Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt en samt bráðfyndið.

michael_moore_baugurjpgUm daginn skrifaði ég um þann atburð sem Sample þessi segir nú af sér vegna (sjá hér og hér). Þá helt ég því fram að þrátt fyrir að auglýsingaherferðin væri mistök, þ.e. upphlaupið í Boston, þá hefðu menn gefið "high five" á göngunum, vitandi að allt þetta umtal myndi skila sér í verulega auknu áhorfi á þættina - sem var jú markmiðið með markaðsherferðinni. Reyndar skilst mér að ég hafi ekki hitt naglann á höfuðið, mælt áhorf hefur ekki aukist jafn mikið og vonir stóðu til.

Góða samantekt um málið er að finna á vikí (sjá hér). Ég held að flestir geti verið sammála því eftir að hafa rennt yfir málið að niðurstaðan sé sú að fólk er fífl, í þessu tilfelli yfirvöld í Boston (og ýmsir fjölmiðlar).  

Það að Jim Sample segi af sér vegna þessa er auðvitað ekkert nema sprenghlægilegt og er þá málið í heild sinni orðið dæmigert fyrir þann loddaraskap sem tröllríður pólitískum og viðskiptalegum siðferðisrétttrúnaði í dag.

Ömurlegt sem það er þá ber í auknu mæli á því að þessi "lína" sé tekin hér heima. Vegna jafnvel minnstu yfirsjóna heyrast áköll um að hinn eða þessi eigi að axla ábyrgð a.k.a segja af sér. Í mínum huga er það ekki að axla ábyrgð - þvert á móti. Að axla ábyrgð er að gangast við mistökum og í stað þess að flýja sviðið með uppsögn, þá fara í að vinna að því að leiðrétta og eða bæta fyrir þau og reyna síðan að strýra framhjá mistökum í framtíðinni.

Mér hefur reyndar fundist helst bera á þvílíkum loddaraskap hjá fólki sem er vinstra megin við réttu megin í pólitík og fjölmiðlar eru duglegir við að detta ofan í þennan pitt. Þar virðist siðferðistvískynjungur vera á góðum fóðrum - stríðalinn og við það að springa af pólitískum rétttrúnaði og sjálfumgleði.

 


mbl.is Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband