Leita í fréttum mbl.is

Treystu stjórnendum ekki?

Hvernig kemst Þórólfur að þessu?:

Hann segir að skilaboð íslenskra yfirvalda hafi verið önnur þegar farið var inn í Glitni. Þá hafi yfirvöld gefið í skyn að þau treystu ekki þáverandi stjórnendum bankans og viljað tryggja að þeir tækju ekki fleiri ákvarðanir fyrir bankann.

Var ekki óskað eftir því við stjórnendur Glitnis að þeir heldu rekstri bankans áfram, nánast "business as usual"! Í Bretlandi eru nokkrir stjórnendur látnir taka poka sinn. Ég er hættur að skilja sumar þessar útleiðslur og skýringar fræðimannanna.

Svo heldur Þórólfur áfram nú fabúlerandi:

„Þá spurðu lánveitendur Glitnis í útlandinu. Hvað er verið að segja okkur? Þannig að ég sé ekki betur en að það sé töluvert annað yfirbragð á þessum aðgerðum," sagði Þórólfur að lokum.

æi, þetta er svolítið pínlegt, ekki satt?

Ég ætla að leyfa mér að fabúlera líka. Á Íslandi var og er andrúmsloftið þannig að stjórnvöld gátu illa aðstoðað Glitni. Stemmingin var einfaldlega þannig að fólk hefði hreinlega misst sig ef "óráðsíu" mönnum hefði verið lánaðir peningar, sísona.

Enda voru viðbrögð margra að hneykslast á því að "þessum mönnum væri ekki sparkað út í hafsauga med den same".

Hvernig á að vera hægt að taka ummæli prófessorsins alvarlega?


mbl.is Munur á björgunaraðgerðum breskra og íslenskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband