Færsluflokkur: Dægurmál
8.10.2008
Íslandsvinir í vanda
Læðst hefur af mér sá ótti að vondar fréttir af draumalandinu og slæmt umtal í kjölfarið, kunni að hrinda af stað skriðu vinamissis. Að fólk einfaldlega afneiti draumlandinu, jafnvel oftar en þrisvar sinnum. Sjáið bara hversu brugðið Gordon Brúna var.
Raunar skyldi engin undrast þessi viðbrögð. Ekki lasta ég þetta fólk; að vera Íslandsvinur er ekki auðvelt þessa dagana. Því sannari sem þessir vinir okkar eru, því erfiðara, óbærilegra, hlýtur ástandið að vera þeim.
Sannfæring mín er að dómari í LA mun sjá þessar aðstæður og telja Gerard þær til málsbóta, jafnvel má búast við að málinu verði hreinlega vísað frá í ljósi þessa.
Auðvita óska ég ljósmyndaranum góðs bata, en um leið bið ég hann að leggja Íslandsvini ekki í einelti.
Hans vegna. Þeir eiga nefnilega vini í raun.
Butler sakaður um að hafa slegið ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 9.10.2008 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
Hart í bak! Snúið við strákar...
Geir ætlar ekkert í stríð, búið er að flagga hvítu á stjórnarráðinu.
Fúlt, ha!
Eignir standi undir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eða er kannski bara verið að gera grín í okkur....
Eigum við kannski von á:
Svo hnaut ég um þessa frétt:
Var það annars ekki Landesbank Reihland-Pfalz sem Glitnir var í viðskiptum við? Þessi sem seldi sig (að sumra sögn) á vald DO og kó og köttaði svo lánalínunna til Glitnis!
Merkileg tilviljun hvernig örlög þessara aðila blandast örlögum draumalandsins.
Óskylt, en þó ekki; þá ætti aldrei að eiga viðskipti við banka hvers nafn er fals!
Annars: með ástarkveðju frá Íslandi.
Baksvið: Hvaða vinir" brugðust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008
Í ræktina - strax!
Það má ekki gerast að Steingrímur Joð gefist upp, það er mikilvægt að hann geti haldið sinni sáttahönd útréttri sem lengst. Helst út í það endalausa.
Kallinn verður nú að drífa sig í ræktina - oft var þörf, nú er nauðsyn.
Hérna eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að byggja upp handleggsvöðva.
Myndin hér til hliðar er mín draumsýn - sýn um hina styrku sáttahönd!
Sáttahöndin að þreytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008
Ég fann fé ...
... lausafé þá. Það var fullt af þessu, tja nánast út um allar koppagrundir þegar ég átti leið um fjórðunginn ekki alls fyrir löngu.
En svo hefur mér verið sagt að litlu síðar hafi ýmislegt gerst. Því er haldið fram að mesta það lausafé sem ég sá þá, sé nú orðið bundið fé.
Ég veit svo sem ekki hverju skal trúa. En veit þó fyrir víst að ég er í svipaðri stöðu og íslenska fjármálakerfið - með allt niðrum mig.
Svona lausafjárlega þá.
Boðar aðgerðir til að auka lausafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008
Var með þetta á heilanum
Eftir að ég hafði lesið þessa frétt um hanna Jennifer kom ákveðin mynd upp í hugann á mér og má segja að ég hafi verið með hana á heilanum. Dreif því í að finna þessa ákveðnu mynd sem tókst og sjá má hér að neðan. Ekki veit ég af hverju þessi mynd leitaði á mig, kannski að það sé fagur barmur Jennifer sem kallar fram þessi viðbrögð mín - ég minnist reyndar ekki að hafa séð hana Jennifer á Evuklæðunum - sem er synd.
En kannski er það - og hallast ég frekar að því - sagan á bakið þessa mynd; úr hverju þessar fögru ávölu línur eru myndaðar.
Veist þú það eða vilt þú giska? Skjótu þá á mig línu (með ath.semdakerfinu). Vegleg verðlaun eru í boði.
Ekkert kynlíf í hálft ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008
Fullir af illu einu ...
Fjármálageirinn þarf að kveða þessa bloggkynslóðarhagfræðinga í kútinn. Ég held því fram að þeir sem starfa hjá virtum fyrirtækjum og hafa það að atvinnu að greina markaði og eða að segja frá greiningum verði að huga betur að því sem þeir láta frá sér fara.
Það heitir að vanda sig.
Manni er farið að finnast eins og það sé einhverskonar sport hjá dönskum greiningaraðilum að segja af okkur (íslenskum fjármálamarkaði) illar sögur og það af illsku einni. Reyndar grunar mig að það sé frekar við danska fjölmiðlamenn að sakast en hagfræðingana. Dönskum blaðamönnum finnst þeim vafalaust eiga eitthvað sökótt við íslenska banka og sækja það stíft að fá fóður í enn eina góða vonda frétta af íslensku efnahagslífi.
En greiningarfólkinu er hins vegar laus tungan - eins og okkur bloggurum. Stundum.
Hallgrímur Pétursson hafði ekki mikið álit á mönnum sem ekki kunnu að velja orð sín og stunda það að lasta aðra.
Oft má að máli þekkja
manninn, hver helst hann er,
sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst.
Fullur af illu einu
illyrðin sparar síst.
Annar hef ég komið inná þetta nýlega, hér: Hagfræðingar á bloggstandard og hér: Axjón gegn danska bankamanninum
Nordea: Varað við Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2008
Svínslegt
Hvað er hægt að segja um þetta, ja annað en að gera af málinu grín eins og þessi listamaður gerir hér:
Annars segir Kóraninn þetta um svín (þrjár mismunandi þýðingar):
002.173
YUSUFALI: He hath only forbidden you dead meat, and blood, and the flesh of swine, and that on which any other name hath been invoked besides that of Allah. But if one is forced by necessity, without wilful disobedience, nor transgressing due limits,- then is he guiltless. For Allah is Oft-forgiving Most Merciful.
PICKTHAL: He hath forbidden you only carrion, and blood, and swineflesh, and that which hath been immolated to (the name of) any other than Allah. But he who is driven by necessity, neither craving nor transgressing, it is no sin for him. Lo! Allah is Forgiving, Merciful.
SHAKIR: He has only forbidden you what dies of itself, and blood, and flesh of swine, and that over which any other (name) than (that of) Allah has been invoked; but whoever is driven to necessity, not desiring, nor exceeding the limit, no sin shall be upon him; surely Allah is Forgiving, Merciful.
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008
Break a leg...
Það lá við að manni langaði að brjóta á sér, tja í það minnsta annan fótinn eftir að hafa horft á þessa auglýsingu frá Össuri. En ekki ber á öðru að það sé nánast lúxus að ökklabrotna efir að þeir komu með þennan loftfyllta ökklasmokk á markaðinn. Þetta er ódýrt, veitir góðan stuðning, mög meðfærilegt, stillanlegt og sona, heldur góðum ill, hægt að taka af og setja á onn ðe flæ og svo eru læknar um allar trissur alveg ólmir í að fá að smella þessu á mann. Jamm jamm voða gaman.
En svo, þá fer maður að hugsa og svo hugsar maður aðeins meir og ah, tja, æji nei.
Nýjung leysir gifsið af hólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008
Obama Bollywood stæl
Nú hafa þeir sett Obama í Bollywood gleði, sem er auðvita
gargarinn gey
Mynd af Obama veldur uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk