hana rúlla.
Forritið virkar með google myndaleit, Flickr og gommu af öðrum vinsælum myndasöfnum, bryður á RSS straumum (held ég) og í ofanálag er víst auðvelt fyrir vefstjóra að gera sína vefi klár fyrir PicLens.
Ég er ómögulegur í að segja frá svona nokkru og geri forritnu ekkert gagn með því að halda áfram þessu rausi, en endilega skoðið þetta hér. Svalt ekki satt?
Myndin hér að neðan er af PicLens sýningarvegg Rebekku Guðleifsdóttir á Flickr
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008
Græn stjórnsýsla
Sérstaklega hefur mér fundist sárt undanfarin, tja alltof mörg ár, að fylgjast með því hvað Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera staðnaður. Ekki umfram aðra flokka, alls ekki og eiginlega þvert á móti, en ég geri hins vegar kröfur til Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka.
Í grunninn er hugmynd mín á hreinu, hún er langt því frá að vera ný af nálinni og rúmast algerlega innan gamals og góðs slagorðs sjálfstæðisflokksins Báknið burt - slagorðið sem stundum virðist hafa gleymst. En alls ekki má gleymast.
Hugmyndin er í stuttu máli um græna stjórnsýslu, þar sem lögð er áhersla á að minnka ríkið með skynsamlegri nýtingu hátækni. Þeorían er einföld: því grænna sem ríkið er, því minna.
Það lúmska við þessa grænu áætlun er að vinstri flokkarnir (Samfylking, Vinstri grænir og framsókn) geta engan veginn gert hana að sinni - þó allir sjái að ekkert vildu þeir frekar.
Ég mun hér aðeins stikla á stórum í lýsingu minni á þessari hugmynd fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Áætlunin gengur út á að hið opinbera beiti sér fyrir aukinni og bættri nýtingu upplýsingatækninnar til að auka skilvirkni og sjálfsafgreiðslu í viðskiptum einstaklinga og félaga við ríkið og líka á milli einkaaðila. Fækka með því störfum hjá ríkinu og minnka hreyfingu fólks á milli staða. Þetta mun leiða til þess að gríðarlegar fjárhæðir munu sparast í: starfsmannakostnaði, húsnæðiskostnaði, eldsneytiskostnaði, viðhaldskostnaði: húsnæðis, ökutækja og vegakerfis, minni sóun á tíma, minni notkun pappírs, færi villur og endurtekningar, og svo má lengi telja.
Þessi árangur gæfi okkur tækifæri til þess að lækka skatta og eftir atvikum fella niður eða lækka innflutningsgjöld. Sem aftur gefur okkur tækifæri til þess að einfalda skatta- og tollakerfi og þar með fækka enn frekar störfum hjá ríkinu og lækka skatta, minnka hreyfingu á fólki og Það sjá allir til hvers þetta leiðir.
Niðurfelling/lækkun innflutningsgjalda myndi gera miklar kröfur til ýmissa kerfa í landinu. Til að mynda þyrftu bændur að bretta upp ermar. Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af íslenskum bændum, á aðeins fáum árum væru við komin með einhvern besta rekna landbúnað á byggðu bóli. Dæmi um annað kerfi sem myndi leggjast af í núverandi mynd er lítið kerfi, en eitthvert það allra heimskasta, en það er eftirlit með því hvort ferðamenn komi með of mikið af (löglegu) dóti til landsins. Gjörsamlega glórulaus vinna. Á þessu kerfi hangir komuverslun Fríhafnarinnar. Í beinu framhaldi yrði verslunin í landinu, eins og bændurnir, að tálga sig til; keyra upp þjónustustigið, stækka einingar og lækka verð, nú eða sérhæfa sig (og jafnvel hækka verð).
Aftur að stóraukinni tölvu- og tæknivæðingu ríkisins, lítum á dæmi um bein hliðaráhrif hennar; stórlega efldur hugbúnaðariðnaður, fleiri hálaunuð hátækni störf, aukin neysla, meiri skatttekjur - sem aftur þýðir nýtt tækifæri til þess að lækka skatta. Lækkaðir skattar og einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla munu auka samkeppnishæfni íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, gera þau sterkari og gera það áhugvert fyrir erlenda aðila að sinna slíkum rekstri á Íslandi. Allt þetta myndi auka tækifæri til nýsköpunar stórkostlega, sem aftur þýðir fleiri ný hálaunuð hátæknistörf og aha þú hefur gripið rek mitt (e. you catch my drift).
