Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.1.2009
Missir vina
Þau hjón, vinir mínir, eiga þetta ekki skilið, en samt! En samt! Öfugsnúið sem það kann að hljóma. Það liggur við að ég hlægi yfir þessum tíðindum, en það er væntanlega ekki í boði, ekki svona opinberlega - þætti ekki við hæfi; yrði líkast til túlkað sem dónaskapur og algjört virðingarleysi við fólk í vondri stöðu.
En samt segi ég samt!
Besta fólkið á ekkert að vera að stússast fyrir villumenn.
En samt, samt verður þeirra sárt saknað.
Missir vina:
Stakkurinn of þröngur
vansniðinn að auki
spennitreyja í reynd
hvar er ykkar missir?
þið vitið hvað þið eigið
ætt og vini
ykkur sjálf
þarna er ykkar auður
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008
Samferðamenn
Erfiðir tímar eru að baki, nú liggur leiðin uppá við. Fyrir flest okkar gengu þessir erfiðleikar yfir eins og jarðskjálfti; hristingur, skelfing á meðan yfir stóð - svo var allt búið. Eftirstöðvarnar: við sár, vantrúuð, í viðbragðsstöðu, á varðbergi - annað ekki.
Skellur til þessa að muna, til þess að segja frá.
Fyrir aðra eru hamfarirnar rétt að byrja - heimur að hrynja - lífið einhvernvegin að renna út í sandinn. Þýðing alls er engin.
Svartnættið er griðastaður.
Það vita þeir sem hafa farið í gegnum miklar þrengingar, þeir sem hafa upplifað að heimsmynd er hreinlega kolvarpað, stútað, á augabragði; að fátt eitt er jafn mikilvægt, jafn gefandi og styrkjandi eins og vinarþel.
Þar er kominn vinur í raun.
Vandinn er sá að fólki sem lendir í alvarlegum erfiðleikum reynist oftar en ekki erfitt með að leita sér hjálpar, kann ekki að opna sig, að segja frá. Þannig er að almennt kunnum við ekki á sorgina. Sorgin, sem er einhver magnaðasti kraftur mannsandans, er oftast utangáttar, henni er haldið í hæfilegri fjarlægð - í myrkrinu.
Sem lengst.
Ef þú lesandi góður, vinur, hefur ástæðu til þess að ætla að einhver í umhverfi þínu finni sé nú skjól í myrkri og auðn, stígðu þá fram, ekki bíða. Bjóddu þig ekki eins og feiminn unglingur á fyrsta sjéns; þar sem höfnun ein er vís. Heldur taktu af skarið, faðmaðu, kreystu, kystu, sláðu á vanga ef það er það sem þarf ...
Nú ríður á að byggja brýr á milli fólks.
Samferðamaður
þótt ferð þín virðist án fyrirheita
um sviðnar lendur
brostina vona
þótt einsemd á þig sæki
vitu að þjáningu deila
bræður og systur
þú átt þér samferðamenn
sóttu þá heim
segðu þeim frá
örþrifaráð eru ekki ráð
þau hvergi duga
vonleysi vekja
ekki láta drungann
andann kremja
stattu upp, gakktu frá
ef þú gefst upp, þá gefast aðrir upp líka
ekki gefast upp
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008
Pay and stay ...
... married.
Þættinum hefur borist bréf þar sem kynnt er til sögunar nýtt alþjóðlegt boðmerki. Hugsunin á bak við merkið er sú að minna menn á að ekki er bæði haldið og sleppt. Ef þú vilt halda í frúna slepptu þá seðlunum væni; einfalt ekki satt? Við vitum þetta auðvita allir, en gleymum okkur oft og dettum þá stundum í einhverskonar þrjóskuköst - einmitt þá er væri gott að sjá þessi merki.
Samkvæmt bréfinu getum við átt von á að sjá þessi merki víða á næstunni.
Sem er gott.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þarf svo sem ekkert að segja nett með þessu myndbandi, það skýrir sig svo sem sjálft. En samt; til upplýsingar þá er hér um að ræða forvarnarauglýsing frá Nýja Sjálandi - hér er verið að segja fólki frá því hverslags fádæma heimska það er að sjúga kók (þetta hvíta) - það þarf ekkert að brjóta heilan yfir því.
It's a no brainer.
(ES. Má annars ekki setja nánast hvaða viðbjóð sem er í loftið svona að nóttu til? Ég meina ég hlýt að mega ef ráðherrann má!)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007
Helgarþrautin - fínn leikur frá BBC
Um daginn þá "stömblaði" ég á leik á vef BBC, þetta er "Flash" þrautaleikur sem kallast CDX. Við fyrstu sýn virkar leikurinn vel á mig; hann er flottur, sagan virðist vera góð og mér sýnist að hann sé ekki erfiðari en svo að engin tapi sér við lausn hans.
Ég hef lýst áhuga mínum á þessháttar leikjum hér á blogginu (sjá hér). CDX er að því ég best fæ sé hluti af kynningarstarfi BBC á sjónvarpsþáttaröðinni Róme.
Sagan er eitthvað á þá leið að "fórnarhnífur" sem gerður var í árdaga Rómverska keisaraveldisins hefur að geyma lausnina á fornu og blóði drifnu samsæri sem skýtur upp á yfirborðið á okkar dögum. Adam Foster sem vaknar minnislaus í herbergi í Túnis dregst inn í atburðarrás græðgi, svika og morðs. Spurningin er hvar er hnífurinn, er hægt að stoppa morðingjann?
Ekki er það verra að Íslendingur kemur við sögu í einni af fyrstu myndinni í leiknum. Í pósthólfi Adams er að finna póst frá "Gudrun in Reykjavik", sjá myndinna hér fyrir neðan.
CDX fór í loftið í september á síðasta ári þannig að það má vel vera að flestir sem hafa áhuga á svona nokkru viti þegar af leiknum.
En fyrir ykkur hin, þá er CDX hér og síða BBC um leikinn er hér.
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.2.2007 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk