Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
12.6.2007
Golf, gæði valla og gleði
Í dag átti ég innlegg á spjallþráð á kylfingur.is, sem svo leiddi til þess að ég fékk spurningu til baka sem mér finnst vel svara verð þó sendandinn sé nafnlaus. Áður hef ég lýst skoðun minni á því að nota umræddan spjallvef, en ég tel hann ónothæfan fyrir "alvöru" umræðu (ef einhver hefur áhuga á því að skoða hvers vegna þá má sjá grein um það hér).
Allt að einu, ekkert er sjálfsagðara en að taka þessa umræðu um ástand og gæði golfvalla, enda getur það vart orðið til annars en einskins (ekki gerir slík umræða ástand valla verra, eða hvað?) en hitt er svo ég kýs að flytja mál mitt hér frekar en þar.
Tekið af kylfingur.is af þræði þar sem verið er að ræða ástandið á Grafarholtsvelli (sjá hér):
| ||||||
| ||||||
| ||||||
|
Þessu vill ég svara með þessu:
"sundsprettur", ég vildi óska þess að ég gæti tekið undir og kvittað upp á þitt mat á aðstæðum í Grafarholti. Sjálfur var ég þar í kvöld og er mitt mat að við eigum en talsvert í land, en minni á að hlutirnir gerast hratt þessa dagana. Ég kíkti að vísu aðeins á 7 flatir, en tel mig vita nokk hver staðan er á vellinum heilt yfir. Jákvætt viðhorf þitt er þó til fyrirmyndar.
Það er hægt að taka undir það sem "Svingur" segir, og þá sérstaklega "einn sá skemmtilegasti að spila á góðum degi".
Ég gef mér að flestum finnist það sama og mér (og þeim sem skrifar "En svon í" innleggið) í þessu efni, flatirnar á völlum GR eru heilt yfir frekar slæmar og það er hundfúlt. Það þarf hins vegar ekki að þýða sjálfkrafa að leiðinlegt sé í golfi, þó auðvita blasi við að skemmtilegra er í golfi þegar flatir eru góðar - um þetta þarf ekkert að munnhöggvast. Yfirhöfuð þá líður okkur best á vel hirtum góðum golfvöllum og það er einmitt það sem við (GR'ingar) viljum bjóða upp á. En því miður getum við ekki boðið félögum og gestum okkar upp á betri aðstæður þetta vorið en raun ber vitni.
Sjálfur er ég þannig víraður að ég á það til að láta svona hluti (ósléttar flatir, sand á fötum, ný gataðar eða skornar flatir, o.s.frv.) fara svolítið í taugarnar á mér, ég skil því vel sjónarmið í þessa veru. Í mínu tilfelli reynir þó sérstaklega á þetta óþol mitt þegar ég kem á velli í útlöndum, oftast eftir talsvert ferðalag, með upp tjúnaðar væntingar og ný búinn að skilja við slatta af Evrum í flatarfé.
Ef þú ert að spyrja mig hvort að mér finnist ástandið á völlunum (flötunum) okkar óásættanlegt, þá myndi ég vilja svara því þannig að ég telji spurninguna vera óréttláta. Ef ég svara henni eins og mér býður þ.e. játandi, þá virðist felast í því ásökun. Við hvern er þá að sakast? Vallarstjórana, formann vallanefndar (sem er ég í tilfelli GR) eða ef til vill formanninn? Því miður er það ekki svo.
Einhverjum kann að finnst það undarlega að orði komist hjá mér að segja "Því miður". Verkefnið að kom völlunum í gott stand væri talsvert auðveldara ef við gætum verið viss um að vandamálið lægi í einhverju ákveðnu, eins og til dæmis því að menn væru að bulla eitthvað í umhirðu þeirra. Þá hefðum við eitthvað í hendi og gætum kippt því í liðinn, en svo er ekki - því miður.
Fjórir megin þættir hafa áhrif á ástand valla: uppbygging, umhirða, umferð og umhverfisþættir. Hér ætti ég að bæta við fimmta u-þættinum sem er umgengni (boltaför, torfuför, hjólför og önnur för). Sennilega er það svo grunnuppbygging vallar, umhverfisþættir eins og t.d. hæð yfir sjávarmáli og veðrið sem hafa mest að segja um ástandið - og þetta eru einmitt þeir þættir sem við höfum ekkert með að gera.
Golf/grasvallafræði eru líklega álíka mikil "ekki vísindi" og þau eru vísindi. Ég er sannfærður um að þetta fag ("golfvallafræði") hefur tekið umtalsverðum framförum hér á landi s.l. 5 - 10 ár, en ég er álíka (ef ekki meira) sannfærður um að við sjáum ekki en til lands í þessum efnum - að við erum nánast enn á byrjunarreit þrátt fyrir all góðan sprett.
Þetta er orðið gott mikið lengra en ég ætlaði mér. Lætt þetta duga í bili.
Golf | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Golf
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nota bene
Telja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Skoðið
- Kosovo og sagan af landinu bláa Hvernig saga Blámanna kynni að verða
- Hjarðfullnæging Hjarðfullnæging
- Báknið burt
- Liljan hans Steingríms Joð Liljan hans Steingríms Joð
- Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar Kynjamyndir, klám og kk