16.2.2007
Helgarþrautin - fínn leikur frá BBC
Um daginn þá "stömblaði" ég á leik á vef BBC, þetta er "Flash" þrautaleikur sem kallast CDX. Við fyrstu sýn virkar leikurinn vel á mig; hann er flottur, sagan virðist vera góð og mér sýnist að hann sé ekki erfiðari en svo að engin tapi sér við lausn hans.
Ég hef lýst áhuga mínum á þessháttar leikjum hér á blogginu (sjá hér). CDX er að því ég best fæ sé hluti af kynningarstarfi BBC á sjónvarpsþáttaröðinni Róme.
Sagan er eitthvað á þá leið að "fórnarhnífur" sem gerður var í árdaga Rómverska keisaraveldisins hefur að geyma lausnina á fornu og blóði drifnu samsæri sem skýtur upp á yfirborðið á okkar dögum. Adam Foster sem vaknar minnislaus í herbergi í Túnis dregst inn í atburðarrás græðgi, svika og morðs. Spurningin er hvar er hnífurinn, er hægt að stoppa morðingjann?
Ekki er það verra að Íslendingur kemur við sögu í einni af fyrstu myndinni í leiknum. Í pósthólfi Adams er að finna póst frá "Gudrun in Reykjavik", sjá myndinna hér fyrir neðan.
CDX fór í loftið í september á síðasta ári þannig að það má vel vera að flestir sem hafa áhuga á svona nokkru viti þegar af leiknum.
En fyrir ykkur hin, þá er CDX hér og síða BBC um leikinn er hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.2.2007 kl. 13:20 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Athugasemdir
Ég hef verið húkkaður!
Takk samt sem áður!
Júlíus Valsson, 17.2.2007 kl. 18:59
Njóttu.. :-)
Gaman væri að heyra frá þér síðar um hvernig þér gengur og hvað þér finnst þegar líður á leikinn.
Viggó H. Viggósson, 17.2.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.