Hafið í huga að þarna var ég að tala um bein, ekki óbein, hliðaráhrif. Óbeinu áhrifin eru svo auðvita fjölmörg. Má þar nefna dæmi um breyta og bætta nýtingu á tíma; vegna framleiðni- og afkastaaukningar myndi fólk minnka þann tíma sem það eyðir í vinnu. Vegna þess að fólk eyðir minni tíma í vinnu, notar það tíma sinn til þess að gera hitt og þetta fyrir sjálft sig og sína -eyðir honum í sjálft sig. Það yrði til þess að auka verulega ýmis viðskiptatækifæri á menningar og afþreyingarsviðum. Sem skapar ný störf og svo framvegis.
Vegna þess að leiðarahöfundur Morgunblaðsins hafði sérstakar áhyggjur af heilbrigðisráðuneytinu sem nú er loksins í höndum sjálfstæðismanna, þá skulum við líta snöggvast á hvernig stórlega aukin tæknivæðing í stjórnsýslunni og eins úti í mörkinni getur sparað fjármuni á sama tíma og við aukum öryggi og vellíðan fólksins í landinu til muna.
Það blasir við hvernig að ofan ritað og svo hugmyndir mínar hér að neðan ná þessum markmiðum.
Upplýsingatækni má nota til þess að bæta árangur, en samt lækka kostnað á öllum sviðum Heilbrigðisráðuneytisins, s.s.:
- Lyfjamál
- Almannatryggingar
- Heilbrigðisstofnanir (sjúkrahús, heilsugæsla, aðrar stofnanir)
- Lýðheilsa (forvarnir, endurhæfing)
- Málefni aldraðra
Byrjum á (hum )
Eftir á að hyggja þá held ég að það sé klókt af mér að stoppa hér, ég geri fastlega ráð fyrir því að Guðlaugur Þór vilji forvitnast um framhaldið - opinberun þess mun svo ráðist af þeirri þóknun sem mér verður boðið. Hún verður vitaskuld aldrei annað en hófleg.
Tölvur og tækni | Breytt 6.2.2008 kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007
Gott nafn og réttur maður
í viðskiptana furðuveröld
jöfrar spor sína marka
í eigin nafni risinn tekur völd
veit að þetta er aðeins fyrir þjarka
-oOo-
Aggi er risi af manni og það hæfir honum vel að starfa undir slíku merki. Rétt eins og það hæfir merkinu að hafa hann.
Titan menn til hamingu með þetta.
Agnar Már Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Titan Invest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Allen (hann stofnaði Microsoft með Bill Gates 1975) var að festa sér nýja snekkju. Hún ber nafnið Crystal Ball og er í smíðum í Hamborg hjá Blohm + Voss, en mér skilst að þar á bæ séu menn vanir því að föndra við svona nokkuð.
Með kaupunum á Crystall Ball ætti PA að hafa tryggt sér sæti við topp listans yfir þá sem eiga flottustu fljótandi hallirnar í þessum heimi.
PA er nefnilega í hörku keppni. Þetta er svona "minn er mikið stærri en þinn" keppni og á meðal þátttakenda er Arabískur kóngur, nokkrir prinsar og sjeikar úr sama heimshluta, ásamt Roman Abramovich (hann á m.a. Chelsea - fyrir þá sem ekki muna þá er það fótboltaklúbburinn sem Eiður Smári trimmaði með hérna um árið), Larry Ellison (hann er atvinnuglaumgosi sem stjórnar Oracle í hjáverkum) og svo eru held ég nokkrir Grikkir með í keppninni. Koma svo Björgólfur Thor....
Crystal Ball er 140m löng, á henni eru tveir þyrlupallar (menn verða að geta tekið á móti óvæntum gestum), þyrluskýli og 12m sundlaug. Fleyið er byggt fyrir 16 farþega í 8 herbergjum (einhver af þeim tilheyra séríbúð eigenda), nú síðan er gert ráð fyrir 40 starfsmönnum (það er jú í mörg horn að líta).
Hönnun Crystal Ball er sögð einstök tæknilega og útlitislega séð, en eitt það merkilegast er að klæðning þilfarshússins er að mestu úr gleri, þetta gler er þeirrar náttúru að hægt er að stjórna því hversu gegnsætt það er, rúðu fyrir rúðu.
Menn eru að skjóta á að PA þurfi slengja fram einhverjum rúmum 20 milljörðum fyrir kristalskúluna. Ég er svo að velta því fyrir mér hvort hann selji aðra af þeim ofursnekkjum sem hann á fyrir, en þær eru; Octopus (nr. 5, 127m), Tatoosh (nr. 19, 92m). Reyndar átti hann víst þrjár á tímabili en mér sýnist að hann sé búinn að selja Ithaka, enda ekkert orðið varið í hana þar sem hún rétt slapp inn á topp hundrað (nr. 99, 61m).
Hérna er hægt að sjá vídeó (QuickTime) af nýja dallinum og hér er hægt að hlaða niður myndum af Octopus (PowerPoint) sem segja meira en mörg orð. Vefur framleiðandans er hér.
