Brown benti á að það væru yfir sex þúsund vefsíður á Netinu sem væru tengdar Al-Qaeda. Gagnrýndi hann stjórnvöld til þess að beita sér ekki frekar gegn dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu.
Að reyna að hamla (væntanlega með einhverskonar bönnum) dreifingu efnis öfgasamtaka á Netinu er algjörlega glórulaus hugmynd.
Hvað á að banna? Hvað eru öfgasamtök? Hver á að banna? Hverjum á að banna og hverjum ekki? Má tildæmis greiningadeildin hans Björns skoða svona efni en ekki ég? Hvernig á að fylgja banninu eftir? Hversu lengi á bannið að gilda? Hver eru viðurlög við því að brjóta bannið? Er ég sekur ef ég sæki efni sem einhver hefur, þvert á bannið, komið á Netið? En hvað ef ég opna póst sem inniheldur óhollt öfgaefni?
Ég veit, hum, eða gef mér að Gordon Brown sé ekki vitlaus, ekki frekar en flestir aðrir "Bránar" þessa heims. Í þessari frétt verðum við aðeins vitni af sömu gömlu góðu sögunni, sem er sú að menn (sérstaklega þeirrar gerðar sem kallast stjórnmálamenn) falla í "auðveldisgildruna". Í þessu tilfelli felst hún í því að segja eitthvað sem hljómar pólitískt rétt. Ef eitthvað annað er sagt liggur fyrir að menn þurfa að fara að útskýra sig - eyða tímum í rökræðu. Rökræða er líka of flókin fyrir fólk, svona venjulegt fólk þú veist! Fólk á bara að treysta okkur, jamm jamm, bann er best.
Það er nú líkast til.
Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu "allt er opið" en í hinu orðinu "nema það sem við viljum loka".
Þekkingarsamfélagið (sem er vonandi sú samfélagsgerð sem flestar þjóðir stefna í) verður að styrkja "siðferðisbakbein" sitt, svo að við getum þolað öfga og öfugugga og perraskap og perrverta og allan þeirra málflutning, sí aukin og endalausan.
Frjálst og óhindrað.
Sjáið hvernig bandaríkjamenn hafa farið fram í stríðinu gegn hryðjuverkum, þeir ganga hvatlega fram, með offari segja sumir og hver er árangurinn? Drullufúlir og pirraðir flugfarþegar er sennilega ein algengasta birtingarmyndin. Það er svo sem meinlaus mynd, leiðinleg mynd en meinlaus. Hvað haldið þið að þúsundir saklausra einstaklinga hafi þurft að þola í formi eineltis og frelsissviptinga? Þeirra mynd er hryllingsmynd.
Hvernig styrkjum við okkur svo? Áreiðanlega ekki með því að bregða skugga á sannleikann eða hylja skoðanir þeirra sem fara gegn viðteknum skoðunum og gildismati okkar.
Förum í Netheim og röltum aðeins um, sjáum hvort við finnum ekki terrorista á hverju strái. Ég byrja á á wikí. Stendur heima - ég finn þarna allt sem ég taldi mig þurfa að vita um þessi villimannasamtök og meira til.
Ég tók líka gúgl æfinguna; "al-qaeda" skilar 18,7 milljón tilvísunum og "al-qaida" 2,1 m tv.
Aðeins.
Hamas skilar 19m t.v.
Hezbollah/Hizbollah/Hizballah - 14,1/2,4/1,3 m tv.
Bader-Meinhof gefur ekki nema 19.800 tv. - augljóslega deyjandi ef ekki dautt dæmi.
IRA olli mér nokkrum vandræðum, leitin skilar um 70m tv. og þar efst á blaði Icelandic Radio Amateurs :-). Ef ég leita eftir "Irish Republican Army" detta í hús 750þ tv. En "IRA og Army" saman gefa 1,5m tv., "IRA og Irish" skila 1,35m tv. og "IRA og terrorism" skilar 1,26 m tv. Ég áætla að hreinar tilvísanir í IRA séu um 2m.
Þessi saga endurtók sig svo fyrir ETA þar dúkkuðu upp um 54m tv. en "ETA basque" skilaði 1,1m tv., "ETA spain" = 1,3 m tv og "ETA terrorism" = 900þ tv., þannig að ég ef mér 1,5m tilvísanir.
Ég kíkti á fullt af þessum tilvísunum bæði fremst í listanum og eins fór ég frá síðu 10 eða svo og það verður nú að segjast eins og er að það er mun auðveldara að finna síður sem eru á móti hryðjuverkum en þeim sem eiga að vera á vegum einhverra brjálæðinga. Satt að segja fann ég enga síðu sem beinlínis prómóteraði hryðjuverk, sú sem komst næst því var http://www.hizbollah.org/.
Ég eyddi svo sem ekki miklum tíma í að vafra stefnulaust um vefinn með þessum hætti, en tilraunin staðfestir grun minn um að góður vilji er nauðsynlegur í farteskinu ef finna á eitthvað af þessum sexþúsund síðum Bránsins.
Þekkingarsamfélagið er greinilega í góðum gír ....
Þetta er vel í takt við sögu sem fyrrum fíkniefnaneytandi sagði mér fyrir mörgum árum. Ég hafði spurt hann hvernig í fjandanum hann kæmist svona auðveldlega yfir dóp, sjálfur hafði ég varla séð slíkt. Taldi ég mig nú samt vera nokkurt partýdýr (ekkert villidýr en samt....). Svarið var eitthvað á þá leið að fyrir honum væru dópsalarnir eins og vitar, hann yrði þeirra strax var hvar og hvenær sem er og að sama gilti í raun um þá sem væru í neyslu.
Heldur einhver að hægt sé að uppræta al-Qaeda með þögninni?
Besta leiðin til þess að verjast hættu af þessu tagi er að vera opin, miðla upplýsingum óheft - í þessu tilfelli er besta vörnin sókn. Tryggjum að nógar upplýsingar séu til staðar sem skýra "okkar" sjónarmið.
Þetta skjal sem er handbók fyrir hryðjuverkamenn fann breska lögreglan við húsleit hjá al-Qaeda liðum er dýpsta efnið sem ég fann í dag. það er alveg á hreinu að lestur þessarar handbókar gerir ekki annað en að sannfæra mig um að þarna fara klikkaðir einstaklingar.
Hérna er svo hægt að finna frekari upplýsingar http://www.terrorism101.org/.
Eins og þess sé þörf.
Litlar hindranir fyrir öfgamenn að koma skoðunum sínum á framfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.