Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ég fann fé ...

lausafe_688762.jpg... lausafé þá. Það var fullt af þessu, tja nánast út um allar koppagrundir þegar ég átti leið um fjórðunginn ekki alls fyrir löngu. 

En svo hefur mér verið sagt að litlu síðar hafi ýmislegt gerst. Því er haldið fram að mesta það lausafé sem ég sá þá, sé nú orðið bundið fé. bundi_fe.jpg

Ég veit svo sem ekki hverju skal trúa. En veit þó fyrir víst að ég er í svipaðri stöðu og íslenska fjármálakerfið - með allt niðrum mig.

Svona lausafjárlega þá. 


mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn orka

renewable_energy.pngVið eigum ríkulegar auðlindir; það heyrðum við endurtekið margsinnis úr ræðustóli Alþingis í gær - vissum það svo sem vel fyrir. Þær liggja í fólki, lömbum, fiskum, vatni, víðerni og orku - sjálfbærni er lykilorðið hér.

Við erum stolt af þessum auðlindum okkar og bærilega stolt yfir því hvernig við nýtum þær. Erum stöðugt að gera betur í þeim efnum.

Teljum við.

Það er ekkert ljótt sem heitir; við þurfum að setja fullan þunga í rannsóknir og framþróun á nýtingu jarðvarma til framleiðslu á raforku. Við eigum að laða að okkur umtalsverðar upphæðir frá erlendum fjárfestum og vísindasjóðum, stærðagráðan - tugir milljarða.

Klárlega hjálpar slík áætlun ekki núna, nema sem jákvæður punktur í framtíðinni. En við þurfum slíka punkta.

Heilan helling af þeim.

Í forskoti á nýtingu jarðvarma liggja gríðarleg verðmæti, þessu forskoti megum við ekki glutra niður. Víða um heim er unnið að þessum málum, við Íslendingar höfum eitthvað komið að slíkum málum en ég veit ekki í hvaða formi.  Vonandi erum við ekki að gefa af okkur grunnþekkingu, þannig að þeir sem gjöfina þiggja geti notað þekkingu "okkar" sem stökkbretti - sem síðan yrði notað til þess að stökkva yfir okkur.

Stinga okkur af. 

Myndbandið hér að neðan fjallar um jarðvarmavirki í tengslum við djúpboranir á "köldum" svæðum. Er þetta ekki eitthvað sem við ættum að vera best í?

  


mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan er dauð!

frjalshyggjan_er_dau_rip_liberalism.gifÁ þessum hrikalegu tímum, við þessar að því er virðist vonlausu aðstæður keppast margir við að benda á frjálshyggjuna og segja hana seka; að það sé henni að kenna hvernig komið er fyrir okkur.

Steingrímur J. var á þessum nótum í ræðu sinni á þingi í gærkvöldi. Frjálshyggjuvofan - hengjum'ana í næsta tré.

Þetta eru nokkrar tilvitnanir úr bloggum undanfarana daga:
"... fórnarlömb hins brokkgeng(n)a kapitalisma"
"... við jarðaför nýfrjálshyggjunnar."
"... er nú komið að skuldadögunum: Frjálshyggju-oflætið sem birst hefur í útrásarfylleríinu..."
"Hugmyndafræðilegt uppgjör við frjálshyggju, útrás og einkavæðingu er óhjákvæmilegt..."
"... að horfa áratugum saman á þessa frjálshyggju menn,sem hafa í pólutísku skjóli íhalds og framsóknar gleypt bankana og verðmætustu fyrirtæki landsins."
"... talsmenn frjálshyggjunnar hafa degið sig inn í skelina , þegar sýnilegt var öllum ,að grægðin var orðin að illkynjuðu þjóðarmeini."
"... með sömu rökum og frjálshyggjugræðgisvæðingasinnarnir..."
"Látum frjálshyggjugaurana borga ruglið..."
"Frjálshyggjan er eins og langt leiddur alkóhólisti..."
"Einkavinavæðingin Sjálfstæðisflokksins hefur beðið skipbrot og frjálshyggjan er dauð."
"...þeirrar óheftu frjálshyggju sem riðið hefur húsum um allan heim um langt árabil."
"Áróðurinn og lygi frjálshyggju-yfirgangsins..."
"Hrun frjálshyggjunnar..."
"... að nýfrjálshyggjan hafi beðið skipbrot um allan heim ..."
"Í krafti frjálshyggju virðist sem hagkerfi Íslands sé orðið villtara en sjálft villta vestrið."
"... höfð að fíflum eina ferðina enn af misvitrum frjálshyggju-fjöndum ..."

En ekki hvað?

Undirrót núverandi efnahagvanda er sögð frjálshyggjan (aka. græðgi) og helstu drifkraftarnir, eldsneytið eru: skortsölur, kaupréttasamningar og óljós krosseignatengsl. Þetta ætti allt að banna.

Segja sumir.

Það er margt til í þessu, ljóst er að menn hafa farið offari, teygt sig eins langt og tekið til sín eins og mögulegt hefur verið - sumir hugsanlega farið útfyrir (of)rúman rammann. Efalaust, en það á ekki að rugla saman hugmyndafræðinni og regluverkinu.