Eins og ég sagði þá er þetta hörku keppni sem PA er í, keppni þar sem menn gefa ekkert eftir.
Þess má geta að Abró er með eina 168m langa í byggingu, þannig að PA er ekki að fara að vinna keppnina á lengdinni einni saman, það er ljóst. Reyndar koma 140m honum aðeins í 3 sætið (og svo fellur hann um eitt daginn sem Abró brýtur sjampóflöskuna á sinni lengju). Hann Abró á líka tvo dalla fyrir og má sækja myndir af þeim hér.
Er ekki rétt að hafa tengil á wikí líka, hér er listi yfir stöðuna í keppninni.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæða þess að ég skrifa við þessa frétt er ekki sú staðreynd að farsímasjónvarp hefur orðið til, heldur vegna þess að ég má til með að "hrauna" yfir Pétur Reynisson hjá Gáttinni, en Pétur gengur fram af mér í bloggi sínu um þessa sömu frétt.
Fyrst eilítið um farsímasjónvarp. Sjónvarp í farsíma er í sjálfu sér ekki nýjung, þetta er tækni sem er búin að vera á leiðinni í nokkur ár. Ætli þetta sé ekki þriðja eða fjórða árið sem farsímasjónvarp er á dagskránni á 3GSM WC, en þunginn er vissulega meiri í ár enda hillir nú LOKSINS undir að tæknin verði sett í almenna notkun í Evrópu. Reyndar er farsímasjónvarp búið að vera í notkun í nokkrum löndum Asíu í nokkur ár t.d. í Suður-Kóreu (á CDMA en ekki GSM).
Því miður á þessi tækni eftir að vera á leiðinni til okkar Íslendinga í einhver ár í viðbót. Forsenda þess að koma sjónvarpi í símann er aukin bandbreidd (þ.e. er fyrir streymt efni) og þar stendur hnífurinn í kúnni, við Íslendingar erum svo fjári aftarlega á merinni þegar kemur að almennri nýtingu framsækinnar tækni (þvert á það sem flestir telja) og því er einmitt þannig farið með 3G (þriðju kynslóð farsíma) - ástandið er svo slæmt að það heyrist vart minnst á þessa tækni. Eins eru þráðlausar (DVB-T / DVB-H) stafrænar sjónvarpsútsendingar ekki til hér (mig minnir þó að einhverjir hafi gert tilraunir í þeim efnum). Koma svo Björgólfur Thór...
Sennilega er það fáránleg hugmynd, sem byggð er á pólitískumrétttrúnaði, um þekju 3G netsins sem er helsta fyrirstaðan fyrir því að við Íslendingar njótum ekki þessar þjónustu í bráð. Í lögum um þriðju kynslóð farsíma (ég velti því fyrir mér hvers vegna það séu til lög um 3G, má ekki leysa svona nokkuð með reglugerð) er sett skilyrði um að netið nái til 60% íbúa á hverju fjögurra skilgreindra svæða. Þessi krafa (ásamt því að greiða þarf einhverjar 200 milljónir fyrir tíðnina) þýðir að rekstraraðilar meta það svo að ekki sé hagkvæmt að reka slíka þjónustu. Hafa þarf í huga að 3G sendar draga mun skemur en GSM sendar sem þýðir að fleiri senda þarf til þess að byggja upp dreifikerfið, það eitt leiðir til verulega aukins kostnaðar.
Rekstraraðilar horfa á kostnað við uppsetningu og rekstur á annari vogarskálinni og takmörkuð viðskiptatækifæri á hinni og sjá í hendi sér að það hallar verulega á arðsemina - dæmið hefur hingað til ekki gengið upp.
Farsímasjónvarp er gott dæmi um virðisaukandiþjónustu sem mun hjálpa til við að jafna í skálunum.
Í bloggi Péturs hæðir hann að krafti þá tækni sem farsímasjónvarpið er, telur hana vera eitthvert ónauðsynlegt glingur fyrir fólk með dellu, að enginn sæmilega gefinn maður hafi minnstu þörf fyrir svona lagað. Hérna fyrir neðan eru nokkur andmæli við fullyrðingum eða spurningum í bloggi Péturs:
- Hvers vegna er þetta léleg lausn? Er það vegna þess að Pétur sér engin skynsamleg not fyrir tæknina? Eða vegna þess að tæknin er ekki nægilega góð til þess að leysa skynsamleg not?
- Já svona nokkuð gerum við í nafni framfara og tækni og einmitt það að fjöldi fólks er tilbúið til þess að "gleypa við" svona nokkru gerir frumkvöðlum mögulegt að halda áfram að vera frumkvöðlar - sem er jú gott fyrir tækniframfarir.
