Össur Skarphéðinsson fullyrðir í kosningasjónvarpi að núverandi vinstristjórn hafi gjörbreytt aðstöðu sprotafyrirtækja á Íslandi!
Væntanlega á hann við til hins betra! En hvernig þá? Hvar sést þessa stað? Segðu mér sögu, já segðu mér frá ...
Það er óþolandi þegar menn og þá sérílagi stjórnmálamenn í beinni útsendingu komast upp með það að kasta fram fullyrðingum af þessu tagi, án þess að þurfa að skýra mál sitt nánar. Slá sig til riddara með innantómum fullyrðingum eða jafnvel lyginni sjálfri - ógeðfellt sem það nú er!
Sorglegt fyrir Össur. Dapurlegt fyrir fréttamennina.
Staðreyndin er sú að ekkert, alls ekkert, hefur verið gert að hálfu ríkistjórnarinnar til þess að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Satt best að segja hélt ég að menn (eins og Össur) myndu ekki komast upp með að bulla og bulla án viðspyrnu - núna á þessum tímum sem "töff" fréttamennska skiptir mestu máli. En mér sýnist að gamlir og reyndir bullukollar fái bara að gera sínu bulli skil, eftir sem áður.
... segðu mér sögur
já, segðu mér frá
ég átti von nú er vonin farin á brott
flogin í veg.
Eitt er að dreyma,
og annað að þrá
ég vona að þú þjóð
vaknar að morgni
veginum á
Áfram veginn ... til sannleikans!
---o0o---Blogghöfundur er hægrimaður sem finnur sig eiga mesta samlegð með Sjálfstæðisflokknum af þeim flokkum sem starfa á Íslandi. Þannig hefur það alltaf verið! Ég trúi ekki á lauslætið sem felst í kosningarbandalögum, sem verða til vegna einstakra atburða eða aðstæðna; gjarnan 15 mínútum fyrir kosningar. Ekki trúi ég á persónukjör, en tel að skoða mætti einmenningskjördæmi - eða aðrar leiðir til jöfnunar á vægi atkvæða. Vildi sjá flokkinn minn færa sig til hægri - standa þar fast í fæturna. Er eindreginn stuðningsmaður þess að við sækjum um aðild að EU. Hef ekki tekið afstöðu til upptöku evru; tel það ekki koma að sök þar sem evran hefur ekkert með okkur að gera í það minnsta næsta kjörtímabilið. Ég geri kröfu um réttlátt uppgjör á "hruninu", mér dugir ekki að fólki verði gert mögulegt að tóra. Tryggja verður gegnsæi í stjórnsýslunni, gefa þannig gott fordæmi út í þjóðfélagið. Ákvarðanir og athafnir sem teknar eru eða framkvæmdar eru í nafni fjöldans eiga að vera fjöldanum kunnar. Hef fulla trú á krónunni og edrú hagstjórn. Verðtrygging verður að hverfa út úr íslensku efnahagslífi (afturvirkt). Skynsamlegt nýting auðlinda er forsenda velmegunar. Velmegun er forsenda velferðar þjóðarinnar.
---o0o---
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.