Skortsölur hafa verið stöðvaðar tímabundið í BNA. Margir túlka þá ráðstöfum sem staðfestingu þessa að skortsölur eigi að banna. Ég held ekki að hugmyndafræðin á bak við skortsölur sé röng. Þvert á móti, hún er eðlileg.

Eðlileg eins og græðgin.

En nauðsynlegt er að breyta regluverkinu sem þessi gerð viðskipta styðst við. Viðskiptin skulu gegnsæ frá upphafi til enda. Viðurlög við broti á reglum eiga að vera jafn skýr og reglurnar og verulega íþyngjandi. 

Þá er þetta viðfangsefnið frá. Svona einfalt er þetta!

Næsta, takk.

Kaupréttasamningar - sama gildir um þá. Þeim á að flagga og þeir skulu gegnsæir. Séu reglur brotnar á að refsa - svo meiði. Aðrar gerðir kaupauka/hvata stjórnenda verða að falla undir sama regluverk.

Þetta þýðir jafnfram að styrkja þarf eftirlitsstofnanir og það alfarið á kostnað viðskiptaaðila.

Þá er þetta búið. Vandinn er frá.
 
Ó, er ég að gleyma krosseignatengslunum? Tja nú þyngist málið. Gegnsæi er augljóslega hluti af lausninni, en líklega verður að höndla fjármálafyrirtæki með sértækum hætti; hér þurfa að koma til takmarkanir og ríkari kröfur til fjárhagslegsstyrks og tengsla stærri hluthafa.

Á þessu flestu, ef ekki öllu eru til góðar lausnir.

Græðgi er eðlileg. Hún hverfur ekki úr eðli manna; verður hvorki rekin út, né bæld. Það eina rétta er að við einhendum okkur í að virkja þennan kraft.

Okkur til góðs.

mbl.is Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One down, two to go!

senate_vote.jpg Öldungadeildin var nokkuð afgerandi í sinni afgreiðslu á neyðarpakkanum; 74 yea á móti 25 nay. Þetta er fínt! Nú er bara að bíða og sjá hvernig málin þróast.

Næsta spurning er hvernig falla atkvæði í fulltrúadeildinni á föstudaginn - á þeim bæ hefur almenningsálitið meira að segja og það hefur frekar verið á móti því að draga bankamennina að landi.

Þótt allra augu hafi beinist að þessari neyðaraðgerð í BNA, þá eru stjórnvöld um heim allan að skipuleggja og samþykkja aðgerðir. Ekki er ólíklegt að þegar risaáætlun bandaríkjanna nær í gegn að litið verði á hana sem lykilsteininn í brúnni frá óróa til stöðugleika. Eins og sést á fréttum nú í morgun þá eru seðlabankar í Evrópu þegar búnir að setja dæluna á góðan þrýsting og sprauta inn á markaðinn milljörðum dala.

En brúnna verða ríkistjórnir innan ESB að nota til þess að koma í gegn samstilltum aðgerðum. Því þó einstaka ríki hafi staðið í ströngu; við að kasta kútu og kork í sökkvandi fjármálastofnanir, þá hefur ekki verið um samstillt átak að ræða (ekki frekar en fyrri daginn hjá ESB).

Nú er þörf á því, nú er leiðin þekkt og vonandi verður hún fær fljótlega. Verðum við ekki að trúa því að ESB komi sterkt inn á helgina.

Næstkomandi mánudagur má einfaldlega ekki verða til mæðu!

Ég er bjartsýnn. En þú?


mbl.is Öldungadeildin samþykkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skjóli nætur, von vakir!

Upp upp upp og koma svo...Ég er ekki sannfærður um að þessi aðferðafræði Geirs; að boð ákveðna menn til fundar við sig á "off hours" sé til þess fallin að róa fólk.

Sennilega er einhverja frétta að vænta frá þessum fundi á morgun.

Vonandi.

Talandi um von, þá fer ég nú að sofa með þá von að Washington samþykki í kvöld nýja "björgunarpakkann". Útlit er fyrir að nú hafi stuðningur við frumvarpið verið tryggður og þá er bara að bíða og sjá hver viðbrögðin verða á morgun. Á morgun verða forsíður blaðana í takt við myndina hér til hliðar.

Vonandi.

Sæta drauma.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannauður

HugsuðirHvað það væri nú gott ef þjóðin myndi njóta liðsinnis stjórnenda og efnahagsráðgjafa með greindarvísitölu sem væri í sæmilegum takti við gengisvístöluna núna.

 


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall eftir svall

Hugsanir tengdar Glitnismálinu, enn ómótaðar... 

fall
eftir
svall

markaðir hrynja
af fólki aurar eru slitnir
áföll yfir dynja
hvar er Glitnir

kominn að þrotum
skoðun skipt
tekinn í brotum
eða óskipt

girnast
gremjast
gjamma
gamna

mótherjar
meðeigendur
miðlar
misvitrir

er það ekki nauta
að svara
eða á þeim fé að færa til þrauta
og vara

túkall
eftir
veðfall
Stoðir styrkar ey meir

 

 


mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Viggó H. Viggósson
Viggó H. Viggósson

Terroristi (þ.e. Íslendingur)
Que Sera, Sera!

Tónlistarspilari

Doris Day - Whatever Will Be Will Be (Que Sera Sera)

Nota bene

Telja

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband