Þá er komið að því, bóndadagurinn er í dag sem þýðir að ég er að fara á Herrakvöldið (með stóru hái). Þetta eina og sanna, það lang fjölmennasta.
Ég er að tala um Herrakvöld Fylkis, en það sækja um 800 plús karla af öllum stærðum og gerðum, sem dengja í sig öli og brennivíni á meðan þeir slafra í sig eitthvað af ógeðslegu súrmeti og kæstum viðbjóði.
Æðislegt, ekki satt?
Undanfarin 15 ár eða svo hef ég tekið slaginn, keypt ógrynni af happdrættismiðum og slatta af málverkum hef ég keypt á illræmdu uppboði kvöldsins.
Þrátt fyrir að ballið sé búið snemma eða svona uppúr miðnætti þá er ég oftar en ekki í ekkert of góðu standi þegar ég kem heim, hum, í einhver skipti hef ég nánast oltið yfir þröskuldinn.
Í etti skiptið þegar ég var búinn að hlamma mér í sófann heima þá fór Helga að spyrja mig hvað við gerðum nú á þessum herrakvöldum, ég reyndi eftir bestu getu að skýra frá því en tókst eitthvað illa upp. Í þynkunni daginn eftir þá spurði ég hana hvað hún vildi eiginlega vita, þá spurði hún mig "ég meina, dansið þið til dæmis?" ...
Ég veit ekki hvert ég ætlaði, í hugskoti mínu sá ég mynd sem var hreinlega drep fyndin. Sjáið þið fyrir ykkur 800 hundruð gæja nett sveitta í bömpi eða lambaða?
Ekki ég.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.