Leita í fréttum mbl.is

Sanngirni! Sagði maðurinn sanngirni...

gænt spurningarmerkiEigum við að ræða það eitthvað? G.Jarpi er mikið í mun að flagga sanngirni, enda ekki skrýtið hugtakið er fúndamentið í markaðsetningu Verkamannaflokksins.

Kíkjum á frétt af því þegar G.Jarpur tjáði sig um leiðarljós flokksins síns fyrir þremur vikum:

Erlent | mbl.is | 23.9.2008 | 14:21

Sanngirni er grundvallaratriðið

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í dag, að sanngirni væri leiðarljós Verkamannaflokksins.

„Á því byggjum við, að því stefnum við. Það er grundvöllur flokksins ... Sanngirni er fólgin í því, að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann sjálfan.“

Brown fagnaði ennfremur 60 ára starfsafmæli bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS), og sagði að Verkamannflokkurinn hefði skapað þá þjónustu, og myndi ætíð vilja og tryggja veg hennar sem mestan.

Heilbrigðisþjónusta væri réttur allra, hún væri ekki eign sem hægt væri að kaupa.

Í lok ávarps síns sagði Brown: „Við munum ekki vinna flokknum til heilla, heldur Bretlandi.“

--- oOo ---

Þetta er sumsé grundvallaratriðið í hans augum "... að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann sjálfan.“ Gamall og góður vísdómur sem ég, af sanngirni, tel að flestir telji sanngjarnt að hafa í hávegum.

Samt er ég ekki alveg að átta mig á því hvað þetta þýðir komandi úr þessari átt; hvað er það sem maðurinn vill að við Íslendingar gerum á hans hlut? Svona til þess að launa greiðann og vinarþelið?

Sanngirni mæ e...


mbl.is Gordon Brown tilkynnir endalok óhófs og ofurlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætti frekar að standa hræsni.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband