Færsluflokkur: Dægurmál
26.2.2008
Er týndi bankamaðurinn fundinn?
Það skyldi þó aldrei vera að hinn snjalli íslenski bankamaður sé að koma út úr skápnum? Margir hafa verið að lýsa eftir þó ekki nema einum slíkum að undanförnu.
Hljómar snjallt hjá Kaupþing.
Okkur vantar meira af góðum fjármálafréttum, sbr.: Axjón gegn danska bankamanninum
Áfram veginn ...
![]() |
Breytingar hjá Kaupþingi losa um lausafé upp á 130 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það varð heldur betur frægt þegar Sarah Silverman tók upp á því að fara að r**a Matt Deamon fyrir nokkrum vikum, ekki nóg með að hún segði frá þessari iðju sinni, ó nei, hún þurfti að gera um reynslu sína myndband. Sem hún sýndi svo aumingja Jimmy í útsendingu á afmælisþættinum hans. Ég benti á þetta um daginn: Hver vill ekki r*bííp*a Matt Damon?
Jimmy Kimmel varð að vonum hrikalega sár, honum fannst hann að sér vegið; hann var niðurlægður BIG time. Fólk verður að hafa það í huga að þau tvö eru búin að vera náin síðan 200,2 sem er nú rúmlega góður tími í þeirra héraði.
En Jimmy er nú ekki þannig gaur að láta svona hegðun ósvarað og geldur í sömu mynt. Hérna er svar Jimmy til Söru; hann hefur fengið til liðs við sig heila hersveit stórstirna svo sem: Ben Affleck, Brad Pitt, Harrison Ford, Cameron Diaz, Joan Jett, Macy Gray, Robin Williams, Don Cheadle, Pete Wentz, Perry Farrell, Benji and Joel Madden, Lance Bass, Huey Lewis, Josh Groban, McLovin and Meatloaf - eða að mér sýnist alla sem voru heima í Hollywood þennan dag.
ATH. Einhver vandræðu eru með hljóðið útgáfuni hér að neðan þannig að ný útgáfu var sett inn - sú sem er hér að ofan.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norskur safnvörður hefur fundið nokkrar teikningar sem Doddi Há mun hafa dregið meðan heimstyrjöld geisaði úti fyrir. Það er reyndar engin mynd af Dodda frá Leikfangalandi; en þarna er fín mynd af Gosa og svo eru tvær myndir af Mjallhvítardvergum.
Meira um þetta hér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Hvernig verða hjónabönd til?
Nú er það svo að ekki er gott að henda reiður á því hvað það er sem dregur fólk hvert að öðru, enda getur væntanlega verið allur gangur á slíku; mann frá manni, konu frá konu. Í mínu tilfelli var það ást. Ekki það að ég kunni að skilgreina og lýsa fyrirbrigðinu ást - fjari því.
Ást er bara ást. Hvað sem vekur hana, elur eða svæfir hana.
Býst ég við því að ef við kynnum einhverja formúlu fyrir því hvað dregur mann að konu og konu að manni þá væri minna varið í lífið; tilhugalífið alltjent. Enda náttúran þá horfin úr jöfnunni - galdurinn farinn.
Það væri dauft.
Margt er það svo sem getur ruglar náttúru okkar mannfólksins; við höfum menn og menn og konur og konur sem draga sig saman. Sem er hvað? Ónáttúra? Við svörum því ekki; erum menntuð, upplýst með háþróaða menningu sem getur af sér úber umburðalyndi.
Við skiljum og erum sátt; við allt og allt, já og alla.
Í jútjúbinu hér að neðan er sögð saga af því hvernig karlar lenda í því að dragast saman; að giftast. Ekki ætla ég mér þá dul að dæma um það hvort að þarna sé farið nærri um dæmigerðan samdrátt homma og þá hvort að sama gæti gilt um lessur. En svona er þessu allavega lýst hér:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Pay and stay ...
... married.
Þættinum hefur borist bréf þar sem kynnt er til sögunar nýtt alþjóðlegt boðmerki. Hugsunin á bak við merkið er sú að minna menn á að ekki er bæði haldið og sleppt. Ef þú vilt halda í frúna slepptu þá seðlunum væni; einfalt ekki satt? Við vitum þetta auðvita allir, en gleymum okkur oft og dettum þá stundum í einhverskonar þrjóskuköst - einmitt þá er væri gott að sjá þessi merki.
Samkvæmt bréfinu getum við átt von á að sjá þessi merki víða á næstunni.