- Já fólk ætti að "váa" eins og tilfinningar þess bjóða, oft og hátt - vá-hrif eru nákvæmlega það sem hönnuðir þessarar tækni og framleiðendur tólana vilja ná fram.
- Nei farsímasjónvarp er ekki dæmi um eitthvað sem ekki ætti að finna upp, heldur er þetta gott dæmi um snilli okkar mannanna, mátt hugans.
- Það gera sér væntanlega allir grein fyrir því að greiða þarf fyrir þessi tæki og síðan fyrir þá þjónustu sem nýtt er.
- Ég skil bara ekki þetta sex sinnum dæmi. Nei við ætlum ekki að lesa bók sem er með sex sinnum minna letur enn í venjulegri kilju (ca. 11 punkta letur) - einfaldlega vegna þess að við getum það ekki, í það minnsta ekki með berum augum. En öðru máli gegnir um óvenjulegar kiljur sem eru prentaðar með 48 punkta letri. Jamm jamm það hefði ég nú haldið.
- Varðandi tækniblinduna þá vil ég aðeins segja SEM BETUR FER það eru ansi margir hlutir, gagnlegir, skemmtilegir, undarlegir o.s.frv. sem ekki hefðu borið fyrir augu okkar ef allir hugsuðu eins og Pétur.
- Ef hugmynd Péturs um að nota símann aðeins til þess að hringja með og sjónvarpið aðeins til að horfa á [myndir í] má jafna við að við værum með eina tölvu til þess að möndla með t-póst, aðra til þess að skrifa bréf, enn aðra til þess reikna með o.s.frv. Samrunatæki eru af hinu góða, hugsið ykkur bara; tölva, sími, myndavél, hljómflutningstæki og sjónvarp allt í sama tækinu - jafnvel tæki sem kemst fyrir í partýbuddu konunnar! Myndbandið hér að neðan er á stærð við skjá í hefðbundnum farsíma (m.v. 1024p upplausn), ekki farsíma sem er sniðinn að þessari notkun.
- Ef menn greindu viðskiptatækifæri í því að koma kaffivél fyrir í fartölvum eða öðrum tölvum þá myndu menn gera það.
- Já maðurinn á myndinni er örugglega að segja fólki eitthvað í þá veru að þetta sé eitthvað sem fólk á eftir að geta notað og já ætti að kaupa og það sem allra fyrst - ENN EKKI HVAÐ. Ég ætla hins vegar ekki að leggja honum orð í munn. Það hefði verið hrikalega flott ef ég hefði getað flett fyrirlestri hans upp í símanum mínum og horft á hann t.d. á klóinu. Nú enn flottara hefði verið ef ég hefði átt þess kost að horfa á kynninguna hans "live" í farsímanum mínum.
Ef Pétur væri þekktur sem argasta afturhald, t.d. ef hann væri kröftugur þátttakandi í starfi Vinstri-Grænna, þá tækist mér að setja meiningar hans í eitthvert samhengi. Ekki það að ég teldi þær réttar í einu eða neinu, en ég mundi átta mig á því hvaðan hann væri að koma, sem hefði aukið á umburðalyndi mitt. En engu væri ég nærri um hvert hann væri að fara.
Pétur starfar við að stýra þróun á Netþjónustu sem kölluð er Gáttin (skv. hans eigin lýsingu), sú hugmynd er líkast til engin bylting en er örugglega um margt sniðug. Alveg er gáttaður á því og það veldur mér umtalsverðum heilabrotum að maður sem fæst við slíka hluti skuli síðan hafa slíkar skoðanir sem hann setur fram í bloggi sínu.
Finnst Pétri það húmbúkk að geta horft á myndefni með MP3/4 spilaranum sínum? Hvað sýnist honum um að ég geti tekið dagskráliði af Gáttinni hans og streymt í símann minn (on eða off line) - er það alveg út í hött? Er "podcast" ekki bara hégómi og tóm vitleysa.
Kannski að Pétur kveiki á perunni þegar hann sér myndbandið hér að neðan - tja nema ef honum finnist fótbolti líka vera tóm vitleysa.
Ég er ekki að halda því fram að öllum muni finnast farsímasjónvarp vera "vá", alls ekki - fólk hefur eflaust mismunandi skoðanir á því. En því ætla ég að halda fram að innan ekki alltof margra ára verður farsímasjónvarp hluti af daglegu lífi okkar ALLRA.
PS. Ég er nokkuð viss um að Pétur er þeirarr skoðunar að tæknilegar æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar og skipti verulegu máli á leið okkar fram á við, en ég á auðvitað ekki að vera gera honum upp skoðanir. Það læðist að mér sá grunur að hann hafi bara gleymt sér eitt augnablik, misst sig eins og það heitir - farið að hneykslast bara til þess að hneykslast.Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 15.2.2007 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk