10.2.2007
Pípan til Bill Gates er alltof grönn
Gaman að heyra af þessu og vona að af heimsókn Bill Gates verði, skemmtilegast væri ef hann tæki T-Bone með sér.
Af gamni mínu kíkti ég á hversu vel við Íslendingar og Bill Gates værum tengd á Netinu, þetta er niðurstaðan:
(þeir sem hafa áhuga á að mæla hraða tengingar sinnar við hina ýmsu staði í heiminum ættu endilega að kíkja á speedtest.net en þetta er sniðugasta útfærslan á svona þjónustu sem ég hef séð)
Í ljósi þessa skil ég vel vel að Bill Gates vill frekar koma hingað en að reyna að spila við rafrænt bridsborð, maðurinn hefur skiljanlega ekki þolinmæði í að hanga eftir mönnum sem eru að því er virðist ljósár í burtu :-)
Niðurstaða þessarar mælingar ber okkur Íslendingum ekki góða sögu og rennir því miður stoðum undir það sem ég skrifaði (sjá hér) um hitting þeirra Ólafs Ragnars og Bill Gates í Edinborg, en þar skrifaði ég:
Ísland er best!
Við höfum svo sem séð nokkur smá skref í þá átt að útlend tæknifyrirtæki vilji gera eitthvað hér og þó svo að okkur hafi ekki enn tekist að laða til okkar stór dæmi þá er það einungis spurning um tíma. Framlag Ólafs Ragnars mun án nokkurs vafa hjálpa til.
En hvers vegna hefur ekki tekist að laða hingað fyrirtæki úr UT geiranum? Fyrir því eru margar ástæður og er nauðsynlegt fyrir okkur að kafa vel ofan í þessa þætti sem fyrst. Akkúrat núna dettur mér þetta í hug:
- Þvert á viðtekna skoðun þá er hér skortur á hæfu vinnuafli
- Netsamband okkar við umheiminn, algjört lykil atriði í þessari umræðu, er fjarri því að standast skoðun
- Markaðurinn er lítill og einsleitur
Nú svo má spyrja, hvers vegna íslensk stjórnvöld (hum og atvinnulífið) hafa ekki rutt þessa braut betur? Höfum við ekki haft nægilega sterka trú á hugmyndinni?
Bill Gates á Bridshátíð eftir tvö ár? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Púkinn er sammála, en vill bæta við ástæðum:
Púkinn, 10.2.2007 kl. 17:11
Krónan er erfið, ég er sammála því. En sú starfsemi sem hefur mikinn virðisauka (háa framlegð) og ekki reiðir sig á innflutt aðföng á engu að síður að þola "skapsveiflur" hennar betur en aðrir geirar.
Varðandi launakostnaðinn þá bendi ég á að við viljum fá hingað hátæknistörf, það er væntanlega helst þar sem við getum talist samkeppnishæf.
Síðasti viðbótarpunkturinn þinn rúmast reyndar undir fyrsta punktinum hjá mér.
Vil svo bæta því við að mér er mikið létt að Púkinn skuli vera mér sammála (að mestu), hefði ekki viljað hafa það með öðrum hætti. Ég held nefnilega að það sé vont að vera ekki svolítið púkalegur - enda væri maður þá líkast til bara eins og allir aðrir. Sem er ópúkó!
Viggó H. Viggósson, 10.2.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.