Sem er gott.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008
Gleði og gaman
FÁ'ingar voru með sína árlegu Árdaga í vikunni, sem ég ætla ekkert að segja neitt frá hér heldur því að á Árdögum í fyrra var gert intró-myndband fyrir söngvakeppnina sem var og er hápunktur Árdaga.
Reyndar var þetta myndband svo sem ekkert til að kynna söngvakeppnina heldur til þess að kynna kynna hennar - eða þannig. Viggó, sonur minn, var annar kynnana og af ástæðu sem mér er ekki kunn hefur hann kosið að halda þessu myndbandi leyndu fyrir mér í þetta rúma ár sem um er liðið. Nú þegar myndbandið er orðið að jútjúbi þá gat hann ekki annað en flaggað þessu við karlinn.
Sem kítki.
Strax.
Ekki skil ég þessa leynd, þennan feluleik; mér finnst þetta gasalega sniðugt og sætt - hum og glatt - hjá strákunum.
Tjekkið á þessu og bakfæðið (e. feedback) mig með skilaboðakerfinu. Takk.
Upptaka: Tómas Þórsson / Klipping: Tómas Þórsson, Daníel Sigurður
Stjörnur: Björn Ingi og Viggó Helgi
ATH. Það skal tekið fram að akstursáhættuatriði í þessu jútjúbi eru unnin undir leiðsögn og ströngu eftirliti sérfræðinga, auk þess að vera að mestu gerð í myndveri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008
Óþolandi verðsamráð
Ég þurfi að versla smá inn fyrir helgina og ákvað bregða út af vananum; fara í aðra búð en ég er vanur. Þrátt fyrir að búðin væri mikið minni en sú sem ég er vanur að eiga viðskipti við; í öðru sveitarfélagi og öll eitthvað tíkarlegri; þá gat ég ekki betur séð en að verð á þeim vöruliðum sem ég taldi mig muna verð á væri uppá krónu það sama og í minni búð. Þetta fannst mér merkilegt; kannski tilviljun? Uppá krónu á fjórum vöruliðum?
Tæplega.
Verðsamráð fannst mér vera miklu líklegri skýring. Þarna sem sem ég gekk út úr búðinni ákvað ég með sjálfum mér að gera mína eigin verðkönnum. Fara og kaupa þessa sömu körfu í nokkrum verslunum. Sem ég og gerði, fór í þrjár aðrar verslanir sem höndla með sambærilegar vörur á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var æpandi eins og taflan hér að neðan ber með sér:
Vara R | Vara U | Vara G | Vara L | |
Verslun A | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun B | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun C | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Verslun D | 2.190 | 1.390 | 1.350 | 1.422 |
Tilviljun, ha! Verðsamráð! Þarf eitthvað að ræða það?
Hvar eru þingmenn núna? Og hvar er Samkeppniseftirlitið? Ég verð að lýsa furðu minni á því hvernig stendur á því að samkeppnisyfirvöld hafa ekki brugðist við þessu öskrandi lögbroti; af fullri hörku.
Ég hef tekið saman rapport um glæpinn, þar sem ég styð mál mitt m.a. með gögnum: kassakvittunum, ljósmyndum, hljóðupptökum og lífsýnum; ásamt vitnisburði vitna. Rapportið mun ég senda Samkeppniseftirlitinu síðar í dag og vænti skjótra viðbragða.
I'll keep you posted.
ES. Vörurnar sem um ræðir eru:
R: Rosemount GSM
U: Norton Cabernet Sauvignon Reserve
G: Heineken, 500ml * 6
L: Víking, 500ml * 6
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þarf svo sem ekkert að segja nett með þessu myndbandi, það skýrir sig svo sem sjálft. En samt; til upplýsingar þá er hér um að ræða forvarnarauglýsing frá Nýja Sjálandi - hér er verið að segja fólki frá því hverslags fádæma heimska það er að sjúga kók (þetta hvíta) - það þarf ekkert að brjóta heilan yfir því.
It's a no brainer.
(ES. Má annars ekki setja nánast hvaða viðbjóð sem er í loftið svona að nóttu til? Ég meina ég hlýt að mega ef ráðherrann má!)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008
Vísindamenn - tómir nördar
Hvað er eiginlega málið með þetta fólk? Það sem menn geta eytt peningum í! Ég fann hann nú blessaðan blettinn skal ég segja ykkur í símaskráni.
![]() |
Leitað að G-blettinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008
Mynd í tíma teiknuð ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk